Muninn - 01.12.1946, Page 2
2
MUNINN
Æskan virðist einnig vita, að fjöi-
þætt verkefni bíða hennar í framtíð-
inni, og reynir að búa sig sem bezt
undir þau. Straumur æskunnar til
skólanna sýnir þetta Ijóslega. Hér á
íslandi hefir ríkisvaldið lagt mikið lé
til skólamála á síðari árum. Æskan
kann að meta slíkt örlæti og þakkar
það af alhug.
Nú síðast hefir verið veitt rausnar-
lega til smíði menntaskólahúss bæði
í Reykjavík og á Akureyri. Engum
dyist, að hér er í mikið stórvirki ráð-
izt, sem kostar of fjár okkar fámennu
þjóð. En vonandi fær þjóðin þá skuld
greidda með vöxtum og vaxtavöxtum
og miklu meir en það.
Það er stórhugur í :hinu unga, ís-
lenzka lýðveldi. Það dreymir um gull
og græna skóga framtíðarinnar. En
sökum fámennis verður að efla af-
kastamátt einstaklingsins til hins ýtr-
asta. Hver einstaklingur verður að
geta gengið til orrustu með vápn góð
og verjur. Bætt lifsskilyrði eiga að
tryggja líkamshreysti og líkamsmenn-
ingu. Skólarnir eiga að smíða alvæpni
andans. Sameinað á þetta að skapa
hetjur á orrustuvelii lífsins.
En eðlið gamla er samt við sig.
Dýrið í manninum glottir ennþá við
tönn. Enn þykist það eiga mikil ítök.
Og satt er það, enn er langt á hæsta
hólinn. En sérhver viðleitni, sérhvert
spor fram á leið ber að blessa, og þótt
fetin nái skammt, megum við fegin
verða, ef áfram miðar samt.
„Heimurinn er í smíðum," segir
segir skáldið. Legg þú því þinn skerf,
bróðir, til þessarar nýju smíði, eftir
því sem kraftar þínir leyfa.
Svo skulum við sjá, livað setur.
#
í kvöld sitjum við hér í rausnar-
legu boði og gleðjumst yfir árangri,
sem unnizt hefir i sögu þessa skóla og
þá.um leið í sögu íslenzkra skólamála.
Við gleðjumst yfir því, að skólinn okk-
ar hefir verið sannnefnd sól og svört-
um skuggum eytt. Hann hefir verið
óskabarn þjóðarinnar.
Við nemendur viljum því láta í ljós
þakklæti okkar fyrir þetta allt.
Við þökkum þeim, sem fremstir
stóðu, en fallnir eru í valinn, og öll-
um velunnurum skólans fyrr og síðar.
Við þökkum ríkissjórninni, hæstvirt-
um menntamálaráðherra og hinu háa
Alþingi fyrir góðan skilning á högum
skólans. \hð þökkum einnig sérstak-
lega húsameistara ríkisins, herra Guð-
jóni Samúelssyni, fyrir framgöngu
hans í þessum málum.
En síðast en ekki sízt þökkum við
yður, Sigurður Guðmundsson, skóia-
meistari, fyrir allt það, sem þér hafið
unnið í þágu þessa skóla, alla yðar ó-
sérplægni, kjark, þrek og festu. Við
þökkum fölskvalausa ást yðar til þess-
arar stofnunar og umhyggju yðar fyrir
högum hennar og nemenda á öllum
tímúm.
áhð þökkum þetta rausnarlega boð
hér í kvöld, þar sem við nemendur
getum komið saman og glaðzt yfir
nýju átaki, nýjum sigri í sögu skólans.
*
Deyr fé,
deyja frændr,
deyr sjálfr it sama;
en orðstírr
deyr aldrigi,
hveims sér góðan getr.
Það er mannleg saga að deyja og
verða að dufti. Þau örlög bíða okkar
allra. Margur á þó erfitt með að sætta
sig við þá tilhugsun.
