Heimilisblaðið - 01.04.1925, Qupperneq 11
HEIMILISBLAÐIÐ
59
yðar dáð er metin rétt.
Islandsfáni í yðar höndum
aldrei fær neinn smánarblett.
Jláan syngur Himinglæfa.
Hærra ná pó bænirnar,
héðan i dag er hvaðanæva
hetjum fylgja út á mar:
Fylgi yður Guð og gæfa
gegnum allar hætturnar,
[Dagblaðið] A. Ú.
-------------
Hesturinn talar við Mslóaía sinn.
Mundu ]iaö, vinur minn, að eg er með
holdi og blóði og finn til eins og pú. Vertu
góður við mig og polinmóður, ef eg skil ekki
strax hvað J»ú vilt að eg geri, ])ví eg vil gera
alt, sem þú segir mér, en hefi ekki eins mikið
vit og þú. Gáðu að því4 að aktýgin meiði
mig ekki, því eg get ekki sagt þér það. Láttu
mig ekki hlaupa langt eða hart í spretti, því
eg mæðist og verð þreyttur eins og þú. —
Mundu það, að þó eg verði fjörugur og herði
á mér, þegar þú slærð í mig með svipunni,
er það engin sönnun þess, eð eg sé ekki
þreyttur, heldur að eins að eg hefi tilfinningu
eins og þú og hræðist svipuna. Bittu mig
ekki úti á vetrardag við staur eða hestastein,
mér getur orðið kalt eins og þér. Svo er það
mjög ómannúðlegt að láta mig bíða úti á
vetrardag bundinn, mig, sem flutti þig með
trú og dygð, á meðan þú ert inni að hita
þér og máske að hressa þig á heitum drykk.
Þegar þú lætur mig inn í ókunnugt hesthús,
þá breiddu á mig hlýtt teppi, ef kalt er, svo
ekki setji kulda að mér, og gefðu mér tuggu
af heyi, þá líður mér betur og er rólegri að
bíða eftir þér, þangað til þú ferð heim. Berðu
mikið af þurru moði í básinn minn, svo eg
hvílist betur. Láttu ekki yera neinn súg á
mér, því hann er mér skaðlegur eins og þér,
nóg af hreinu lofti þarf eg. Lofaðu mér
að velta mér að kvöldi dags, einkanlega, ef
eg hefi unnið erfiða vinnu og orðið sveittur;
þyí að einmitt það liðkar mig og mér líður
betur yfir nóttina. Láttu mig aldrei vinna
svo mikið að eg verði mjög magur, það veikl-
ar mig og svo er það þér til minkunnar að
láta sjá mig þannig. Láttu börnin þín aldrei
sjá að þú farir illa með mig eða misbjóðir
mér á nokkurn hátt, heldur láttu þau sjá og
skilja að þér þyki vænt um mig og að þú
viljir fara eins vel með mig og þér er fram-
ast unt. Pað mun gefa þau að betri mönnum
og konum. Kendu þeim að elska og virða
mállausu skepnuna, sem erfiðar fyrir því að
þú og þínir geti lifað og liðið sem bezt, og
mundu það að eg' er mállaus og get ekl i
kvartað þó eitthvað sé að mér, og treysti þv í
á manngæzku þína, að þú sjáir um að ekk •
ert ami að mér, sem þú getur að gert. Láttu
ekki það traust mitt á þér bregðast. Pvi
mundu það að eg á sama Guð uppi yfir mér
og þú, sem verða mun dómari inilli mín og
þín.
Vertu góður við allar máUausar skepnur og'
farðu vel með þær, og misbrúkaðu ekki það
vald, sem þér hefir verið gefið, svo ekki fari
fyrir þér eins og hinum rangláta ráðsmanni.
Andlátsorð þriggja merkra manna.
»Lofaður sé Guð«, sagði Preslon, »þótt ég
breyti urii bústaði, breyti ég ekki um félags-
skap, því ég hefi gengið með Guði í þessu
lífi, og nú geng ég inn til hvíldar hjá hon-
um!« »Dýrðlegi! sigrihrósandi Jesús Kristur!«
hrópaði Ralph Smith. »Pótt hann vildi deyða
mig tíu þúsund tíu þúsund sinnum«, sagði
Rutherford, »vil ég treysta honum! Ó, að eg
gæti faðmað hann! Ó, að ég hefði hljómfagra
hörpu að fagna honum!«
----*---------