Heimilisblaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 8
6
heimilis;blaðið
bvo sárt að vera sleginn á fingurnar með
svipuólinni".
Við þessi orð brá mér svo mjög, að eg
brast í grát. og fékk svo ákafan taugatitring,
að eg var borinn inn í rúm mitt. Síðan hefi
eg betur gætt mín, og Guði sé lof, að ekkert
slíkt hefir mér að höndum borið síðan“.
„Fenguð þév ekki tækifæri til að kynnast
þessum göfuga skólabróður yðar nánar og
votta honum þakklæti yðar?“ spurði einn
meðal gestanna.
Því miður ekki“, mælti dómarinn. „Tauga
bilun min var svo alvarieg, að eg varð að
fara heim af skólanum. Eg sá hann aldrei
upp frá því. Eg veit aðeins að hann er
kominn af góðum og gömlum enskum aðals-
ættum, og eg held eg muni nafn hans. Oft
heíi eg beðið til Guðs, að mér mætti auðnast
að sjá hann og helzt að eg lika fengi tæki-
færi til að launa honum eðallyndi hans. Já,
eg vildi gefa mikið til að sjá hann hér við
mitt borð, og þá sérstaklega við slíkt tæki-
færi sem þetta“.
Naumast hafði hann lokið sögu sinni þegar
hershöfðinginn stóð upp ur sæti sínu, gekk
til hans, lyfti upp staupinu, sem hann hafði
verið að drekka úr og mælti: „Drekkum
skól gamla tjaldsins í Westminsterskóla!
Þér segið ekki söguna rétta, herra dómari.
Þau voru ekki tólf svipuhöggin, sem eg fékk
á fingurnar, nei, þau voru tvisvar sinnum
tóif. Talan var tvöfölduð fyrir þá sök að
nærri lá, að eg léti saklausan líða í minn stað.
Eins og þér munið var hann ætíð svo nær-
gætinn, gamli skólameistarinn okkar, að við
færum aldrei á mis við hina „réttlátu hegn-
ingu“.
„Það er satt sem þér segið. Nú man eg
það!“ mælti dómarinn.
„Munið þér þá einnig að skólameistarinn
okkar notaði tækifærið til að halda yfir okkur
þrumandi skammaræðu á latínu?"
En — getur það verið — eruð það virkilega-
þér, Mac Ivor, sem tókuð Ut hegninguna íyr’
ir mína hönd. Mér finst eg þekkja yður“.
„Yður missýnist ekki“, mælti hershöfðing"'
inn, eg er enginn annar“.
„Mac Ivor!“ mœlti dómarinn. „Hvílík ó-
hamingja að hitta yður hér, í þessum rauna-
iegu kringumstæðum----------og íklæddan ein-
kennisbúningi hinna dauðadæmdu konungS'-
manna“.
Það varð dauðaþögn í salnum litla stund.
Þar til hershöfðinginn rauf þögnina ogmælti:
„Herra dómari! Eg er klæddur einkennis’
búningi konungs míns, af því miklast eg.
Undir hans merkjum hefl eg barist fyrir heill
fósturjarðar minnar. Eg er hershöfðingi og
aðalsmaður, trúr þjónn míns herra. Fyrir
konunginn og föðurlandið vil eg glaður deyja“.
Að svo mæltu vék hann aftur iil sætis síns.
Dómarinn var hljóður það sem tfur var
veizlunnar. Næsta morgun, snemma, bjóst
hann til brottferðar og vissi enginn hvert
ferðinni var heitið. Áður en hann fór mælti
hann svo fyrir, að fanganum yrði látið líða
vel meðan hann væri í burtu.
Að þrem dógum liðnum kom dómarinn
heim aftur og lét þá strax færa til sín hers-
höfðingjanu.
„Herra dómari!" mælti hershöfðinginr. „í
nafni mannúðarinnar! látið mig ekki lifa leng-
ur, úr því eg á að deyja. Ef mér verður
lengur haldið í svona góðu fangelsi, þá fer
mig að langa til að lifa“.
Dómarinn svaraði í alvöruþrungnum, en
þó viðkvæ'rum og klökkum róm:
„Herra greifi Mac Ivor! Það eru nú liðin
26 ár síðan þér með tárvotum augum og
blóðuga hönd genguð framhjá mér og sögðuð:
„Gættu þess vinur, að snerta ekki oftar tjald-
ið, því það er svo sárt að vera sleginn á
flngurnar með svipunni“. Eðallyndi hers-
höfðingi! Þér eruð náðaður. Náðunarbréflð"
er undirskrifað með eiginhendi Cromwells al-
Verið'
„Ógjörla“, mælti dómarinn, „eg var þá svo
yflr mig af geðshræringu og taugaveiklun. —
ræðismanns.J Og nútsegi eg til yðar: