Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1912, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.05.1912, Qupperneq 8
HEIMILISBLÁÐIÐ 40 Efnin eru talin að vera þessi: fosfór, kalk- efni, eggjahvítuefni og brennisteinn. Feitin er um 9 kr. kirði, járnið naumast nóg í lítinn nagla, sykur og salt afarlítið. Kalk aftur á móti er svo míkið, að kalka roætti veggi á meðal hænsahúsi; fosfórinn nægði i 2200 eldspítur, magnesium mundi verða nóg til að skrautlýsa leiksvið einusinni, og eggjahvítuefnið samsvaraði um 100 eggj- um. Betta alt til samans verður þá ekki meira en tæpar 27 krónur., nógu skemmtileg til- hugs\in fyrir þá, sem líta stórt á sitt eigið Jeg“- Tlgnir menn dýraTÍnir. Alexandra Englandsdrotning er dýravinur mikill. Fessvegna ber hún aldrei hami né fuglafjaðrir til skrauts. Óttast hún fyrir að vissum tegundum fugla vevði útrýmt, til þess að svala hégómaskap og skrautgirni kvenna, Vilhjálmur Fýzkalandsjöfur er og dýravinur, má drotning hans gera sér að góðu að tak- marka mjög fjaðraskraut sitt. Talið er vist, að aðferð þessara stórhöfð- ingja hafi góð áhrif á þá, sem neðar st.anda, og meir verði gert að því framvegis að vernda þær dýrategundir, sem nú sæta hörðustum árásum af skrautgirni manna. [K. foddi]. Handa börnunum að lesa. Óli litli. Óli litli var ekki nema 4 ára gamail. Fá var það eitt kvöld í kalsa veðrí, að fátækur drengur kom berfættur inn til mömmu hans. „Ertu svangur?“ segir mamma óla víð (lreng- inn. „Já“, segir drengurinn með eymdarróm. „Er þér kalt?“ spurði hún ennfremur. „Já“, segir drengurinn og fór að gráta. Konan segir honum nú að setjast hjá ofninum og hita sér, síðan gaf hún honum vænan matarbita, sokka og skó á fæturna, skórnir voru honum að vísu heldur stórir. Drengurinn þakkaði henni fyrir sig og þaut af stað glaður og ánægður með stóru skóna sína. Daginn eftir heyrði Óli litli að nokkur börn voru að hrópa fyrir utan húsið. Hann dregur stól að glugganum til að standa á, tekur sokka undir hendina, klífrast upp á stólinn og virti nákvæmlega fyrir sér barnahópinn úti. Mamma hans spyr hann þá, að hverju hann sé að gá. „Eg er að gá að því“, segir Óli litli, „hvort öll börn- in eru í sokkum“. Skrýtlur og kýmisögur. Einusinni kom maður nokkur vel klæddur inn í sölubúð gullsmiðs nokkurs í Lundúna- borg, og beiddi hann að lofa sér að skoða nokkra bikara, er stóðu i glugganum, og benti um leið á 2 silfurbikara logagylta. „ Þetta eru veðreiðarverðlaun“, sagði gullsmiðurinn, og rétti komumanni um leið annan bikarinn. „Veðreiðaverðlaun! Hvað er það?“ „Jú, þeir eru pantaðir til að vera veiðlaun handa þeim, sem skara fram úr víð veðreiðar". „Nú, nú, þá skil eg yður. En heyrið þér til! Eigum við ekki að hlaupa í kapp um annan þeirra?“ og á sama vetfangi tók hann á rás með bik- arinn í hendinni og gullsmiðurinn á eftir, En komumaður vann verðlaunin. HARRISON’S- PRJÓNAVÉLARNAR heimsírægu útvegar loftur bjarnason Eyrarbakka. Útgftf. og ábyrgðarmaður: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.