Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1923, Side 2

Heimilisblaðið - 01.08.1923, Side 2
HEÍMILISBLAÐIÐ 98 einnig svo verða fyr eða síðar. Eg er sann- færður um, að þetta er vilji Guðs, að líf hvers og eins sé og verði skemtilegt, en ekki leiðinlegt. Því að hann hefir gefið okkur, hverjum einum, vit til að sjá þetta, tilfinning til að þrá það, vilja til að koma þvi i framkvæmd og mátt og möguleika ti) að gera tilveru bæði sjálfra vor og annara skemtilega. Og til þess hefir hann loks gefið okkur sjálfan Krist og alla góða spámenn og spekinga, kenningu þeirra og tilsögn, og alla þeirra andlegu hjálp, að líf okkar geti orðið skemtilegt bæði fyr og siðar. En til þess að alt þetta nái tilgangi sínum, þá er það sýnilegt að allra mestu varðar um einstaklingsskemtunina, eða það, að hver einstaklingur hafi skemtun en ekki leiðindi af helzt öllu því, sem hann daglega lifir við og vinnur að, samkvæmt þörfum og kröfum mannlegs lífs og líísstöðu, þvi að sé þetta ekki svo, heldur þvert á rnóti, þá hlýtur, fyr eða síðar, öll skemtun að fara út um þúfur og verða að óskemtun, ekki aðeins fyrir einstaklinginn sjálfan, sem læt- ur sér leiðast lífsnauðsynleg skyldu- og þarfastörf daglegs lífs, heldur og fyrir marga ileiri, alla, sem hann lifir með og hefir áhrif á með leiðindum sínum. Og hver veit, hve mikil og víðtæk áhrifin geta orðið og verða oft af þvi, hvernig eitt, jafnvel lítið viðvik, en þó nauðsynlegt og skylt, er af hendi leyst eða ógert látið. Margur hefir spilað úr hendi sér lífsgæfu og gleði og jafnvel lífs- láni sínu öllu, búið sjálfum sér óskemtilega æfi fyrir það að hann lét sér leiðast eða lægingu þykja að fást við einstaklings iðju, sem líf hans og staða krafðist, til heilla og heiðurs honum sjálfum eða öðrum. Og mörgum öðrum bjó líka slíkur leiðinda- maður mikið vanlán og marga óskemtun. Þeir eru alt of margir einstaklingarnir, sem fara á mis við þessa hollu og lífsnauðsyn- legu skemtun daglegrar vinnu, heill og sóma hennar, og það er sorglegt og í mesta máta óskemtilegt, að sjá og vita, og líka súpa af því, hve mörgum leiðist sú skemt- un, sem þó er undirstaða og skilyrði allrar annarar góðrar og sannskemtilegrar skemt- unar. Það er hvorttveggja, að það er aumk- unarvert að horfa á eða hugsa um leiðin- legan og leiðindafullan iðjuleysingja, enda er líf hans sjálfs aumt og líðan hans bág; hann er fýldur á svip og oft ónotale^ur og argur í máli og reglulega óskemtilegur í umgengni og viðkynningú, og þetta er von, því að lífið er honum leitt og þungt og hann vantar skemtun. Samvizkan getur heldur varla verið ýkja góð og skemtileg við slíkan náunga, því að hún vill líka og þarf að hafa skemtun. En hennar bezta skemtun er sú, að sjá, finna og viðurkenna, að förunautur hennar sé uppbyggilegur, eftir viti og mætti, sjálfum sér og öðrum, og gegni vel skyldum sínum og geri sér og öðrum stundirnar skemtilegar, allra helzl þó á sínu eigin heimili, því að þar að á lengst og bezt að hlúa og búa, og þar er og verður helzti griðastaðurinn í heimi þessum, þegar út af ber og ekki er unt að skemta sér annarsstaðar. En sárgrætilegast og óheillavænt er það þó, þegar ungar og efnilegar manneskjur geta ekki notið gleði og skemtunar allrar heiðarlegrar, nauðsyn- legrar daglegrar vinnu og hamingjunnar, sem i henni felst og henni fylgir bæði heima og heiman, því að fyrir þeim liggur þá því lengri óskemtileg æfi, sem þær eiga lengra eftir ólifað hér í heimi — hvað sem svo tekur við. Líklegt er það þó, að eitthvað eigi og verði einnig þar að starfa — hinu- meginn. Við allri þessari óblessun og illu líðan á og þarf alveg nauðsynlega að fá bjargráð og bót, svo að því liði ekki svona illa, en að það megi eiga skemtilega sem flesta dagana og helzt alla æfina, eins og hinir. En bjargráð í þessu efni get eg ekki í svipinn hugsað mér önnur eða betri en þau, að hver einn réyni að uppala sjálfan sig og aðra eins og vit og samvizka bezt segir til. Foreldrar og aðrir uppalendur barna þurfa með orðum og eftirdæmi að innræta hörnunum sem mesta elsku og virðingu fyrir allri heiðarlegri, nauðsynlegri

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.