Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 45 Saga skipstjóra Nútters. Y Ö L D eitt komu nokkrir gamlir skipstjórar saman sér til skemtun- ar í gistihúsi einu í New-York. Þeir ræddu um alla heima og geima, sögðu hver öðrurn hreystisögur af sjálfum sér og hlóu dátt að mestu svaðilför- unum sem þeir höíðu af karlmensku komist fram úr. Skipstjóri Nútter var karlmannlegur maður og fagur ásýndum. Hann hafði verið talinn ágætastur skipstjóri á sinni tíð. Það var nú komið að honum að segja sögu sína. Hann ýtti frá sér vínglasinu, sem honum hafði verið rétt, án pess að bragða á því, og hóf máls á þessa leið: „Eg ætla segja ykkur atvik úr lifi mínu, há æskuárunum. Það hefir haft þýðingar- nfikil áhrif á alt lif mitt síðan: Eg var ungur, þegar eg fyrst féði mig til sjós, og þegar eg var 14 ára gamall, fanst Infh- eg vera orðinn mesta sjóhetja. Átján ará gamall réðist eg á iudverskt skip. Við voium 6 drengir á skipinu á likum aldri og höfðum sörnu verk af hendi að inna daglega. Við borðuðum saman og vomm í rauninni eins h'áskildir eidri hásetunum eins og sjálfum ýfirmönnunum. Skipstjórinn var alúðlegur og gócm.enni, en brá þó fyrir þótta í svip hans. ó við værum ekki mikið með hinum háset- Unum, þá lærðum við þó fljótt af þeirn af neyta áfengra drykkja. Og þar sem við kom- Uni í land, drukkum við óspart. Þo var einn, sem ald.ei vildi smakka á vini, Hann hét Jon Small, ættaður frá New Jersey. Hann ^yndi oft að fá okkur til að hætta að drekka. að tntíum hannig undir þær málaleitanir, Það ann þakka fyrir að sleppa óskemdur. eft.ir ^ töngu áður en við tókum efti t t^ skipstjórinn veitti Jóni sérstaka 6 Þegar hann fór í land, hafði hann 011 me® s®r> öðrum fremur. Eins og nærri ma geta, vakti þetta afbrýðissemi okkar og V1 reyndum sem oftast færi gafst að skap- rauna Jóni. Og þó var Jón bezti drengur, það urðum við að viðurkenna með sjálfum okkur. Hann var vingjarnlegur, hreinskilinn og trúfastur vinur, og námfúsastur okkar allra. Hann varði öllum frístundum sínum tii að lesa í góðum bókum, en við eyddum okkar i svall og óreglu. fað var þó fyrst, þegaj Jón var kjörinn einn úr okkar hóp til þess að halda vörð á þilfar- inu, þegar yfirmennirnir voru öðru að sinna, að hann varð verulegur þyrnir í okkar aug- um. Og þá bundumst við þeim ódrengilegu samtökum, að hætta ekki fyr en við hefðum fengið Jón til að neyta áfengra drykkja. Eftir að við höfðum fastákveðið þetta, urð- um við betri við Jón, og hann varð glaðari en áður. Við bjálpuðum honum og hann okkur aftur. Við vorum á heimleið frá Brasilíu og kom- um við i Rio-Janeiro og dvöldum þar vikutíma. Einn góðan veðurdag fengum við drengirnir leyfi til að vera allir i landi heilan dag. Okkur þótti heidur en ekki vænt um þetta og bjugg- um okkur sem bezt við kunnum. f’egar við komum í land, stakk Jón strax upp á því, að við færum að skoða merka sögustaði og söfn í borginni. Við vorum ekki stórhrifnir af þeirri uppástungu, en létum þó tilleiðast, en settum það upp, að hann borðaði með okkur miðdegisverð. Enda þótt Jóni væri ekki um þá uppástungu, þá lofaði hann því þó til samkomulags. Við höfðum nú fastafráðið að Jón skyldi drekka með okkur og koroa kendur um borð að kvöldi, væntum við þá að álit skipstjóra á honum mundi minka. Þegar leið að miðdegisverði, pöntuðum við mat á gistihúsi einu og var Jón hinn glaðasti. En þegar máltíðinni var lokið og vinflaska og glös var sett inn á borðið, þá varð hann dapur í bragði. Við reyndum fyrst að fá hann til að bragða á víninu með góðu, töldum honum trú um, að það gerði henum ekki neitt, þó hann aðeins smakkaði það, og það væri blátt áfram ókurt-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.