Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.05.1959, Qupperneq 8

Muninn - 01.05.1959, Qupperneq 8
ir verið vinveittir Útgarði, þótt við hefðum ek,ki ástæður til að dveljast þar í vetur? Mér er ekki kunnugt um, að Björn Frið- finnsson elti mig svo, að hann viti nákvæm- lega hvenær og hvar ég er í fimm km fjar- lægð frá einhverjum ákveðnum stað. Sé svo, þá er hann eitthvað meira en óvenjulegur og felu-hulan hans algjörlega ósýnileg. Björn gefst upp við að ræða um alda- mótamennina og stjórnmálamennina, en þar sem hann reynir að svara grein minni, mótast orð hans af undanhaldi og ámælis- verðri meðferð á sannleikanum. Þegar kemur að áskorun minni, um að liann finni orðum sínum stað, gengur hann jafnvel svo langt að afflytja sín eigin orð og segir að „vonzka vélanna, viðurstvggð borg- anna og gjörspiliing nútímans sé innihald allra minna skrifa“. Ætli Björn búi yfir ímyndaðri skyggnigáfu eða sjái eitthvað annað og meira en allt venjulegt og óvenju- legt fólk? Björn dirfist að neita því, að skrifað standi í grein hans, að ég hafi fengið „sér- stakan dálk í Munin til að koma skoðunum mínum á framfæri.“ Hér geta allir séð, hver fer með rétt mál. Ég hef ekki séð neitt um „hvalreka" í þeirri grein, og vissulega hefði Björn mátt lesa þann kafla oftar en tvisvar. Þegar Björn minnist á Húla-hoppið, gríp- ur hann til þess ráðs að hefja Iðunni fot- mann upp í fleirtölu eða annað veldi, ef það mætti verða til að bæta hans eigin „glufu“. Hafi Björn einhverri ábyrgð að lýsa á hendur mér, ætti hann að vera mað- ur til þess að gera það. Þó kastar fyrst tólf- unum (ekki tólftunum eins og segir í „Sið- væðingarherdeildinni“), þegar Björn af- neitar sinni heimaborg og þröngvar sér upp á Norðlendinga. Sjálfur getur hann átt sínar ,,stökkbreyt,- ingar“ og byltingar og sannað þær á „sjálf- um sér“ eða „Javamanninum", ef honum sýnist svo, ég mun reyna að halda mig við jjróunina og forna og nýja menningu. Ég get tekið undir það, að ég er mótfallinn því að skipta jrjóðinni í Reykvíkinga og utan- bæjarmenn, en það eru okkur æðri menn, sem það hafa gert og eru að gera. Það er alrangt, að ég hafi í grein minni tekið að mér að „skera úr því, hvað sé hin íétta trú“. En ég þori óhikað að halda því fram, að þeir, sem bera vopn á menn fylgja ekki kenningum kristninnar. Annars munu flestir menn (einnig Björn) álíta, að jjeirra trú sé hin rétta, hvort sem þeir trúa á Guð eða „sjálfan sig“. Ég saka Björn um andúð í garð íslenzkra sveita og sveitamenningar vegna þess, að grein hans var skrifuð til að mótmæla því, að andi þeirrar menningar (rímurnar með- taldar) mætti ríkja í Útgarði. „Sjálfur“ hef- ur hann viðurkennt, að sá hafi átt að vera tilgangur greinarinnar. Ég tel mig ekki neinn „persónugerving íslenzkrar sveitaæsku“, en þegar að mér er kastað og mér borið jaað á brýn, að ég sé „nokkrum öldum á eftir samtíðarfólki mínu, hvað menningarlegan þroska áhrær- ir“ (orð B. F.) fyrir það að gerast málsvari Jreirrar menningar, sem hefur fóstrað þjóð vora og flutt hana fram á leið allt fram á þennan dag, þá hlýt ég að andmæla — annað væri heigulsháttur. Það væri heiðarlegra og mannlegra af Birni að játa sín eigin orð, heldur en að halda jrví fram, að hann sé ekki læs á þau. Það vita allir, sem til þekkja, að Björn er þó það þroskaður og úr grasi vaxinn, að hann getur lesið rétt sína eigin skrift, að minnsta kosti, þegar hann „les tvisvar“. Annars þarf íslenzk sveitaæska ekki að óttast „köpuryrði kögursveina“ eða káf upp- stertra stráka. Frjálshuga og sterk mun hún varðveita menningararf feðra sinna og mæðra og vinna þeirri hugsjón að leggja frelsið í hendur niðja sinna. Ég þakka Birni Friðfinnssyni fyrir það að vekja athygli lesenda á mér, varðandi framtíðina. Sjálfsagt ætlast hann til, að ég geri honum svipaðan greiða og reyni að vekja athygli á honum. En það vitum við 84 M U N 1 X N

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.