Muninn

Árgangur

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 2

Muninn - 15.11.1971, Blaðsíða 2
Af skólafundi / MA. STÓRKOSTLEGIJR SIGLR! Tillaga starfshóps no. 5 samfaykkt h.ub. einróma — Hroðalegur ósigur yfirstjórnar skólafélagsins og ihalds- aflanna. - Framkv. I. des. i höndum 10 manna nefndar. Fyrir fundinum lá tillaga um breytingar og framkvæmd 1. des. Tildrögin að þessari til- Iögu voru þau, að á opnum bókmenntadeildarfundi nú fyr ir skömmu bárust 1. des. há- tíðarhöldin hér í skóla óvænt á góma, og upp úr þessum um ræðum varð svo þessi marg- umtalaði starfshópur nr. 5 til. Tók nú starfshópurinn málin í sínar hendur og er sú tillaga, sem kom fram á fundinum, árangur starfshópsins. í upphafi fundar flutti Gu3 mundur Frímannsson tillögu fyrir hönd starfshóps nr. 5 þess efnis, að „yfirumsjón 1. des. verði í höndum 10 manna nefndar, sem skipuð verði: Gjaldkera skólafélagsins, ein- um fulltrúa tilnefndum af hverjum eftirtalinna aðila: und irdeildum Hugins, stjórn Óð- ins, ritnefnd Munins og stjórn leikfélagsins.11 Nefnd þessi mundi þannig samanstanda af fulltrúum frá öllum áhugasviðum nemenda. Þannig að þessi nefnd mundi hafa víðari sjóndeildarhring en yfirstjórn, sem aðeins er skip- uð 3 mönnum. Nefnd þessi mundi koma af stað opnum umræðum um framkvæmd og form 1. des. Eins og sjá má, fela'st í tillögu þessari róttæk- ar breytingar á yfirstjórn og formi hátíðarinnar. Ástæðan fyrir þessari tillögu er sá andi, sem svifið hefur yfir vötnum síðastliðin ár. Hefur hátíðin verið mjög svo daufgerð sök- um aldagamals forms og hef- ur hún lítið skilið eftir nema þokukenndar endurminningar í innstu skúmaskotum hugans. Nemendur hafa tekið þátt í fábreyttum söng og hlustað á mismunandi góðar ræður, ein- göngu af vana, meðan setið er undir borðum. Yfir ðllum hátíðahöldunum hvílir stirðnaður blær, líkt og í kennsiustund, þar sem nem- endur taka við og belgja sig út af staðreyndum, nema nú úttroðast menn af bakkelsi og öðru því, sem á borð er borið. Þessu formi hátíðahaldanna viljum við, sem að þessa til- lögu flytjum, breyta. Afnema þann neyzluanda, Sem ríkt hef ur, en koma með eitthvað, sem nánar er tengt tilefni dagsins. Undanfarin ár hefur hátíðin hvílt á tveim mönnum, hinir hafa hlustað. Nú viljum við ekki trúa því, að það séu að- eins 2 nemendur, sem áhuga hafa á að leggja eitthvað til málánna þetta kvöld.“ Eins og sjá má, felur tillag- an í sér róttækar breytingar á yfirstjórn 1. des. og algjört end urmat á formi hátíðannnar. Að menn hafi samvinnu um að framkvæma verkefnið, en eklci að mönnum sé skipað svo fyrir og svo framkvæmi þeir bara eins og hverjir aðrir þjón- ar. Þess vegna eiga nemendur að fá tækifæri til að hafa á- hrif alveg frá toppi og niður í neðsta hluta pýramídans. — Sem sagt fletja hann út. Af- nema pýramídaformið og gera alla jafn réttháa. Um tillöguna urðu nokkuð fjörugar umræður, sem mót- uðust meir af pólitískri hræðslu nokkurra manna en raunsæi og virkilegum skiln- ingi á gildi þessa dags sem sönnum vakningardegi. Sigurgeir formaður sagði meðal annars: „Tillagan er þess eðlis, að það kemur vart til greina að samþykkja hana. Forsendan fyrir því er, að skólahátíð er hátíð, sem slcól- inn felur stjórn skólafélagsins að halda hverju sinni. Þannig sér Huginn um hátíðina i um- boði skólans.