Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 2
34 HEIMILISBL AÐIÐ HEIMILISBLAÐIÐ kcmur út einusinni á mánuði og kostar 75 aura Argangurinn ef blaðið cr borgað fyrirfram. Koetar annarB I krónu Argangurinn, og er þá gjalddagi bundinn yið 1. júlí. Uppsögn sé skrifleg og bundin við áramót, ógild nema komin eétil útgefanda fyrir 1. okt. llandhægast er að aenda blaðgjaldið í óbrúkuðum frímerkjum eða póstávísun. Utanáskrift blaðsins er: Heimilisblaðið, Eyrarbakka, Árnessýsla. BiapiEaMca—jMcamgcjMgi—MCjMcdMcaS biðlundar. eftír því þroskastigi, sem vér þá og þá stöndum á. Ef enginn hefði trúað því, að til væri sú smædd, er augum vorum væri um megn að greina, mundi enn naumlega sú útsýn fyrir 'hendi, sem orðin er, til óumræðilegrar bless- unar, og er þó að iíkindum litið séð enn, af þvi, er náttúran hefir þeim að sýna, sem með ósérplægni, eftirtekt og athygli knýja á hinar réttu dyr að Jistasafni hennar. Sýnum hinum ósýnilega alheimsmætti — hinum eilífa Guði — sanna lotningu og leyf- um trúnni að halda biðlund vorri i jafnvægi, þar til vér íyrir Guðs starfandi kraft í sjálfum oss og meðbræðrum vorum, getum skynjað það, sem vér hugsum oss að geta átt heimt- ing á að skynja, meðan vér dveljum hér. Hafið þér veitt því eftirtekt, að á einJægum 'Guðstrúarvegi munu menn ekki ilt fremja af ásetningi, eða því, að einlægur Guðstrúar maður mun jafnan sneiða hjá að villa aðra út af siðgæðisveginum. Hafið þér ihugað það, að gott heimili er auðveldast að eiga þar sem Guðstrúin á heima, — en gott heimili — friðsælt heimilislif, er dýrmæt eign — eign sem enginn má án vera. Hvert mannsbjarta er heimili út af fyrir sig, það þrýstir hinum lífgandi blóðstraumum til yztu eudimarka ríkis síns. Heimilin fara eins að, hinn lifgandi straumur þeirra er frið- ur og gleði. Eins og hjartasjúkdómar valda heilsubresti, þannig valda heimilissjúkdómar, o: lyndisannmarkar heimilisfólksins, heilsu- hresti heimilanna. Það er oft sagt um sjúk- linga; að þeir séu friðlausir, og eru þeim þá gefin kvalastillandi meðul, jafnt fyrir því, þó friðleysan stafi að eins frá litlum sýkingar- bletti í líkamanum. En frjð- og gleðivana heimili — þurfa þau ekki ekki einnig frið- stillandi meðul? Jú sannarlega. Minnumst þess, að hjartað er ríki út af fyrir sig, sem í samstarfi við eitt eða fleiri skapar heimili; að heimili er ríki út af fyrir sig, er í sam- bandi við fleiri heimili skapar sveitina; að hver sveit er einnig ríki út af fyrir sig, er í sambandi við öll hin héruðin leggja undir sig landið — skapa þjóðina, „Stífla skal á að ósi“, segir gamalt orðtak, og er það ei óviturlegt, þannig mun og auð- veldast að sporna við þjóðlöstunum, að byrj- að sé á heimiiunum, og til þess heillastarfs er æskan mjög vel fallin, þarágleðin helsta hreiðrið, og þar geymir framtíðin allar aðal- vonir sínar. Æskulýður islands! köllun þín er háleit og mikilvæg. Á heimilinu stendur vagga barnsins, Eden hins óspilta lífs, þar sem barnið nýtur hins fyrsta þroska, og aðdáanlegt er oft að sjá, hve móðirin, lúin af striti lífsins, og oft þjók- uð undir byrði fátæktarinnar, — er létt í hreyfingum kringum þennan vermireit ást- blóms síns, að sjá hve faðirinn, oft þreyttur úr hfsbaráttunni fyrir hagsmunavelferð heim- ilisins — brosir vonglaður barninu sínu. Frá þessum elskuríka vorgróða vænta þau gleð- innar saklausu inn á heimilið, þegar lífslúinn hefir klætt þau í alvörubúninginn, og Þarna vita þau, að fraintíðarvonirnar eru geymdar. Æska íslands! Láttu ekki vonir foreldranna falla í rústir, og, — þótt foreldrana hafi brostið uppeldishæfileika, ástríki og aðhlynn- ingu, sem stundum á sér stað að einhverju leyti, — þá látið hvorki þá né heimilið verða fyrir vonbrigðum. Friðsæld og saklausa gleði ert. þú heimilinu skyld að sýna. fað borgar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.