Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 2
106 HEIMILISBLAÐIÐ færa kenninguna upp á Gyðinga eina væri auðvitað í beinni mótsögn við dæmisöguna sjálfa. Dæmisögurnar um kvöldverðinn mikla og rim týnda soninn, er ímynd Farísea og Gyðinga yfirleitt, sem héldu að hjálpræði Guðs í Messíasi væri peiin einum fyrirbúið.. En glataði sonurinn, fulltrúi heiðingjanna, kom heim aftur og fékk góðar viðtökur og fulla uppreisn hjá föður sínum. Sama er að segja um dæmísöguna um verkamennina í víngarðinum: Gyðingar höfðu borið hita og punga dagsins, en eftir langa bið skyldi öðr- um pjóðum geíið gott tækifæri Guði að pjóna. Skýringardæmisögur geta verið tvíræðar, 16. versið í priðja kapítula Jóhannesarguð- spjallsins verður naumast misskilið: Svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn til pess að liver sem á hann trúir ekki glatist, heldur liaíi eiiíft líf. Og ótvítræður er vitnisburður Jóhannesar skírara: Sjá Guðs lambið, er ber synd heimsins. Hafi Kristur dáið fyrir alla, vissulega hlýtur pá að vera möguleiki fyrir að allir geti hluttakar orðið í frelsi hans. Hvernig gætum vér aðhafst svo mikla óhæfu, að dylja nokkurn mann náðar, sem er svo dýru verði keypt! Ekki er pað heldur tilviljun ein, að Jesús kallaði sig mannssoninn. Messías, heiti Gyð- ingakonungsins hafði útilokunarstefnan, Farí- sear, gert að framsóknarmerki sínu. En stefn- an sú kendi, að með útvalning Israels og upphafning yfir allar aðrar pjóðir, væri til- gangi hjálparráða Guðs náð. Og flokk Farísea fyltu margir ágætustu menn Gyðingapjóðar- innar, að Sál meðtöldum. — Harðorðari hefir Kristur naumast verið í garð nokkurra manna, en peirra Farísea, sem takmarka vildu hjálp- ræðið sér einum til handa. Enginn heflr skilið mennina betur en Krist- ur, hlýtur honum pví að hafa verið ljóst, að Messíasartignin, konungdómurinn, í skilningi Farísea og Gyðinga yfirleitt, hefði hon- um orðið auðsóttur. Fúsir hefðu landar hans hafist handa og barið á Rómverjum undir forustu hans. Hann hefði auðveldlega getað safnað liði og fengið púsundir manna til að ganga fyrir sig í opinn dauðann. Englavöld himins stóðu jafnvel til ráða hans gegn heimsvaldinu. Kristur var sér pess meðvitandi að kon- 'urigstignin var lionum meðfædd: »Já, eg er konungur«, segir hann við Píla- tus. »Hver sem er sannleikans megin, heyrir mína rödd«. pví kaus hann fremur smánar- legan dauddaga, en veraldlegt konungsdæmi, ad hann gœti berid sannleikanum vitni og gerst konungur andlegs alheimsríkis. — Komi ríki pitt! Til minnis. Allir pín að sjái sár sízt mun lækning veita. Pó vill margur perra tár, pví skal eigi neita. Yeikur mannsins máttur er meinin pung að græða. Margur einnig benjar ber byrgðar innan klæða. Berir pú í hjarta harm, hugfnllast ei láttu: Pú átt vísan vinararm, við er styðjast máttu. Kærleiksfaðmur frelsarans frið og hvíld má veita öllum peim, er ásjár lians óska sér að leita. Sýndu honum sárin pín, sjálfur bar hann fleiri Yegna pín og vegna mín. Veiztu kærleik meiri? Geturðu pá efast um, að pig muni líka liugga bezt í harminum hjartað elskuríka?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.