Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.08.1923, Qupperneq 5
HEIMILISBLAÐIÐ 101 -9 VERKSMIÐJUSTÚLKAN EFTIR CHARLES GARVICE. BJARNI JÓNSSON PÝDDl. (Framh.) XV. Brian gekk nú alla leið heim til Ferry- strætis; það er langur vegur, svo að hann h3fði nógan tímann til að velta fyrir sér, hve ógæfusamur hann væri. Orðtækið forna, a^ enginn veit, hvað átt hefir fyr en mist hefir, átti vel við hann; hann hafði í raun- ]nni alls eigi rent grun i, hve heitt hann unni Myrtle, fyr en hún hafnaði bónorði hans. hn þótt honum fyndist hann hafa orðið 'yrir hinum mestu vonbrigðum, þar sem hun lagði enga ást móti ástum hans, þá sá hann glögt, að hún var alt annað en eig- lngjörn. Margar ungar stúlkur á hennar reki uiundu hafa tekið boði hans, hvort sem þær nú elskuðu hann eða ekki, því að margar ungar stúlkur lita svo á, að mað- urinn eigi að vinna fyrir konu sinni og tétta bj'rðinni af herðum hennar, svo þær þurfi aldrei að þræla framar. En nú vildi Myrtle heldur berjast áfram af sjálfsdáðum en giftast manni, sem hún elskaði ekki. hyrir þetta virti hann hana meira og ^nst hún nú eftirsóknarverðari en nokkru s*nni áður. En hvað hún gæti orðið fram- urskarandi kona! En hvað hún var tiguleg °g fríð og heiðarleg og sönn! En á heim- eiðinni kvaldist hann af þeirri hugsun, að nun mundi vera honum töDuð fyrir fult °g alt. Hann velti nú fyrir sér, hvað af henni jnundi verða. Þó að hún nú hefði hafnað ®num, þá fanst honum hann hafa rétt til að vaka yfir henni og vera vinur hennar e|tir sem áður. En hún hafði augsjáanlega °beit á honum og var ef til vill líka þar a auki hrædd við hann? Hún vildi ekki trúa honum fyrir sér, né segja honum hvar hún ætti heima! Nei, það var heiðum deg- inum ljósara, að hún vildi vera alveg laus við hann. Vandræðabraginn á henni taldi hann vera sér að kenna, þvi að hún hefði nauðug viljað sýnast vanþakklát við hann. Nú, jæja, þá var sá draumur fram hjá íar- inn! En hvað sá draumur hafði tekið mik- ið af hugsunum hans í sína þjónustu, allan þann tíma, sem hann var að leita hennar! Nú varð hann að reyna að hrista það alt saman af sér. Honum fanst ógn einmanalegt i litlu stofunni sinni þá um kvöldið. Hann kveikti á lampatýrunni sinni, tók fram nokkur skjöl og fór að rita; honum var næsta erfitt um það starf, þvi að það fór fyrir honum, eins og svo mörgum öðrum ungum mönn- um — ungu stúlkunni, sem hann elskaði, gat hann ekki hrundið úr huga sinum, svipurinn hennar stóð honum alt aflifandi fyrir hugskotssjónum — honum kom meira að segja til hugar, að draga upp andlits- mynd hennar á pappírinn, varð svo að ríla það blað, og byrja svo aftur frá upphafi á greininni, sem hann ætlaði að skrifa. — Þegar hann loks var orðinn örmagna af þreytu, tór hann að hátta og sofnaði þegar í stað. Morguninn eftir fann hann í verk- mannaskólanum bréffrá Purfleet lávarði, þar sem hann bað hann að koma til sín. Brian fór samt ekki þangað fyr en eftir tvo daga, og báða þá daga vann hann langt íram á nætur; en þrátt fyrir það, tóksl honum eigi að hrinda Myrtle úr huga sér. Um fjögur-leytið gekk Brian li! Eaton Square og Purfleet lávarður bauð honum hægindastól að vanda og skaut til hans tó- baksdósunum. »Eg ætla að biðja yður að hjálpa mér með dálítið, Aden«, mælti lávarðurinn, »en þér eruð svo þreytulegur, svo að eg þori varla að fara fram á það. Þér akið víst of hart, vinur minn, og brennið kertið i báða enda, svo brennur það bráðum út. Það er nú hið versta með ykkur, ungu menn, að þið eruð alt af öfgamenn; annaðhvort slæp- flmtsbókasafni& á /íkwrei/n

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.