Heimilisblaðið - 01.05.1912, Side 1
Heimilisblaðið.
organgur.
H^ror^a^Q, nioí 1912.
5. íölu6loð.
Minning.
Eftir Sven Moren.
Lag: Ung Áslaug, eða Dei gamle fjell.
Þig barnsheimkynnið mceta mitt
í minni’ eg ávalt ber.
Til þín jeg hverf í hverjum draum’
og heilsa feginn þjer.
M'órg hœrri trje, mörg hærri fjöll
eg liefi sjeð enn þin,
en yndi' og vænleik eins og þinn
sjá avgun hvergi min.
Og víðar hefi’ eg sólskin séð;
þar sízt er munur á.
En hjartans sólskin fegurst fann
eg foreldrunum hjá.
Við þinna fjalla blessuð brjóst,
þú larndóm uppólst minn.
Hvar helst seni jeg í veröld verð
jeg veit mig drenginn þinn.
Þinn drengur enn jeg vera vil
og vera nefndur son.
Þinn móðurfaðmur opinn er
mjer enn, jeg hefi’ þá von.
Til þin! — Til þin jeg þrái fast.
Til þín of seint jeg næ.
I’ó seinna verði, samt jeg kem
og sjeð þig afiur fæ.
Br. J. þýddi.
Nokkur orð í Heimiiisblaðið.
—o—
Æskulýður íslands! Skylt er oss öllura
þrá skilning alls þess er skynfæri vor geta.
gripið, en jafn óskylt er oss, að efast um gildi
þess, er skynfæri vor ekki ná til að skynja.
Hlaupið ekki eftir mentarembingS'efanum,
er oft rýkur út af vitum þeirra, er halda, að'
þeir hafi lyklakippur vizkunnar á valdi sínu;
fleygið eigi hugsunarlaust frá yður barnatrú
yðar, fyrir hjal slíkra manna, því þér munuð
þess aldrei bætur bíða.
Berið lotningu fyrir Guði, þótt þér teljist
ekki sjá hann; — þér sjáið hann í dýrð nátt-
úrunnar umhverfis yður, sú sjón er dýrðleg,
— já, þó er margt í kringum oss, er nægi-
lega næm tilfinning gæti þreifað á og nægi-
lega skörp sjón gæti greint, en slíkan skyn-
færa-hæfileik vantar oss.
Eitt viðbótarskynfæri hefir oss hlotnast,
fyrir þögult og þrautseigt kapp einstakra-
manna, og þetta viðbótar skynfæri er smá-
sjáin, og fleira mætti benda á. Hversu auð-
veldlega sýnir hún oss fram á, að skynfæri
vor eru veik og fá, þar sem svo margt mun
umhverfis oss, er þau hvorki geta þreyfað á,
séð né heyrt. fó telja sumir, að af því skyn-
færi þeirra ekki fá greint Guðdóminn, þá sé
óaðgengilegt að bera augljósa lotningu fyrir
honum, og þó mun engutn dyljast að nafnið,
sem sameinar mátt hans fyrir vorum óstyrku
augum: alt í öllu, auglýsir sig á hverju
augnabliki, ef vér að eins veitum því eftirtekt.
Minnumst þess jafnan, að skynfæri vor eru
veik og fá; reynum að öðlast sem flest við-
bótarskynfæri, og keppumst eftir skilningi, en
minnumst þess og, að trúin er oss gefin til