Muninn

Árgangur

Muninn - 14.12.1989, Blaðsíða 35

Muninn - 14.12.1989, Blaðsíða 35
mlnnisstætt, hefði ég ekki einmitt rétt eftir að þetta gerðist fenglð raflost af biluðu brauðristinni minni og dáið. Já, taugamar mínar hreinlega brunnu yflr. Þetta var í fyrsta skiptið og hið eina sem ég uppliíði dauðann og mér fannst það ekkert sérstakt. Ég bara stóð upp og sá strax að raflostið hafði drepið mig því hræið af mér á gólflnu var svo skelfing illa farið. Annars fékk ég ekki tækifæri til að athuga það vandlega, förin til himna hófst að bragði. Og þvílíkt eilífðarferðalag, ég hélt ég yrði aldrei kominn á leiðarenda. Fyrst lyft- ist ég af gólflnu og upp úr húsinu, smám saman sveif ég hærra og hærra þangað til landið var orðið eins og pönnukaka! Þvílíkar ranghugmyndir sem við höfum gert okkur af heim- inum, ég gat séð með eigin augum hvemig sjórinn fossaði fram af enda- mörkum jarðar. Þegar ég var kominn upp fyrir hæstu ský sá ég tröll eitt mikið þrammandi áfram með mikla byrði í eftirdragi, þessi byrði var sólin. Það var þá ekkert skrítið þó ég hefði aldrei skilið þá villuráfandi sauði sem trúa á eðlisfræði. Smátt og smátt varð himinninn hvítari og hvítari þangað til allt var hvítt. Ég hef ömgglega verið á uppleið -nokkuð sem mér tókst aldrei á jörðu niðri þrátt fyrir mikla fyrirhöfn - svo klukkustundum skipti. Loks sá ég höll almættisins framundan, ég hætti að rísa og staðnæmdist við lítið hlið. Á hliðinu var eftirfarandi áletrun: "Til hamingju, þér haflð nú lokið upp- risunni, setjið 50 kr. í rauflna til að opna hliðið. Mér varð svo mikið um að ég hefði fengið kransæðastíflu, hefði ég haft einhveijar kransæðar, en þær urðu eftir í hræinu á jörðu niðri eins og önnur líffæri mín, blessuð sé minning þeirra. Ég seildist ofan í buxnavasann, tók upp framliðinn flmmtíukrónupening og stakk honum í rauflna á hliðinu. Það opnaðist hægt með háu ískri. Fram- undan lá hroðvirknislega lagður hellu- stígur í hlykkjum á milli óhirtra runna og kræklulegs tijágróðurs. Grasstrá og smáblóm þröngvuðu sér upp á milli heflanna. Upp á fjarlægri, grasi vax- inni hæð, stóð hölfln, umvafln klifur- plöntum og mosa. Ég gekk af stað til hallarinnar eftir stígnum, einhvem veginn var eins og annað kæmi ekkl til greina en að halda rakleiðis á fund almættisins. Því meir sem ég nálgaðist höll guðs almáttugs sá ég betur í hvflíkri niður- níðslu hún var. Það fannst mér skrítið. Einhvem veginn hafði ég alltaf staðið í þeirri trú að himnafaðirinn gæti skapað halflr og hvaðeina á svips- tundu, honum ætti vart að verða skotaskuld úr að viðhalda sköpunar- verkunum. Og honum ætti vart að verða skotaskuld úr að koma upp samgöngukerfl, það er voðalegt að leggja það á dauða menn að ganga himnarfld. á enda. Rétt í þann mimd gerði ég mér grein fyrir að ég var einn á ferð. Ég nam staðar og leit við, en engan var að sjá. Fram undan var ekkert nema þögul hölfln, rústimar af þögulfl höllinni, því ég var kominn svo nærri að það fór ekki lengur á mllH mála að hún hefur munað sinn fifll mikið fegurri. Loks stóð ég fyrir framan miklar hallardymar. Ég fletti sundur klifur- plöntunum í leit að dyrabjöllu, það hvarflaði ekkl að mér að efast um tilvist dyrabjalla í himnaríki. Ég varð þó að gefast upp, þama var ekki einu sinni dyrahamar, svo ég gaf hurðinni eilítið spark. Mér hefði nú bmgðið ef ég hefði sparkað í gegnum hurðina, en þegar ég sá bróðurpart framhflðarinnar láta undan þessu sparki mínu var mér ekki um sel. Mér tfl nokkurrar undrunar kom gamall maður öskrandi og æpandi út úr rykmekkinum sem fyllti gatið á framhliðinni. Föt hans vom þakin ryki og gráhvítt hár hans stóð allt út í loftið, ég bað hann af- sökunar. -Afsakið, þetta var alveg óvart, sagði ggt -Óvart? ÓVART?! Hvemigdatt- þéríhugaðsparkagatáhúsiðdómadags- illmenniræfillónytjungurafglapifúl- menniogdýraníðingur. Hann þagnaði augnablik eins og til að gefa mér möguleika á að koma með skynsamleg mótrök, en hélt svo áfram. -Hvað vfltu annars? Spurði hann snubbótt. Ja, ég er nú alveg nýdauður, ég ætlaði að flnna hann Guð og Lykla- Pétur, er ekki yflrleitt lesið úr bókinni miklu og dæmt eftir Guðs lögum? Annars er ég illa að mér í þessum bibflusögum. MUNINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.