Heimilisblaðið - 01.08.1931, Blaðsíða 10
134
HEIMILISBLAÐIÐ
g’leymdi öllu í kringum sig, yfirvofandi
hættunni, sjálfum sér og henni — hann
gat aðeins hugsað um voða viðburðinn, sem
farið hefði fram barna neðra við broshýra
ströndina.
Honum varð ósjálfrátt litið út á hafið,
og Þá rak hann augun í rauðleita þoku,
sem breiddist út yzt við sjóndeildarhring.
Hann horfði undrandi á þetta um hríð.
Þetta var einkennileg þoka. Hann minnt-
ist þess ekki, að hafa séð þessháttar þoku
nokkurntíma fyr á æfi sinni, — allra sízt
á þessum tíma dags. Meðan hann horfði á
hana, þéttist þokan í sífellu, og rauði blær-
inn varð skýrari og sterkari. Nú varð hann
þess einnig var, að allt í einu varð uppi
fótur og fit neðra á skipunum báðum.
Menn þustu yfir öldustokk skonnertumar
og stukku niður á þilfar júnkunnar, sem lá
rétt við hlið hennar.
Áóur höfðu þeir dregið niður stóra segl-
ið þríhyrnda, en nú var það dregið upp
á ný í mesta flýti. Skonnertan lá fyrir
akkeri, en nú sigldi hitt skipið á stað utan-
vert við brimgarðinn með landi fram og
var eins og það leitaói að sundi til þess að
geta smogið þar inn á milli.
Belmont stóð kyr í sömu sporum og'
horfði á víxl á skipið og rauðu þokuna, sem
þéttist og þykknaði í sífellu. Honum virt-
ist að öðru hvoru brygði fyrir sterkum
hvítum leiftrum inni í þessum rauða mekki.
Fram að þessu hafði verið dálítill andvari,
enn nú sléttlygndi. Hann sá að þríhyrnda
seglið hékk eins og tuska niður með sigl-
unni á ræningjafleytunni. Hana rak því
með straumnum; og Belmont horfði á það
með þögulli eftirvæntingu, hvernig þessi
geisimikli rauði þokubakki, sem breiddi sig
nú í boga yfir þveran sjóndeildarhringinn,
nálgaðist í sífellu. Hvenær mundi hann ná
júnkunni inni við ströndina, og hvað mundi
þá ske?
En skipshöfnin virtist ekki gefa sig' um
að bíða eftir þessu. Á svipstundu voru
nokkrar árar, langar og miklar, lagðar út,
og nú tók fleytan að skreiðast fram yH1
sæflötinn eins og einkennilegt og ljótt skor
kvikindi, og stefndi nú beint inn að briW'
garðinum, sem braust og hamaðist á yzta
rifinu. —
Þokan jókst og breiddist æ víðar og vtf;
ar og lá nú eins og geigvænlegur bakhi
yfir sólglitrandi sænum. Eftir því ^
dæma, hve hratt hún óx, hlaut hún að nálS"
ast eyna með geisihraða.
Belmont gaf júnkunni gætur og var ^
velta fyrir sér, hver afdrif hennar my11^11
verða. Honum var ekk’i fyllilega ljóst, hvað
þoka þessi mundi boða, en hann hafði he.Vrt
sagt frá hinum óvæntu og hamslausu stó'"
viðrum, er skollið gætu á í einu vetfaní1
á þessum slóðum; og að dæma eftir óða-
goti því, sem alt í einu kom yfir særseO'
ingjana, hlaut eitthvað þessháttar að vera
í vændum. Hann sá, aó þeir hjuggu ar'
unum í sjóinn af öllu afli. skyldi þaó ann;
ars vera liefndin, sem hér var á leiðinnj
að elta þrælmenni þessi? Belmont vonað'
það fastlega og óskaði þess af öllu hjarta'
Hefnigirnin svall heitt í honum.
Alt í einu breytti júnkan stefnu. Hún
stefndi nú þverbeint inn að ströndinnn
Hann sá hana renna beint inn í brot"
skaflana, og ekki varð annað séð, en að
hún stefndi beint í opinn voðann, — hún
nálgaðist nú sólglitrandi brotgarðinn ""
eins og svart og ógeðslegt kvikindi tat'
laust skríðandi áfram.
Belmont krepti hnefana. Hann bað ÞesS
heitt og innilega allar helgar vættir, ^
þessir þorrparar mættu tortímast. Ha011
sá fleytuna eins og svartan blett í fan°'
hvítu brotinu — svo hvarf hún alt í einu’
eins og sjóðandi brimlöðrið hefói gle.VP*
hana. — Himininn hafði rekið hefndi°a
.... en, nei, því mióur, þarna skaut hennI
upp aftur. Nú var hún komin inn 1,1
brimgarðinum og flaut létt og rólega a
lygnu lóninu bláa.
Frh.
---------------