“ Sem sagt, það er skólameistari, sem felur Hugni að sjá um hátíðina. Hver er hin eiginlega mein- ing Sigurgeirs formanns með þessum orðum? Ég trúi því elcki, að hann hafni þeirri staðreynd, að nem endurnir eru skólinn, og eng- inn skóli er til án nemer.da, og skólinn er til nemendanna vegna. Það virðist vera svo, að Sigurgeir formaður og hans fylgifiskar liti svo á, að það séu ekki nemendurnir, sem eru skólinn, heldur sé það Steindór, þar sem það er hann, sem felur yfirstjórninni að halda hátíðina. Seinna í mál- flutningi sínum reyndi hann að bera sig undan þessu með ennþá furðulegri rökuni; að þótt við séum að vísu skólinn, þá verðum við að beygja okk- ur undir þá staðreynd, að svona standa málin í dag. En hvernig standa málin í dag? Áð vístx höfutn vI3 íeaglð. hlutdeild í skólaráðL En er það nokkur Svínnlngur? Þvf er til að svara, að I raun og veru höfunr við aðeins emn fulftrúa í skólaráði, því falfí atkvæði jöfn, ræður atkvæði meistara. Og það vila sennt- Iega allir hver kom því ákvæði inn í reglugerðina! Mér virðist að grunntónn í öllum málflutningi þeirra manna, sem andmæltu tillög- unni, vera hræðsla við vondu mennina, það er að segja þessa Ijótu komma. Megintilgangur tillögunnar væri í raun og veru pólitískur undirróður, sem hefði það markmið að grafa undan ítökum þeirra hér í skól anum. Hvers vegna kemur þessi tðnn fram? Jú, það er vegna þess að þeir viðurkenna með þessari framkomu, að þeir eru raunverulega að missa undir- tökin hér sem og annars stað: ar. Þetta eru fálmkenndar til- raunir til að halda í ekld neitt og þar af leiðandi fyrirfram dæmdar til að mistakast. Það kom einnig fram, að við vær- um að taka Háskólann til fyr- irmyndar. ! þessu felst nokkur sannleikur, en hitt er svo ann- að mál, hvort við hefðum ekki mátt vera fyrri til, þar sem þetta andlausi form hátíðar- innar er nánast steinrunnið, svo ekki sé me;ra sagt. Upp- haflegi tilgangur 1. des. fer þannig fyi;ir ofan garð og neð- an, ég efast um að allir viii hvað gerðist þennan merkilega dag, og því er ekki úr vegi að varpa fram þessari spurningu: Hvað gerðist eiginlega 1. des. 1918? Gera menn sér al- mennt grein fyrir því, ef svo er ekki, þá náðist sá merki áfangi í sjálfstæðisbaráttunni, að sambandslögin voru sam- þykkt, sem leiddi síðar til fulls sjálfstæðis 1918. Mín slcoðun þar af leiðandi er sú, að tilefni til hátíðarinn- ar se fyrsí og fremst að náana oklcur S að standa vörð um sjálfstæði lands vors, og það hljóta allir að sjá, að við stönd um ekki vörð um sjálfstæðið með því að útbelgja okkur af alls konar sætindum, eða eins og einn góður maður sagði, hátíðin er metin eftir því hvað nemendur fá gott að borða. Þegar sýnt var, að tillagan næði fra mða ganga, hófst sá mesti darraðardans, sem um getur meðal þessarra manna, fjöldinn allur af breytingartil- lögum streymdi inn, en allar þessar tilraunir til að lcoma í veg fyrir að tillagan í sinni upphaflegu mynd næði fram að ganga, misheppnuðust al- gjörlega. Þar með er ég ekki að segja, að við værum á nokk urn hátt hræddir við að Iáta kjósa um hana í skólanum, því að hún hefði örugglega verið samþykkt þar, eins og allir hljóta að vera sammála um, ef við lítum á hvernig at- kvæði féllu við atkvæðagreiðsl una. Með voru u. þ. b. 150, en á móti einungis kringum 10. Að skólafundur skyldi kolfella allar breytingartillögunar, seg- ir sína sögu. Að lokum vil ég segja þetta: Það er hægara að koma í veg fyrir hin lamandi áhrif van- ans en að brjóta rótgrónar venjur á bak aftur. Menn mega ekki bíða þess, að vaninn lami framtak þeirra. Jafnvel venjur, sem eru góðar yfirleitt, hafa sínar skuggahliðar, ef þeim er ekki samfara sífelld nýsköpun, sífelld viðleitni til rýmkunar og breytingar. Og það er í þessum anda, sem við eigum að starfa sva að 1. des. megi takast á þann hátt að hann verði skólanum til sóma og kveiki þann neista, sem verði til að efia iand vort og þjóð. Lifi byltingin! Árni Steinsson. 6T 5. þing LIIVI Framhald af bls. 1. „gaumur gefinn og tillit tekið til þeirra.