Heimilisblaðið - 01.05.1912, Side 6
38
HEIMILISBLAÐIÐ
til Hasting kamraerherra. Höeg var einnig
boðinn — og hafði enda beðið um fyrsta dans-
inn — og hún var ánægð og draumarnir
hennar margir og ljúfir.
Það hlaut eitthvað að koma fyrir þetta kveld
— eitthvað dásamlega dýrðlegt! — Og það
yrði að koma — einhverntíma á meðan hljóð-
færaslátturinn heillaði þau — og þau yrðu að
sitja út í horninu — því pálmarnir og ilm-
andi rósirnar myndu í rafljósabirtunni freista —
lokka gestina í danssollinum!----------
. . . Hershöfðingjafrúin herti upp hugann
og sýndi manni sínum gula kjólinn, er Agnes
hafði nú notað á öllum dansleikum síðastliðin
2 ár. Ekki yrði hjá því komið að skreyta
hann með dökkum kniplingum, en þá myndi
hann líka klæða Agnesi framúrskarandi vel.
Hershöíðinginn nöldraði eitthvað um það,
að úr því það yrði ekki hjá því komist, myndi
hann borga það sem það kostaði.
Og Agnes var yndisieg þar sem hún stóð
frammi fyrir speglinum að athuga hvernig
kjóllinn færi. Enginn tók eftir því að roða-
rósirnar á vöngunum voru bliknaðar, og drætt-
irnir kringum munninn orðnir dýpri. Hún
var í svo góðu skapi — hlakkaði svo hjart-
anlega til kveldsins — og þetta gerði hana
iangt um yndislegri en áður!
Og móðirin horfir á hana og dáist að henni
i huganum! „En eitt vantar þig, Agnes mín,
fallega rós til þess að láta í hárið“.
Ósjálfrátt litur Agnes á blómvöndinn sem
hún hélt á í hendinni — rósir og „gleym
mér ei“ — sem Höeg hafði fært henni um
daginn.
„Nei, dóttir mín! — Þú mátt ekki skreyta
þig með blómunum hans — ekki ennþá", bætti
hún við brosandi og vatt sér yfir að glugganum.
Hún sleit dökkrauðu rósina af rósviðnum sín-
um — rósina, sem hún hafði mest glaðst yfir
nú upp á síðkastið — og fæiði Agnes hana.
Og meðan hún var að koma rósinni fyrir í
hárinu brosti hún — en tárin komu fram í
augun og læddust eitt og eitt niður kinnarnar!
— Hershöfðinginn kom inn í stofuna. Hann
starði undrandi á dóttur sína og mælti:
„Carmen — það er Carmen!" Og um leið
og hann fór, byrjaði hann að raula eitt af
lögum Bizets.
Vagninn var ekinn af stað.
Hershöfðingjafrúin mókti í hægindastólnum.
Hana dreymdi Ijómandi drauma um herra-
mannssetur með turnum, útskornura bustum
og gyltu gaflhlaði — og um gróðurhús með
hundrað dökkrauðra rósa — og hún mátti
taka eins margar og hún vildi-----------því
alt þetta átti hún dóttir hennar.------
Höeg og Agnes höfðu dansað og drógu sig
inn í hljóðfærasalinn. Hann hallast upp að
slaghörpunni (Flygelet) en hún er hálffalin bak
við blómsturtré. Henni finst hann aldrei hafa
verið jafn yndislegur — jafn aðlaðandi og
karlmannlegur — og í kveld. Eitthvað svo
alvarlegur — en þó svo dýrðlegur.
„Fröken Agnes!" segir hann, „eg er svo
hjartanlega ánægður — þykir svo vænt um
að hafa kynst yður. Þér eruð eitthvað svo
undarlegar — og mér finst eg verði að trúa
yður fyrir helgustu leyndarmálum mínum.
Lítið þér nú á mig! Skín ekki gleðin og.
ánægjan allstaðar út úr mér!“
„Eg veit ekki —“ segir hún brosandi. —
„Það er eitthvað óvanalegt sem eg ekki get
skilið. “
„Fröken Agnes! Á morgun fer eg til
Montreux að sækja unnustu mína. Hún hefir
verið þar sér til heilsubótar í þrjá vetur —
og í dag fæ eg þœr yndislegu fréttir að hún
sé albata. Við höfum síður viljað gera heyr-
um kunna trúlofunina — en í sumar þegar
gömlu eykitrén iaufgast, kem eg með Louise
Marie — litlu drotninguna mína og set hana
í hásætið á Tornholm. — Drotning!“ endur-
tekur hann brosandi — „það á uú annars illa
við — lýsi henni ekki rétt — hún er svo við-
kvæm og blið. En þér, fröken Agnes!“ —
segir hann og færir sig nær henni — „þéi