Heimilisblaðið - 01.08.1925, Qupperneq 8
112
HEIMILÍ SBLAÐIÐ
Ritfregn,
Styr. Thorsteinsson: Ljóðapýðingav. I., 2. hefti.
Heimilisblaðið mintist á fyrsta. heftið og
árnaði því þeirra fararlieilla, að hvert íslenzkt
heimili mætti opnast fyrir svo góðum gesti.
Nú er annað lieftið komið, óskar Ileimil-
isblaðið því liinna sömu viðtekna. Pað h'efir
að sönnu fátt af hinum gömlu kunnu og kæru
söngvísum að flytja, en í þess stað liefir það
margt nýtt á boðstólum, margar ljóðperlur
eftir fræga höfunda: Shakespeare, Goethe,
Byron, Burns, Schiller, Tetöfi, Tegnér o. fl.,
eða þá grísk og latnesk skáld í fornöld: Soffó,
Horatius, og þýðingar úr hinum frægu þjóð-
sagnakvæðum, eftir Ossian, sem var skáld
Háskota í fyrndinni. Pessi Ossianskvæði voru
yndi allra skólamnnna vorra á 19. öld og
þýddu þeir margir fleiri eða færri brot úr
þeim. Par er margt spaklega sagt, svo sem
þetta:
»Eru alsælir
þeir er ungir deyja,
fagrir, fullstyrkir
í frægðarljóma«.
Peirri hugsun bregður til orðtaksins: »Til
frægðar skal konung hafa en eigi til langlífis«.
»PÚ yngismey ert eins og blómið« og
»Loreley«, eftir Heine, eru gamlir og góðir
kunningjar. Ilafa skáld vor hvert af öðru
spreytt sig á að þýða þau (Ben. Gröndal, H.
Hafstein o. fl.). Sama er að segja með ástar-
vísuna eftir grísku skáldkonuna Soffó, sbr.:
»Goða pað líkast unun er
andspænis sitja móti þér«.
Yfir öllum þessum ljóðum er sami hugð
næmi blærinn, sem yfir frumortum kvæðum
þjóðskáldsins. Fornmentaástin skín út úr þeim,
og henni er sú stefna í skáldskapnum sam-
fara, að búa alt hið hversdagslega laðandi
hátíðabúniugi. Alt er eins og »sveipað feg-
urðar gullblæjum«, líkt og náttúran á vorin.
Stgr. Thorsteinsson var líka skáld vorsins og
œskunnar.
Yér hlökkum til áframhaldsins, og vonum,
að íslenzku heimilin flýti fyrir því sem mest,
með því að kaupa sem fyrst þau heftin, sem
komin eru.
Ytri frágangur er vandaður og fylgir því
höfundaskrá og fróðleiksgreinar og fyrirsagnir
og upphöf þeirra kvæða, sem komin eru.
B. J.
KYÍttamr.
Júlímánudur 1925.
H. 0. Hjallanesi ’25; I. J. Kirkjubóli B. ’25: K. J.
Skaftfelli ’25; A. 1. Melhól ’25; S. G. Rifi ’25: H. G.
Ási ’25; I. J. Reykjum ’25; D. S. Akranesi ’25; I3, J.
Oddgeirshólum ’25; E. J. E. Skógum ’25; M. J. Mel-
um ’25; H. J. Kotvelii ’25: H. Cl. Sandi ’25; G. J.
Unnarholti ’25; S. Á. Görðum ’25; H. E. Purá ’25;
S. J. Krossnesi ’25: G. M. K. Álftamýri ’25; G. S.
Reynivöllum ’25; P. R. Urriðaá ’25; K. K. Fáskrúðs-
flrði ’25; K. S. Hafnamesi ’25; S. Ó. Kaldaðarnesi
’25; H. M. Snjallsteinsstöðum ’25; K. G. Nikhól ’25; M.
J. Hrísgarði ’25; G. F. Pétursey ’25; G. P. Dilknesi
’25; E. Ó. Strönd ’25; J. Ó. Vík ’25; S. B. Keflavík
’25; A. T. Vallatúni ’25; V. V. Búlandi ’25; G. E.
Hjalla, Sf. ’25: H. E. Hömrum ’25; K. Á. St. Bolung-
árvík ’25; S, E. Hamragörðum ’25; S. J. Hlíðarenda
’25; L. Á. Hesteyri ’25; A. H. S. Djúpavogi ’25; H.
L. 25; G. K. Ingjaldsstöðum 25.
Pakkarávarp.
Hérmeð votta eg mínar hjartanlegustu þakkir öll-
um þeim, sem sýndu konunni minni, sem dó á franska
spítalanum í Reykjavík 23. janúar síðastliðinn, vel-
vild og kærleika á einn eða annan hátt og gerðu alt
sitt til að létta henni sjúkdómsbyrðina í hinni löngu
banalegu hennar, og létu hluttekningu í ljósi við
jarðarför hennar.
Einnig votta eg tengdafólki mínu á Eyri í Fá-
skrúðsfirði hjartanlegar þakkir fyrir það kær'leiksverk
að taka upp á arma sína tvö yngstu börnia mín,
þegar blessuð konan mín varð sem sjúklingur að fara
til Reykjavíkur og heimili okkar þannig hrundi til
grunna. Bið eg Guð að launa þeim öllum auðsýnda
velvild og kærleika.
Kleífarstekk í Breiðdal, 25. apríl 1925.
Einar Jónsson.
Eg' hafði hugsað mér að stækka Heimilisblaðið svo
jjetta ár, að öll tölublöðin yrðu 16 síður. En vegna
ýmsra erfiðleika sem mest koma af því, hvað margir
gleyma að borga blaðið á réttum gjalddaga, þá get
eg ekki alveg náð þessu rnarki; maí- og ágústblaðið
verða 8 síður. En sjái eg mér fært að bæta þetta
upp, þá geri eg það. — Vona, að næsta ár auðnist
mér að ná alveg takmarkinu. •— Aðeins að allir kaup-
endur blaðsins athuguðu það, að þeir vinna við það
að vera skilamenn. Utgef.
Útgefandi: Jón Helgason, prentari.
Prentsmiðja Ljósberans.