Heimilisblaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 1
||crla lífsins.
Ein langdýrsta perlan, sem lífs finst í sœnum
er Ijósglaða smámeyjan hérna í bœnum,
með sólstráðn lokkanna hrynjandi hrannir,
sem hringast og veltast um barmsins fannir.
En hvað hún er skritin: það skdið ei fœr
hún
hve skjótlega valdi á hjarta mér nœr liún.
í heiðveldi augnanna táraljós titrar,
sem tindrandi skúr, er und sólinni glitrar.
Og alla þá grátfegurð öðlast hún hefur,
sem eygló í táradýrð regnbogans vefur.
Samt kemur hún stundum svo kímin og
glettin,
og kyssi’ eg pá hönd hennar, tekur liún
sprettinn
og byrstir sig til mín, svo brosir hún aftur;
en brosið pað, |i að er sigursins kraftur.
Úr brjósti mér sársaukann bros hennar tekur,
hið bezta sem til er í sál minni' hún vekur,
sú Hfsperlan dýrsta, sem yndi er öllum;
nei, engin finst þvílik i konganna höllum.
Ö, gráti’ hún þá er sem dymmi í dölum,
og drjúpandi hrygðarský grúfi' yfir sölum.
En hlœi’ hún, og syngi' hún, og hlaupi
hún til ömmu,
þá hlcer lika vonarsól pabba og mömmu.
I Eg vona hún dafni; eg veit að hún lifir,
og vonarljós tendrar hún gröf miuni yfir.
| Sú lífsperlan dýrsta, sem yndi er öllum,
nei, engin finst þvílík í konganna höllum.
Són aSlunótþson,
jjeimilistfarsoeld.
Úr „Bonclevennen“.
0, hve marga hefir fireymt um heimilis-
farsæld. Um hana hafa snúist fegurstu hugsjón-
ir sveina og meyja. Og mörgum hefir það ver-
ið einhver bezta upplifgunin i erfiðleikum lífs-
ins að hugsa um sitt eigið góða heimili.
Svo á það að vera. Æskan þarf hugsjóna,
og ein hin fegursta hugsjón er gott og farsœlt
heimili.
Hvernig viltu hafa pitt heimili.
Það á að vera gott og farsælt. Þar á ekki
að vera nein tvídrægni, reiði né þræta. Ekk-
ert nema kærleikur! Þar á hver að bera ann-
ars byrði. Og þar á hver að geta fundið hvíld
og endurlífgun í hversdagsönnunum.
Hafa nú þessir draumar ræzt? Hafa þess-
ar hugsjónir orðið að veruleik? Já, stundum.
En alt of sjaldan.
Hvað veldur því?
Það er fljótsagt. Heimili þitt getur ekki
orðið gott, nema pú sért sjálfur góður. Að
sama skapi, sem þú ert þinnar „lukkusmiður“,
ertu lukkusmiður heimilis þíns.
Þú, eiginmaður! mátt ekki heimta af konu
þinni, að hún geri þig farsælan. En þú áft að
heimta af sjálfum þér að gera hana farsæla.
Og þú, kona, mátt ekki ætlast til að bóndi þinn