Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1925, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1925, Síða 6
110 HEIMILISBLAÐIÐ Pétur og var á báðum áttuin, „en nú verður J)ú að [ioka [iór ögn til hliðar, til [tess vér getum komist framhjá með sleðann". „Nei, þú verður nú fyrst að kaupa pér rétt til að aka hérna um“, svaraði Georg, „því það er eg sem nú hefi ráð yfir öllum vegum hér“. „Hvað áttu við?“ hrópaði Pétur, „á eg að kaupa mér rétt hjá pér til að aka mínu timbri út úr skóginum?“ „Já, einmitt“, svaraði Georg, „það er éng- inn alfaravegur þetta“. „Já, en allir hafa þó farið hann alt til þessa“. „Ekki í vetur“. „Enginn annar vegur liggur frá mínum búðum, og ef eg bygði annan veg mundi það kosta. —“ „Já, miklu meira en eg liefi í hyggju að taka fyrir umferðarréttinn". Pétur hugsaði sig um stundarkorn, en reið- in brann í skapi hans. Pað var hverju orði sannara — þarna lá enginn annar vegur til trjáflutninga út iir skóginum. En hann fór nú að efast um, að þessi vegur mundi standa sér opinn. „Hvað fer þú fram á mikið?“ spurði hann og reyndi að vera rólegur í máli. „Fimm þúsundir dala“. „Fimin þúsund dali!“ hrópaði Pétur, „þetta er heill auður! Eg yrði févana, ef eg ætti að borga það“. „Pað vona eg nú líka. En þú varst nú íyrir skemstu að raupa af auði þínum, Pétur“. „Ríkur — en fimm þúsund dalir eru heil hrúga auðæfa“. „Já, flestir hérna eiga ekki meira fé, en þú átt áreiðanlega meira, Pétur“. Þetta gjald greiði eg þér aldrei, og mun þó fara þennan veg þinn, þegar mig lystir“. „Eg fer í þessu eftir bendingu málafærslu- manns míns í Quebec, sem er næsta lögkænn. Ef þú greiðir ekki upphæðina, þá fer illa fyrir þér. Annaðhvort verðurðu að greiða bætur eða þá leggja nýjan veg til nppbótar, af því að þú getur ekki haldið samninginn, sem þú.hefir gert um trjáhöggið og trjáflutn- inginn“. Geor ghafði reiknað það kænlega út, hvernig hann gæti gert Pétur gjaldþrota og það hafði liann auðvitað gert til að ná í Jóhönnu. — Vissi liún þetta bragð lians, þegar hún neit- aði Pétri? Grunurinn og reiðin gerðu Pétur al- veg liamstola. Eins og ótt villidýr væri, stökk hann niður af sleðanum og réðst á Georg. Pétur varpaði fjandmanni sínum í snjóinn. Sleðahundurinn tók sinn þátt í bardaganum og óðar en Sesar sá það, kom hann hús- bónda sínum til hjálpar. Peir Pétur og Georg börðust upp á líf og dauða og ekki hefði Ge- org komist lifandi af, ef skógarhöggsmenn- irnir hefðu ekki hlaupið til og skiliö þá. Fjórir héldu Pétri, tveir tóku Sesar. Georg reis á fætur með herkjum. Blóðið lagaði úr skrám- um á andliti hans. Hann gat heldur ekki tal- að nema með herkjum. En bölbænir einar voru það yfir Pétri. „Petta skaltu fá borgað. Þú skalt fá að greiöa mér það, sem þú átt eftir, þegar þú ert búinn að bæta samningsrofið. Eg skal færa þig svo úr flíkum, að þú reisir ekki fleiri krossana til þess að stæra þig af ham- ingju þinni“. Að svo mæltu gekk liann að sleöa sínum og ók til baka. Pétur sá nú, að það var eng- in leið að flytja viðinn niður að fljótinu. Var ekki annaö fyrir hendi en að hverfa til baka til búðanna og segja verkamönnunum upp og reyna að bjarga svo miklu, sem unt var frá eyðingu. (Frh.) Skuggsjá. Fíllinn 00 húsbóndi hans. Á ríkissýningunni í Wembley, fyrir utan Lundúnaborg eru marg- ar tegundir dýra til sýnis, heimsækjendum til skemtunar. Par á meðal eru 12 indverskií fílar. Nýlega slapp einn fíllinn úr áheldinu og tók ])á að spígspora uin sýningarhallirnar, þangað til hann loksins rakst á húsbónda sinn, liggjandi í rúmi sínu; fíllinn brá þá um

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.