Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1931, Side 6

Heimilisblaðið - 01.01.1931, Side 6
160 HEIMILISBL AÐIÐ ekki tjáði að heimta rétt sinn; .hann fengi hann aldrei aftur. - En er Ibn Sa’ua var tvítugur saínaði hann liói — fimm köppum — og var sjálf- ur hinn sjötti, og sagði »Vér höfum lagt vort mál í hönd Allah« (Drottins). Og Ibn Sa’ud vann frægan sigur á skæð- asta óvini sínum. Hann hafði aðsetur í Riadh. Pá hrópaði hann til þegna hins fallna höfðingja: »Komið þér hingað, þér menn fra Riadh. Hjer er eg,. Abd el Asis Ibn Sa’ud, yðar réttmæti konungur«. Borgarbúar hötuðu þjóðhöfðingja þann er þar bjó, því aó hann var aðvífandi og hafði verió kúgari mikill. Þeir hlupu til vopna og komu og .hylltu Ibu Sa’ud sem konung sinn. Það var árið 1901. Nú tók Ibn Sa’ud að leggja undir sig alla þjóðhöfðingja. Hann gekk á röðina og tók einn og einn í senn með forsjá mikilli og að hernaóarsiðum nýrri tíma. Og á tæp- um fjórðungi aldar varð hann hinn vold- ugasti drotnari í Arabíu. Hann vildi stofna ríki með nýju sniói, ávinna þjóóflokkana með mildi og réttlæti í staó þess aó fara að gamalaustrænum sið og bæla þá undir sig með valdi og ofríki. Ibn Sa’ud óx að krafti og' vizku við at- hafnir sínar, þótt aldrei færi hann út fyr- ir landamæri Arabíu og k.vnni eigi aðra tungu að tala en móðurmál sitt.. Og þótt hann lesi ekki annað en sögubækur eóa bækur andlegs efnis, þá er hann þó betur menntaður og fróðari en nokkur arabiskur jxjóóhöfðingi á undan honum. Og fyrir þetta, sameiningarstarf hans hafajxjóðflokkarnir getað oróió hluttakandi í iðnaðarframförum nýrri tíma. Frakkland og Poincaré. Hann hefir komist til æðstu valda með starfsemi og ráðvendni. Frakkland má ekki án hans vera. Hann var lengi ráð- herra Frakka, en hefir nú síóustu sjö árin verið forseti frakkneska lýðveldisins. Allir Frakkar hafa fylkt sér um hann. Enginn getur verið meiri skapstillingar- maður og skarpari í hugsun. Hann er »joéttur á velli og þéttur í lund og þrautgóður á raunastund«. Það sýndi hann nú síðast, er þjóðin var í mestum vanda stödd. Hann hefir verió aóalstjórnmálamaðui Frakka í þrjátíu og fimm ár, en síðan 1893, að hann var nefndur til ráðherra. Poincaré er nú 63 ára og heldur fullu andlegu og líkamlegu fjöri og hreysti. Hann hefir oft átt vió ramt að rjá, en enginn séð honum bregða. Hann er ekki sá maður, sem beri tilfinningar sínar utan á sér. Hann er sannur meistari í þeirri list að stjórna sjálfum sér. Starfsmaóur er hann með afbrigðum. Parísarbiiar hylla Poincaré. Hann gengur manna fyrstur að starfi sínu og síðastur frá því. Og er hann kemur heim, ritar hann bækur og blaóagreinar langt fram á nætur. Hann reykir aldrei og drekkur lítið vín og er sparneytinn og hefir aldrei tekið neinn þátt í stórveizlum

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.