Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1925, Page 14

Heimilisblaðið - 01.04.1925, Page 14
HEIMILISBLAÐIÐ 62 A botni Nemi-vatnsins. í Albanfjöllunum, skamt fyrir sunnan Róm, liggur Nemi-vatnið. Landið í kringum vatnið er einkar vel fallið til-afmálunar. Skemtiferða- menn, þeir er til Róms koma( fara almént þangað og hafa þar listamenn bækistöður sínar. Á botni vatnsins hafa fundist lang- skip tvö, eða róðrarskútur. Voru pau á sín- um tíma i eign Kalígúla, hins rómverska keis- ara (37.-41. e. Kr.), sem orðlagður var fyrir grimd sína.— Nú á að fara að grafa göng neðanjarðar til að tæma Nemi-vatnið, svo að skipunum verði náð upp. Verða svo göngin fylt upp aftur að pví búnu. Kafarar hafa verið sendir niður og hafa Jteir komið upp aftur með framúrskarandi fallega gripi úr skipunum. Stærð skipanna vita menn' nákvæmlega. Pað, er nær liggur vatnsbakkanum er 198 fet á lengd og 66 fet á breidd. Pað er sokkið djúpt niður í leðjuna og hefir geymst par vel. Hitt skipið, sem flær er hakkanum heíir verið 231 fet á lengd og 78 fet á hreidd. Pað liggur nú í 15 faðma dýpi og er stefnið í kafi í leðjunni. Mjög er jtað orðið skemt af fyrri tilraunum, sem gerð- ar hafa verið til að ná pví upp. Búið er að íinna marga gripi úr málmi, leirkerasmíði, brendum leir og teintíglaskrauti í minna skipinu. Pessi skip voru eiginlega hallir á floti. Gyðjan Díana (veiðigyðjan) átti musteri á vatnsbakkanum; par fram undan hafa bæði skipin legið við akkeri. Skipin voru helguð gyðjunni, pvf að par munu hafa farið fram hátíðir henni til heiðurs. Annars eru skipin sannnefnd furðuverk, bæði að byggingu og ofskrauti. Par hafa verið samkvæmissalir, steintíglagólf, bekkir, er fóru hækkandi, ölturu handa guðunum, gosbrunnar og margskonar skraut úr eiri og gulli. 1 fám orðum sagt; par hefir verið öll hin sama dýrð dáindi eins og í sjálíri keisara- höllinni á Palatín-hæðinni. (,,Signal“). ------------ Kristileg hringsjá. Kristniboðið. Erkibiskupinn í Kantaraborg á Englandi hefir ritað um pað, að nú sé að aukast opinber áhugi og pekking á kristni- boðsstarfinu hjá Bretum á seinni tímum og enska stjórnin sé pví máli stórum hlyntari en áður. Salisburg lávarður sagði um alda- mótin síðustu, að kristniboðar væru eigi vin- sælir hjá utanríkisstjórnardeild Breta. 1 fyrra hélt nýlenduráðaneyti Breta ráð- stefnu ■ mikla til að ræða um fræðslumál í löndum Breta í Mið-Afríku. Ráðuneytið kornst að peirri niðurstöðu, að pví sem næst öll sú fræðsla, sem parlendu fólki væri veitt, kæmi frá kristniboðuuum. Eina ráðið til að bæta pessa fræðslu væri Jiví að fela ligna kristniboðunum. Var Jiví kosin ráðgjafarnefnd til aðstoðar nýlenduráðgjafanum í pessu máli og í pá nefnd voru kosnir fjöldi atkvæða- mikilla kristniboða. Petta nægir til að sýna, að álit stjórnar- innar á kristniboðsstarfinu liefir algerlega breyzt. Nú er verið að stofna kennaraskóla á Gullströndinni. Fjárframlögin til kristniboðs- starfsins fara vaxandi. Árlega eru lagðar um 2 miljónir sterlingspunda til brezkra kristni- boðsfélaga og biblíufélagsins. Lilsábyrgðaríélög og kristindómur. Pað heflr vakið mikla athygli, að amerísk lífsábyrgðarfélög krefjast kristindómskenslu í skólunum. Við rannsókn hafa Jiau koinist að peirri niður- stöðu, að sviksemi gagnvart peim væri mest frá Jieim mönuum, sem væru áhugalausir um kristindómsmál og vankunnandi í peim efnum. — Pað sem lögin og fangelsin ekki megna að bæta, pað megnar Guðs orð að bæta, segja lífsábyrgðarfélögin í Ameríku. Petta er lærdómsríkt fyrir |iá, sem lialda að Jiað sé aukaatriði, hverju menn trúa eða hvort menn yfirleitt trúa nokkru. En sú villa er nú mjög ríkjandi vor á meðal. -------------

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.