Muninn - 01.05.1959, Side 5
og án nokkurrar ímyndaðrar „gentle-
mennsku" báru þeir hugsjónir sínar og
merki £ram til sigurs.
Skólameistari hefur lýst því yfir á Sal, að
íslenzkir sveitamenn hafi alltaf verið og séu
enn kjarni skólans. Það er trú mín, að svo
muni verða í framtíðinni.
Það er ábyggilegt, að þó að einhverjir
fálmandi og gljápússaðir víkurdrengir eða
litlir strákar í stórum buxum reyni að kasta
steinum í „utanbæjaræskuna" og kalli hana
„ellimóða unglinga og afturhaldsdurga með
nesjamennsku og afdalahátt“, þá mun hún
alltaf verða. Reykjavíkuræskunni drýgri að
dygðum og mun hér eftir sem hingað til
eiga meiri og farsælli þátt í að hjálpa þjóð
sinni lengra fram á leið.
27. apríl 1959.
Jón Einarsson.
Efnislegar leiðbeiningar við lestur greinar
Jóns Einarssonar.
Það er upphaf þessa máls, að í blaðinu
Gambra, sem út kom í vetur, birtist grein
undir nafninu „Siðvæðingarherdeildin".
Var efni hennar gagnrýni á sjónarmið hátt-
virts 6. bekkings, Jóns Einarssonar, ásamt
ýmsum glósum í hans garð. Jón hefur nú
svarað í sömu mynt af sinni alkunnu rögg-
semi og skörungsskap og virðist ekki hallast
á, hvað innihaldi greinanna af glósum og
hártogunum viðvíkur.
Ritnefnd Munins hefur nú gefið undir-
rituðum, sem er höfundur greinarinnar i
Gambra, tækifæri til að svara þessari grein
Jóns, en benda má á, að ég og vinur minn
Jón gætum haldið áfram að hnakkrífast og
hártoga orð hvers annars, meðan aldur end-
ist. Veldur þar um skoðanamunur okkar á
flestum málum.
Til þess að lesendur Munins skilji betur
þessa ritdeilu, vil ég benda þeim á að lesa
téða grein í Gambra og bera hana síðan
saman við greinarnar í þessu blaði. Hlið-
stæður þessa karps okkar sjást líka í mál-
gögnum stjórnmálaflokkanna, sem túlka
fyrst staðreyndirnar á mismunandi hátt og
rífast síðan mánuðum saman án þess að
komast að nokkurri niðurstöðu.
Þá er komið að grein J. E.
Enda þótt greinarhöfundi (þ. e. J. E.)
hafi frá upphafi verið kunnugt um, hver
höfundur Gambraspjallsins sé, enda tjáð
það af sjálfum ábyrgðarmanni Gambra, þá
fjallar meginhluti langlokunnar um dul-
nefnismistökin, en þau munu skýrð á öðr-
um stað hér í blaðinu af ritnefnd og ábyrgð-
armanni Gambra. Þetta er Jóni vel kunn-
ugt um, en samt slær hann hvert vindhögg-
ið af fætur öðru og notar þetta atriði til að
byggja upp meginhluta greinar sinnar, og
eins og lesendur geta komizt að raun um
við lestur hennar, þá er Jón fullur gremju
út í undirritaðan, enda þótt hann þori
aldrei að nefna mig á nafn.
Hann hefur varnaraðgerðir sínar með því
að saka mig „um andúð í garð íslenzkra
sveita og sveitamenningar". í tilefni þessa
hef ég nú tvisvar sinnum lesið yfir grein
mína (auk þess skrifaði ég greinina í upp-
hafi) og hvergi fundið sneitt einu einasta
orði að íslenzkri sveitamenningu eða ís-
lenzkum sveitum. Meira að segja minnist
ég á hvorugt. Út frá þessari ímynduðu and-
úð minni þykist Jón svo finna út, hver
greinarhöfundur sé. Hvað þessi vitleysa á að
þýða, veit ég ekki, en kannski átt hafi að
sýna lesendum Munins fram á dæmafátt
hugvit Jóns.
Næst reynir hann að telja lesendum sín-
um trú um, að greinin í Gambra sé tómur
persónulegur skætingur. Þessu vísa ég beina
leið til föðurhúsanna. Eins og sérhver læs
maður getur séð, þá er Jón að vísu gagn-
rýndur fyrir að vera nokkrum öldum á eftir
samtíðarfólki sínu, hvað menningarlegan
Jrroska áhrærir, en meginefni greinarinnar
er samt málefnaleg gagnrýni á orð Jóns
sjálfs og að mestu vitnað í Munin. Einnig
MUNINN 81