Forfeðrum okkar var þó huggun
harmi gegn að kenningunni, sem vís-
an, er ég las áðan, hefir að geyma. Það
er kenningin um það, að góð verk og
fögur muni lifa áfram í einhverri
mynd og bera manninum vitni, þótt
hann sjálfur rotni og fyrnist með rás
tímanna.
Margir af mestu snillingum jarðar-
innar eru nú gleynidir og óþekktir.
Þeir, sem reistu hof og hallir liðinna
alda, eru flestir týndir í tímans sjó.
Þeir, sem skrifuðu fornbókmenntir
okkar íslendinga, figgja flestir óþekkt-
ir í gröfum sínum. En verkin lifa. Sá;
sem hugsar lengra en til líðandi stund-
ar og helgar framtíðinni störf sín, mun
lifa, þótt hann deyji.
Á morgun verður hornsteinninn
iagður að nýju skólahúsi fyrir Mennta-
skólann á Akureyri. Það verk mun í
framtíðinni bera vott um stórhug allra
þeirra, sem að því stóðu, vormanna
Islands og hinnar fámennu þjóðar
þess.
Kristján Róbertsson.
Nokkur orð
frá ritstjórninni
Nú flýgur Muinn út til ykkar, kæru
nemendur, í nítjánda skipti. Vængja-
tök hans eru fálmandi og hikandi.
Hann kvíðir einhverju. Hvað óttast
hann? Hann óttast hungur. Hann
kvíðir því, er hann leggur upp í lang-
lerð sína, að nesti lians muni eigi end-
ast og hann verði úti á voðahjarni
sultar og kulda.
Eæða Munins er eigi sömu tegund-
ar og annara hrafna, enda er Muninn
hvítur hrafn. Hann vill eigi leggjast
á lifandi, máttvana ungviði, kroppa
úr þeim augun, slíta iður og rífa í sig
nái. Muninn vill betri fæðu. Og þá
fæðu eigið þið, kæru nemendur, að
veita honum. Hann kemur til ykkar
bónarveg og æskir þess, að þið seðjið
hungur hans, svalið þorsta hans, bægið
kuldanum frá dyrum lians. Muninn
vill vera vinur ykkar, og hann telur
sig son ykkar. Og hverju eigið þið að
launa vinsemd hans og góðhug í ykk-
ar garð? Eigi leyfist ykkur að fæla vin
ykkar bónleiðan til búðar, og þess
vegna vitum við, að þið synjið lion-
um eigi um hjálp, er hann ber að dyr-
um og væntir stuðnings ykkar.
Muninn hefir lifað nítján vetur, oft
í fagnaði góðum, en stundum hefir
hann átt erfiða daga og jafnvel soltið
heilu liungri, svo að hann mátti sig
hvergi hræra.
Ef þið, nemendur góðir, viljið líf
Munins, þá takið vel málaleitan hans
og alið hann ríkulega, svo að hann
megi verða sæll og glaður og megi
óhikandi hefja sig til flugs og hvísla
á leið sinni í eyru ykkar ifagurri sögu
og snilldaróði.
Ef Muninn verður úti vegna kulda
og sultar, er það ykkar sök, kæru nem-
endur. Það eruð þið, sem eigið að ala
önn fyrir honum, ásamt .með okkur,
sem kjörnir höfum verið aðalhirðar
hans, og við væntum góðs samstarfs
við ykkur og vonurn, að þið takið
okkur vel, er við knýjum á hjá ykkur
og beiðumst bjargar fyrir fósturson
okkar allra. Þið munduð sakna Mun-
ins, ef hann dæi' úr hor, og það yrði
ykkur til mikillar smánar, ef svo yrði.
Forðumst því allar vamrnir, og sýnum
þessurn hvíta ihrafni okkar ræktarsemi
og skilning. Minnumst þess, að heiður