Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1931, Side 13

Heimilisblaðið - 01.01.1931, Side 13
HEIMILISBLAÐIÐ 11 Niels hefði getað látið vera að fara heim fyrirlitningarorðum um hann, að hann va;ri »langi og lati strákurinn«. Þann 1. febrúar fekk Jóhannes stöðu í banka einum; hann vann aó því með mikl- um áhuga og skipa baó sæti vel. Hann varð brátt vinsælk hreinn og beinn og ástúólegur, eins og honum var eiginlegt, og þar að auki hirðusamur, iðinn og hjálp- samur. I tómstundum sínum nam hann tungumál, til þess að geta á síðan fengið færi á að ferðast til útlanda, til þess að ná meiri frama heima fyrir. Hann var nefni- lega næsta metnaðargjarn í því tilliti. að hann vildi búa foreldrum sínum bjarta og sorglausa elli. I þessum mánuði steig María Katrín fyrst á fætur. Móóir hennar .hjálpaði henni ofan í hægindastól. Hneig hún niður í stól- inn svo lítil og veikfeld að móðir hennar gat varla varist tárum. En æska hennar vann smám saman sigur og í marz var hún orðin svo líkamlega heilbrigð, aó hún tók aó öllu við skyldustörfum sínum á heimilinu. En úr .hinni glaðværu og djarf- L legu Múllu var nú orðin kyrrlát og þung- lvnd kona. Ekki harmaði hún barnið sem hún hafði mist. Hún var ekki farin að hlakka til þess. En hún harmaði það, að hafa týnt manni sínum. Hann hafði beðið hana fyr- irgefningar og foreldrar hennar höfðu beó- ið hana að fyrirgefa og gleyma. En það var nú alls ekki það, sem var að. Hún gat gleymt og hún gat fyrirgefið, en þó batn- aði ekkert við það, því aó hió óttalega var aö hún var bundin ókenndum manni, sem hún hefði aldrei kosið sér, ef hún hefói þekkt hann enis og hann reyndist daginn óttalega. — Og nú var Niels farinn að hugsa. Vissu- lega hafði hann alltaf beitt heila sínum, og oftsinnis næstum um megn. En í þessu efni gat hann ekki dregið upp hugsanir sínar á teikniboróinu með línum og strik- um. Og þessi strangi maóur, sem fann svo niikið til sín, sem hafði talið sig vera höf- uð ættar sinnar að föður sínum látnum — ahir beygóu sig fyrir honum, jafnvel mág- ar hans, sem voru elöri. Honum féll það þungt, er hann sá, að hann hafði gert rangt, ekki aðeins konunni sinn, held- ur allri ætt sinni, — það varð hann að játa. Því að alla þá mörgu mánuói, sem Poulsens-hjónin höfðu dvalist í húsi hans, hafói hann ekki getaö leynt því fyrir sér, að þau voru í bókstaflegum skilningi elskuverðar manneskjur, heiðurshjón, sem voru makleg virðingar og elsku. Hann varí að játa, að engum, sem hann þekkti hefði tekist að gleyma og fyrirgefa svo fagurlega liaó sem hann hafði afbrotió, eins og þau. Hin eina, sem eigi var búin að gleyma, var konan hans. Og hvers vegna? spurði hann þráfaldlega sjálfan sig. Hann hafði beöið hana um það, en hún hafði litið á hann flóttalegum, annarlegum augum, svo að honum var kvöl að. Hann hafði hvað eft- ir annað reynt að vekja hana upp af þurg- lyndinu, sem hún var sokkin niður í. Einu sinni sagði hann: »Viltu ekki gleöja mig með því að kjcsa þér slaghörpu. Eg vildi svo feginn, að þú. tækir upp aftur þann sið, að eiga sam- spil við foreldra þína og bróður; þaó gæti víst verið gott fyrir okkur öll og þá gæt- um við átt margar indælar stundir sarnan heima hjá okkur«. Hún leit á hann svo undarlega fyrst, en síðan hristi hún höíuöið og sneri sér und- an. — Einu sinni færði hann henni nokkr- ar nýútkomnar bækur. Hún lagói þær all- ar afsíðis, og löngu síðar sá hann, aó hún var ekki búin að skera upp úr þeim. Hann stakk upp á því, að þau skyldu vera eitt kvöld heima hjá foreldrum henn- ar. En þá svaraði hún með ógn þreytuleg- um rómi, að hún vildi heldur fara að hátta. Á skrifboröinu hans stóó mynd af henni. Sú mynd var tekin áður en hún fór til frænda síns og frænku. Á myndinni var hún með fiðlu undir handleggnum og allt yfirbragó hennar ljómaði af æsku, fegurð og gleði. Frh.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.