Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 8
104 HEIMIL ISBLAÐIÐ Ársrit Fræðafélagsins hefir af mörgum verið talið bezta islenzka tímaritið, enda hafa jafnan ýmsir af fremstu rithöfundum þjóðarinnar lagt til þess. Með- an próf. Þorvaldur Thoroddsen lifði hófst það ávalt með ritgerð eftir hann, og nú þegar það kemur i fyrsta sinni út að hon- um látnum (7. árg.) byrjar það á. langri og ítarlegri æfisögu hans eftir magister Boga Th. Melsteð. Er æfisagan harla fróðleg og rituð af einurð og skörungsskap. Næst er grein um hjúahald, eftir Hákon Finnsson, full at skynsamlegum athugunum og góð- um tillögum. Þá er alllöng grein eftir Valdemar Erlendsson, lækni i Friðrikshöfn, um þann hinn ógurlega sjúkdóm er sýfilis nefnist, eða sárasótt, og nú er talinn að vera orðinn landlægur á íslandi. Er þar um svo afar alvarlegt mál að ræða, að þess væri óskandi, að ritgerðin yrði lesin á hverju einasta íslenzku heimili, eins og líka bækl- ingur Guðm. próf. Hannessonar um sama efni, er landsstjórnin gaf út fyrir tveim ár- um. í ritgerð Valdemars eru margar myndir til skýringar og lærdómsauka. Fræðafélagið lét sérprenta stórt upplag af henni og gaf það sjómannafélögunum með því skilyrði. að ágóðanum af sölunni verði varið til þess að koma á fót islenzku sjómannaheimili er- lendis, þar sem þess telst brýnust þörf. Hefir það því unnið að tveim góðum mál- efnum i senn með þessari gjöf sinui. Enn- fremur er í Ársritinu fróðleg ritgerð um Georg Brandes, etlir sama höfund, og fjöldamargar smágreinar, einkum um er- lendar bókmentir. Síðastur er þar itarlegur ritdómur eftir ungan málfræðing, Jón Helga- son, um íslenzku þýðinguna á Fást, það sem út er komið af henni. Hefir sá rit- dómur þegar vakið mjög mikla athygli innan lands og utan. Ársritið er afar ódýrt, eins og það hefir ávalt verið, 12 arka bók með vönduðum frágangi og kostar 6 krónur. X. [Pessi grein barst Heimilisblaöinu nýlega. Það raun hafa minst á 7. árg. Ársritsins áöur, en áleit rétt aö birta þessa grein fyrir paö]. Barnabók, »Sagan af Fransiskusi og Pétri« heitir barnabók, sem Bókav. Emaus gaf út sið- astl. haust. Hún var prentuð í gömlu »Ný- ársgjöfinni« undir nafninu: »Grisir gjalda, en gömul svín valda«. Margl eldra fólk mun kannast við þessa sögu og gela mælt með henni. Hún er þörf hugleiðing unglingum nú sem fyr. Hún sýnir með skýrum drátt- um hinar farssællegu afleiðingar ráðvendni í viðskiftum og líka hinar illu afleiðingar óráðvendninnar. Nú er kvartað um sjúkt viðskiftalíf. Væri þá ekki gott að vér létum börn vor lesa slika bók sem þessa. Eg vil ráða foreldrum til að kaupa hana handa börnum sínum til að lesa. Hún fæst hjá ýmsum útsölumönnum Heimilisblaðsins og í Bókaverzlunum i Reykjavik. n. Kvittanir. Júlímánuður 1923. A. G. Gröf ’23 kr. 5; séra J. Á. Bíldudal ’22—''23 kr. 10; M. S. Melum ’23 kr. 36; S. A. Kollabúðum ’23 kr. 5; J. J. E.-Langholti ’23 kr. 5; P. P. Bjarnast. '23 kr. 50; A. T. Vallarlúni ’22 kr. 5; J. O. Seyðisfirði ’23 kr. 86; M. Á. Eskifirði ’22 krÍ5; J. K. Kjarlaksst. ’22—’23 kr. 10; J. G. Hlíð ’23 kr. 10; P. E. Ey ’23 kr. 5; Kr. Kr. Fáskrúðsfirði ’23 kr. 75; J. Kr. Víði- völlum ’23 kr. 5; E. Kr. N-Hjarðardal ’23 kr. 5; P. G. P. Sauðárkróki ’23 kr. 5; V. S. Fuglavík ’23 kr. 5; J. Ó. Vík ’23 kr. 61; G. P. Nesi ’23 kr. 40; S. S. Hólmavík ’23 kr. 5; Ó. G. Akureyri ’23 kr. 96; G. S. Vestm.e. ’23 kr. 5; St. P. Skáleyjum ’23 kr. 10; M. J. Hamraendum ’23 kr. 5; M. A. Gerfidal ’23 kr. 5; H. L. Krossi ’23 kr. 10; Kr. Kr. Blönduósi ’23 kr. 20; S. S. Geldingaholli '23 kr. 5. Kaupendur blaðsins austanfjalls, sem und- anfarin ár hafa borgað blaðið til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, eru beðnir að borga það hér eftir beint til afgreiðslunn- ar í Bergstaðastrœli 27. SS* Gjalddagd blaðsius er kominui Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.