Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1925, Blaðsíða 7
HEIMILISBLÁÐIÐ 111 liann rananum og dró hann út úr rúminu. Varð gestunum skemt við að horfa á pessar aðfarir hans. Ræöulengdarmet. Pað setti Englendingur einn fyrir skemstn. Hann taíáði samfleytt í 12 stundir. Bílaeign og bílakaup í Ameríku. Síðustu skýrsinr frá verzlunarhagstofu Bandaríkjanna sýna, að 7. hver maður í ríkjunum er bíleigandi. Til viðhalds bílum er árlega varið 8 milj- ónum dala (dollara), en keyptir eru par bílar fyrir 2000 miljónir dala á ári. Lítil stúlka leggur lííiö i sölurnar fyrir brúöu. i borg- inni Vestville í Bandaríkjunum misti 4 ára gomul telpa, Margrét Muson, brúðuna sína í fljótið, nú fyrir skemstu. Hún henti sér óðara út í fljótið til að bjarga brúðunni og — druknaði. Apino í Bordeux. 1 borginni Bordeux (bordó) á Fi'akklandi voru menn á ferð að sýna dýr. Sterkasta skepnan á þeirri sýningu var mann- api einn óvenjulega vitur. Fyrir skemstu bar svo til, að apinn fór á kreik einn síns liðs. Þegar hann var búinn að vera nokkra klukku- tíma á pessu ferðalagi, pá var hann búinn að koma ótrúlega víða við og gera fólki marg- an grikkinn. Hann fór víða inn urn opna glugga á húsum, reif niður allar bækur úr flókaskápum manna, reykti viridla og hamað- ist að slá á hljóðfærin í dagstofunum. Seint °g um síðir tókst mönnum að handsama ap- ;inn og færðu sýningarmönnunum liann sigur- flróðugir. Á leið pangað tók apinn hjólhest yfirlögreglumannsins og hjólaði á honum inn 1 skóla sýningarmannanna. Hjólið hafði stað- 1,1 óaflæst fyrir utan ráðhúsið. Alla rak í rogastauz. Fyrir skemstu gerðist sá °venjulegi atburður í borginni Brindísi á Italíu, að tólfræður verkamaður, Nure Loure að nafni, kvongaðist fertugri stúlku. Alla rak í roga- stanz. Dansbann í Japan. Lögregian í Tokio, höfuð- borginni í Japan, hefir opinberlega bannað allan dans á gistihúsum og matsölustöðum. Og sömuleiðis er ákveðið að enginn dans megi fram fara í heimahúsum eftir ki. tíu að kvöldi. Ástæðan til pessa banns eru dansar erlendra rnanna; hafa Japanar barist gegn peiin dönsum, pví að þeim pykja peir ósið- ferðilegir og hneykslanlegir. Kvefið I Bandaríkjunum. Nafnkunnnr læknir í Bandaríkjunum, Dr. Beaman Douglas frá New-York hélt fyrir skemstu fróðlegan fyrir- lestur um kvefið par í landi. Telur hann að kvefköstin hjá allri pjóðinni séu 100 miljónir á ári. Nú varir hvert kvefkast prjá daga og samsvarar pað 5 'dala tjóni á dag. Pessi eini kvilli kostar pví pjóðina 1500 miljónir dala á ári. Vindlingareykingar. Fjármálaráðaneyti Banda- ríkjanna hefir reiknað út, að par séu reyktar 7300 miljónir vindlinga á ári. Hafa pær reyk- ingar aukist um 56000 miljónir vindlinga að- eins á síðustu tíu árum. 1 Japan heflr vindlinga framleiðslan aukist frá 7000 miljónum upp i 23000 miljónir á sama tíma, á Pýzkalandi frá 12000 miljónum upp í 23000 miljónir. Ef allir peir vindlingar, sem búnir eru til í Bandaríkjunum væru lagðir liver við endann á öðrum, næðu þeir 126 sinnum kringum miðja jörðina. Á pessari einu tegund óhófsvöru græðir ríkissjóður peirra 345000 miljónir dala á næsta fjárhagstímabili. Hitabylgjan í Lundúnum. 1 hitabylgju peirri, sem víða gekk yfir lönd í sumar, drápust margir dýrustu fiskarnii' í dýragarðinum í Lundúna- borg. Yatnið, sem þeim var ætlað að anda í, varð alt að pví suðuheitt og pað poldu fisk- arnir ekki. ----—-*><S> <•—---

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.