“ Þar með hefur verið gefin viðurkenning fyrir því að sam- þykktir og ályktanir verði lesnar, að minnsta kosti, en ekki stungið undir stól. En það hefur helzt verið haldið fram að passívistum í okkar hópi, að það sé algjörlega tilgangslaust að krefjast einhvers, því því verði enginn gaumur gefinn. Þessi ummæli menntamálaráðherra ættu að duga til að þagga niður þessar raddir. Ræða menntamálaráðherra verð ur því að teljast bein hvatning til skólafólks uin aukinn áhuga á eigin málefnum. Reyndar verður að teljast furðuleg sú deyfð, sem virðist rílcja meðal nemenda varðandi hagsmunabaráttu þeirra sjálfra. Þeir sætta sig við núverandi kerfi — sennilega af ótta við að lenda í andstöðu við það. En rétt er að geta þess, að þrátt fyrir nokkra sérstöðu í þjóð- félaginu, rwega nemendur elcki einangra sig. Við verðum, sem allra fyrst, að skilgreina stöðu okkar innan þjóðfélagskerfisins og jafnframt gera okkur grein fyrir því, að fleira getur fallið undir hags- munabaráttu olclcar en til dæmis hversu marga full- trúa við eigum í skólaráði o. s. frv. Það hlýtur einnig að vera hluti hagsmunamála okkar hver afstaða fólks er til að lifa í landinu. Og um slík málefni finnst mér að við ættum hildaust að leggja krafta okkar saman við þau öfl önnur, sem vinna að sama málefni. Þar á ég t .d. við samstöðu við verlcalýðsstéttina varðandi launakröfur og. því um 2 LITLI MUNINN Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, flyt- ur ræðu við setningu LlM-þingsins. líkt. Við verðum sem sagt að gera okkur ljóst, að hagsmunabaráttan er stór pólitísk og við megum ekki kljúfa okkur frá þeim hópum, sem stefna að sömu eða svipuðum markmiðum og við. Ræðukorn flutti rektor MT. Hann kvartaði rnikið undan húsnæðisslcorti, eins og lög gera ráð fyrir, eða getur rektor á Reykjavíkursvæðinu verið þekkt- ur fyrir að tala við mann án þess að minnast lítil- lega á skortinn? Þar kom að í ræðu rektors, að hann áréttaði að nokkru orð menntamálaráðherra. Orðrétt sagði hann: „Ég held að það kunni góðri lukku að stýra að nemendur menntaskólanna í æ ríkara mæli láti málefni skólanna ti! sín taka.“ A8 vísu eru þessi ummæli ekki nándar nærri eins skorinorð og menntamálaráðherra. En í þeim felst viss viðurkenning á því að nemendur gætu haft einhverjar skoðanir á málefnum skólanna og jafn- fram að möguleiki væri á að taka tiiiit til þeirra. Síðan komu all íhugunarverð orð um aðild nem- enda að skólastjórn: „ . . . hiutdeild vkkar á þessu sviði (þ. e. skólastjórn) gæti orðið til þess að bæta andann í skóiunum, bæta umgengnisvenjur og allt samstarf nemenda." Þessi síðustu orð gefa til kvnna að helzt sé hægt að nota fulltrúa nemenda í skólastjórn til þess að vera nokkurs konar hlaupatikur. Þ. e. bera aðeins skítugasta hluta ábvrgðarinnar í skólastjórn, svo sem eins og vandlætingar og leiðinda tilkynningar, en ekki hleypa þeim of nálægt ákvarðanatekt, sem varðað getur heill allra nemenda. Sé þessi skilning- ur minn réttur, þá verð ég að yfirlýsa, að þetta er alveg stórhættuleg túlkun á reglugerðinni. En ann- an skilning er einnig hægt að leggja í þessi orð. Þ .e. að þar sem hlutdeild nemenda að skólastjórn bætir andann í skólanum, væri þá ekki bezt til þess að gera andann perfekt að láta nemendur hafa öll völd. Ég þykist hafa sýnt fram á, að i sumum tilfell- um er hægt að leggja tvennan skilning í orð for- ráðamanna. Það er oft að þeir haga orðum sínum þannig að þau hljóma fallega án þess að þeir þurfi að komast í mótsögn við sjálfa sig þegar til fram- kvæmda kemur. Á þessu verðum við nemendur að vara okkur og meta hverju sinni hvern skilning ber að leggja í orð slíkra manna. ». M.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.