Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1925, Side 2

Heimilisblaðið - 01.04.1925, Side 2
50 HEIMILISBLAÐIÐ frá pálmasunnudeginum til páskadagsmorg- unsins fyrsta, er pær boðuðu hinn upprisna frelsara. Því var vikan kölluð dymbilvika eða kyrra- vikan eða pagnarvikan. Pað var lík tilfinning sem pá greip fólk, og nú grípur alpjóð, er hún pykist hafa beðið einhvern stóran missi eða tjón við eitthvert óvanalegt slys eða fráfall einhvers mikils met- ins manns. Alger pögn er bauð um nokkrar mínútur, öll umferð stöðvuð og hrygðar- og sorgarblær legst yfir alt.---------— En getum vér nú ekki enn fundið livöt til að komast í slíka helga pögn og heilaga kyrð hið innra á pessari nýbyrjuðu »dymbilviku«. Eigum vér ekki enn svo mikið af elsku til Jesú, að pað taki að innstu hjartarótum vor- um, er við heyrum, hversu hann var hæddur og píndur vor vegna af grimdarfullum mönn- um? Alt petta minnir kyrra vikan á. Hún minnir á, að pá náði syndin og vonzkan sínu hæsta stigi, er sonur lífsins og ljóssins var deyddur. En hún minnir líka á, að pá náði guðlegur kærleikur sínum skýrasta ljóma, er hann eigi horfði í að fórna einkasyni sínum, heldur lét hann kveljast og líða til pess að vér mættum allir frelsast og öðlast lífið. Kær- leikur Guðs til vor syndugra manna skín allra skærast frá krossi Krists. Paðan sjáum vér ljósast, hvað Guð hefir rnikið fyrir oss í söl- urnar lagt, er hann gaf oss sinn eingetinn son til pess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf. . Frá öllu pessu skýrir dytnbilvikan og að pessu lúta orð Jesú sjálfs i textanum, er hann segir: ^Pegar eg verð hafinn frá jörðu, mun eg draga alla til mín«. Guðspjallamaðurinn segir, að tneð pessuni orðum hafi Jesú átt við dauða sinn og hverja pýðingu hann mundi hafa. Dauði Jesú var alls ekki eins og annara manna sjálfsögð afleiðing af eigin synd og pví hverfleikans lögmáli, sem alstaðar ann- ars gildir í mannheiminum og náttúrunni. Dauði hans var dauði hins heilaga Guðssonar, sem aldrei drýgði synd og aldrei voru svik fundin hjá. Hann var afleiðing af hlýðninni við kærleika föðursins — fórnina, sem kær- leikurinn altaf færir og aldrei horfir í til pess að frelsa pað og draga pað tíl sín, sent hann práir og elskar. Pannig hafa trúaðir menn alt af litið á dattða Jesú og pað samkvæmt hans eigin orðum. Hann hefir verið peini stærsti og dýrð- legasti panturinn fyrir kærleika Guðs og hann mun halda áfram að vera pað til daganna enda, svo lengi sem kristin kirkja verður til og menn finna pörf á guðlegri náð og frelsun og fyrirgefningu á syndum sínum og sekt. Pví er pessi vika, sem tninnir oss sífelt á dauða Jesú, heilög kyrðarvika, vel fallin til að virða fyrir sér kærleika Guðs og elsku til vor syndugra manna. — Látum oss pá gera pað, vinir mínir. Látum oss fyllast helgri al- vöru og kyrð og lotningu fyrir kærleika Guðs. Látum oss pakka honum fyrir pað, að hann gaf oss sinn eingetinn son Jesúm Krist og að hann reyndist hlýðinn kærleiksráðstöfun- um Guðs í öllu sínu lífi, alt fram í dattðann á krossinunt. Fyrir pað erum vér orðnir ljóss- ins börn með ljóssins fyrirheiti. Pví ltann vann algeran sigur yfir myrkrinu og myrkrahöfð- ingjanum, svo að hann getur ekki íengui' grandað oss, ef vér aðeins höldum oss við Jesúnt í trúnni og höfum auðmýkt til að til- einka oss friðpægingtt ltans og verðskuldun. Og hvílík gleði og fagnaðarefni fæst í pessu fyrir oss synduga menn. Hve gott er að vita, að nú skilur oss ekkert frá Guði, hvorki synd vof né dauði, pví Guð lítur ekki á synd vora framar, heldur á verðskuldun og friðpægingu Jesú og tilreiknar oss lians réttlæti. Jesús hefir panníg reynst oss sern vor góði eldri bróðir, sem bætt hefir fyrir af- brot og yfirsjónir og barnabrek hins yngra. Hann hefir gengið í fyrirbæn fyrir oss. Hann hefir farið á ttndan oss alla leið til föðurhúsanna. Hann hefir mildað föðurhjartað og opnað oss öllum faðm hans, svo að vér höfum engu að kvíða og ekkert að hræðast, hvorki í lífi né dauða. Petta er pað, sent postulinn tekur fram, er hann segir: »Vér höfurn árnaðannann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta, er biður fyrir oss með óumræðilegum andvörpum«.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.