Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1946, Side 8

Muninn - 01.12.1946, Side 8
8 M U NIN HT Góð bók Maður nokkur, sem'kallar sig meist- ara H. H., liefir ritað bók, sem hann nefnir Lýðveldishugvekju um íslenzkt mál. Bók þessi er að ytra frágangi ólík öðrum bókum og tekur þar engri fram. Er hún prentuð bláu og rauðu letri á góðan pappír, en þannig lieft inn, að hún líkist fremur sendibréfa- pappír þeim, er elskhugar gefa unn- ustum sínum í jólagjöf eða stúlkur hver annarri. M. a. er rauðu bandi hnýtt á listrænan liátt ’gegnum göt á kili bókarinnar. Allur iðnlegur bún- ingur bókarinnar er ósmekklegur og fráhrindandi og ekki trl eftirbreytni, auk þess sem bókin verður rándýf af þessum ástæðum. Kallast útgáfan „for- látaútgáfa", og það veit ég, að höfund- ur og útgefandi liafa gjarnan viljað bókina gefna út í sniði, sem-henni færi bezt, en vafamál verður það að teljast, hvort svo hafi til tekizt í þetta sinn. En hvað sem því líður, þá er efni bókarinnar tímabært, merkilegt og vekjandi og vissulega ekki ofdýru dýru keypt — þótt fimmtíu krónur sé — ef menn gætu tileinkað sér það og skilið rétt, eins og sanngjarn lesandi mun gera. Höfundur er svartsýnn mjög um æskulýð landsins og telur hann hafa misst allt svipmót íslendinga og ís- lendingseðli, svo að í hugsunum og háttsemi sé hann í engu frábrugðinn æskulýðnum í umhverfi Floridaskag- ans eða á landsvæðunum norðan bað- strandanna við Miðjarðarhaf. — Að ekki sé minnst á móðurmálið. — Tel- ur höfundur, að óvandað málfar sé nú svo mjög að breiðast út, að ef menn sporni ekki við í tíma, sé tungu og þjóðerni voru stórkostleg hætta búin. Deilir hann mjög hvasst á blaðamenn íslenzka, útvarpsmenn og „mennta- menn“. Ádeila hans virðist mér í hvívetna sönn og réttmæt, og eigi mun það dylj- ast nokkrum hugsandi manni, að blöð- in eru á góðri leið með að drepa sóma- samlega íslenzku og alla vandvirkni til orðs og æðis. Þarf eigi annað en benda á skrif blaðanna hvers í annars garð, rangsnúning þeirra á málefnum and- | stæðinga sinna og fylli þeirra af einka- skömmum og nábúakriti. (Að vísu er það fyrirbrigði eldra í ísl. blaða- mennsku en flesta grunar). Blöðin ættu að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því að skrifa ærlega íslenzku, því að ekki er efni þeirra að jafnaði svo merkilegt, að menn þyldu eigi heldur skárra. Um hlaðamenn er það annars að segja, að ef þeir bæta ekki ráð sitt og læra mælt mál, þá mega þeir eiga von á að gerast svo miklir skaðvættir heil- brigðri málgreind, að þeir væru rnenn að meiri, ef þeir hefðu aldrei dregið til stafs á ævi sinni. Það verður að gera þá kröfu til íslenzkra ritstjóra og blaða- manna, að þeir hafi lagt stund á ís- lenzk fræði og íslenzka tungu, en minna á lögfræði og búfræði, sem mun vera undirstöðuþekking eigi all- fárra þeirra og er í sjálfu sér góð menntun, ekki verður því með rökum neitað. Meistari H. H. telur hnignun mál- farsins ekki hvað sízt að kenna slælegri íslenzkukennslu í skólurn landsins. Vafalaust er þessi tilgáta hans að sumu leyti rétt, en ekki mun árangursleysi íslenzkukennslunnar vera eingöngu kennarans sök, heldur eins mikið af því, hversu fáir tímar eru ætlaðir móð- urmálskennslunni í skólum vors kalda lands, þar sem gagnslausri stærðafræði er troðið í máladeildarnemendur, meðan annað og raunhæfara efni er látið ókynnt liggja. Meistari H. H. sker óhikað upp herör móti svokölluð- um menntamönnum landsins og telur þá eigi minni málfarssóða en hina, sem minna kunna fyrir sér. Átelur hann réttilega það slettumál, sem margir „lærðir“ menn nota, er þeir skýra út fræði sín, og telur jafnvel, að af þeim stafi tungunni meiri hætta en flestu öðru. Ekki vil ég um það dæma, en eigi er orðalag margra menntaðra manna hótinu betra en alþýðufólks, sem slettir orðskrípum og ónefnum, og mun verra er að réttlæta það. Nokkuð virðist manni gæta kala í garð „menntamannanna" hjá meistara H. H. Hvort heldur sem er, að þessi kali sé runninn undan rifjum manns, sem sjálfur er óskólagenginn og ber því til m'enntamanna þessar hvimleiðu kenndir, sem hrjá margan slíkán, eða meistari H. H. sér með raunsæi sínu — eins og mér er næst að álíta — þá lé- 'legu forustu, sem er að vænta af fjölda menntamenna, þá er ekki fyrir það að- synja, að margir skólagengnir menn skerast nú úr l'eik, er helzt kallar að um verndun þjóðernis vors og tungu. Að lokum vil ég hvetja hvern og. einn til þess að lesa hugvekju. þessa. Hún svíkur engan, en skilur eftir hjá lesandanum gnótt viðfangsefna til um- hugsunar, og er það mikið hól um eina bók. Málið á bókinni er íslenzka, en staglsöm á köflum. Ingvar Gíslason. UPPHAF Ég gekk út í kirkjugarð í gær. Það var rigning og rok og rjúkandi sær. Ég nam staðar við lítið leiði og lagðist þar. Þar var enginn legsteinn og ekkert blóm. og engar minningar. Ég spurði vörðinn, hver hvíldi þar. Hann á mig leit: „Andvana barn umrenningstelpu ofan úr sveit." Ég gekk út úr garðinum í gær. Það var rigning og rok og rjúkandi sær. Ég sá inn í aldirnar, upphaf mitt leit: Ég var andvana barn umrenningsstelpu ofan úr sveit. Álappi. Prentað í Prentverki Odds Björnssonar, Akureyri.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.