Muninn - 01.05.1959, Blaðsíða 12
LAUSAVISNAÞATTUR
Þá hefur lausavísnaþátt hinzta sinni í
þessu formi.
Undanfarið hefur umgangspest þjakað
svo nemendur, að loka varð skólanum um
skeið. Út af þeim atburðum var kveðin:
Flensuríma:
Elskulega eikin gulls og refla!
Nú skal á vaðið tvísýnt tefla,
tækifærismansöng efla.
Flensan hér er fastur orðinn gestur.
Hreiðrar um sig heilsubrestur,
hefur enginn frið við lestur.
Kvellisjúkir karlar falla í hrönnum,
skort ég mikinn sé á svönnum
sjúkum til að hjúkra mönnum.
Einn er hérna æði-sjúkur bara.
Beint mun hann til fjandans fara,
fái ’ann lengur ekki’ að hjara.
I skrópasýki skálkur vinnur liggja.
Fogli á þessum höldar hyggja
heldur lítið sé að byggja.
Kauðann þegar læknir spurði úr spjörum,
sjúkdómslýsing vefst á vörum,
verður harla fátt úr svörum.
Stynur þungt og kveðst það varla vita,
þótt líkast sé sem háan hit'a
hafi ’ann meður köldum svita.
Honum doktor hitamæli léði,
yfir vék að öðru beði,
áður en nokkuð meira skeði.
Stráksa þótti heldur hlaupa’ á snæri.
An þess mikið á því bæri
ágætt greip hann tækifæri.
Á hitamælinn heitt vatn renna lætur,
lækni’ á meðan gefur gætur,
gerir sárar yfirbætur.
Læknis bíður síðan þreyttur, þjáður.
Hans var enda hitinn skráður
hart nær fjörutíu gráður.
Farðu nú að sofa, sætan netta.
Á morgun ríman samansetta
segja mun þér hitt og þetta.
Hvutti litli.
Þá er hér ófullkomið háttatal, sem þrír
þaulsætnir kaffihúsamenn eiga vömm og
heiður af:
Ferskeytla (tvítal sálarnnar):
Kvennafarið þjakar þig
— það er eins og gengur.
Ellin færist yfir mig
— ekkert get ég lengur.
Oddhenda:
Kveð ég óðum lífs míns ljóð,
logi’ að glóðum hnígur.
Hringatróðan hlýrarjóð
hjartablóð mitt sýgur.
Stafhenda, alfrumhend :
Út af trega, elskan mín,
aldrei stúta brennivín,
en þegar ég til þreytu finn,
þá er kútur sóttur inn.
88 MUNINN