Heimilisblaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 10
8
HEIMILISBLAÐIÐ
Lífsábyrgðarfélagið „VIKTORIA"
er eitt af elstu og ríkustu lífsábyrgðarfélögum í Svíþjóð. Það býður viðskiftamönn-
um sínum svo mikla tryggingu sem framast verður fengin hjá nokkru lífsábyrgð-
arfélagi. Iðgjöldin eru lág, borin saman við hin miklu hlunnindi, sem það lætur við-
skiftamönnum sínum í té.
Innstæðufé félagsins eru 16 iuíljónir kr. Skráðar tryggingarupphæðir 70 miljónlr
kr. og í ágóða (bonus) hefir félagið borgað um 7 miljónir kr.
„Yiktoría44 veitir hagkvæmastar tryggingar fyrir karlmenn, konur og börn.
Aðalumboðsmaður félagsins er Björn Ólafsson, símritari á Seyðisfirði
A Eyrarbakka gefur Jón Helgascn prentari upplýsingar um félagið og tekur á mót.i
yggingum. Ungir menn og stúlkur, tryggið líf yðar.
Bæn hestanna.
#
Gefðu mér fóður svo eg sé ekki svangur,
og vatn þegar eg er þyrstur. Mundu eftir
því, að nú eru víða á þjóðvegum komnar
brýr yfir ár og læki, svo nú get eg ekki feng-
ið að drekka á ferðalagi eins oft og áður.
Ljáðu mér hús og sæmilega hirðingu, svo að
eg þurfi ekki að standa úti í vetrarfrosti og
jarðleysum. Berðu mig ekki. Begar eg er
að bera þig eða þína muni, þá skil eg ekki,
hversvegna þú ert að berja mig, mér finst
eg vilji þóknast þér í öllu, sem eg get. Sjáðu
um það að ekki sé kipt illmannlega í taum-
ana eða látin upp í mig frosin beislismélin
á vetrardag, þegar eg er beizlaður. — Láttu
mig ekki ganga berfættan á grýttum vegi eða
svellalögum á vetrardegi. Legðu ekki þyngri
byrðar á mig en eg get borið. Hnýttu hvorki
hestum né nautum í tagl mitt, slíkt hefir oft
kvalið mig og þreytt. Og þrýstu mér ekki
til að hlaupa harðara en eg get og umfram
alt lánaðu mig ekki ungum reiðgöpum eða
fyllirútum. Lofaðu mér að hviia mig þegar
eg er mjög þreyttur, eða er bólginn eða með
sárura undan reiðverum.
Alt, sem eg get unnið, skal eg vinna fyrir
þig með glöðu geði, einkum ef þú sýnir dá-
Jitla viðkvæmni og blíðu, og þó þú berjir
mig og sýnir mér illhryssingshátt, þá skal og
sarat vinna fyrir þig með góðu, ef þú svo
ekki á eíSdanum selur mig þegar eg er orðinn
gamall og heilsulítill, til ókunnugra manna í
ókunna átthaga; styttu miklu heldur líf mitt
þannig, að eg sem minst vitl af því, þegar
þér virðist að eg geti ekki unnið fyrir upp-
eldi mínu. Tú veizt, að eg get ekki talað
svo þú skiljir mig, en láttu mig ekki gjalda
þess. (Þjóðv.fél.alm. 1911). Tr. G.
Neistar.
Að lifa, það er að hafa réttlæti, sannleika,
skynsemi, samúð, hreinskilni, dómgreiud og
jkyldurækni sameinað hjartablóðinu, er flytur
sað með hverju lífæðaslagi um allan likam-
mn. Að lifa, það er að þekkja sitt eigið
aianngildi, að vita hvað maður getur gert og
rvað manni ber að gera. Lifið er samvizka.
Víktor Iíugo.
SKRÝTLUR.
A. : Hundarnir eru skynsamar skepnur, eg
held t. d. að hann Snati minu sé eins skyn-
samur og eg sjálfur.
B. ; Já, það held eg nu hka, en það er
sannarlega engin sönnun þess, að hann sé
skynsamur.
Útgef. og ábyrgðarmaður s
Jón Helgason, prentari.
Prentsmiðja SuðurlandB.