Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 2
10 HEIMILISBLAÐIÐ gera þig farsœla. En heimtaðu af sjálfri þér að gera bónda þinn farsælan. Þetta er grund- völlur farsældarinnar. Það þarf ekki þúsundir króna, ekki hljóð- færi, ekki myndir á veggnum til að gera heimilið farsælt. Það þarf aðeins kœrleika. Það ligg- ur við að segja megi, að farsældin standi í öf- ugu hlutfalli við auð og þægindi. Maður þarf að uppala sjálfan sig. En það veitir mörgum því erfiðara, sem hann getur látið meira eftir sér. Maður þarf að uppala sjálfan sig, til þess að geta afneitað sjálfum sér. Það kostar á- reynslu að læra þá list, og það vilja of fáir leggja á sig. Það borgar sig þó vel. Kunnirðu ekki þá list, að slaka til við aðra, gerirðu heimili þitt ófarsælt og sjálfan þig með. Maður! met þú konu þina meira en sjálf- an þing. Kona! met þú bónda þinn meira en sjálfa þig. Með því gerið þið heimili ykkar farsælt. En alla æfi þurfið þið að æfa ykkur i sjálfsafneitun hvort gagnvart öðru. Sú list verð- ur aldrei full-lærð. Eitt er þó enn, ef duga skal. Og það er andlegt samband við gjafarann allra góðra hluta. Ef þið finnið stöðugt til þess, að Guð er ykkar insta og verulegasta líf, og ef þið, bæði í sameiningu ástundið að þroska það líf, og taka óaflátanlega framförum i kærleika Guðs og trausti á honum, þá skína farsældargeislar út frá sáium ykkar yíir alt heimilið. Þar verð- ur þá starfsemin að hvíld, mótlætið að styrk- ingarefni og alt, sem mæðir verður til góðs. Þar verður sönn heímilisfarsœld. Br. J. þýddi lauslega. ipakmœli í ljóðum. Ef þér er áhugamál öðrum til hjálpar að vera eigin hags áhyggja þín óskaðleg verður og létt. Jorrasól. Þorrasól í heiði hlær, hlýja birtu sendir, hjarta mannsins hita Ijær, hrygðin burt svo vendir. Vermir hún okkar von og ást og viljann góða hvetur. Dýrðarmerki drottins sjást á dæmi engu betur. Guöm. Jlönguhringurinn. (Eftir Th. Grisinger). (Niðurl.) „Þér talið mjög greinilega, ungfrú, og þér getið reitt yður á, að eg verð ekki yður til ó- þæginda. En eg get ekki með jafn léttu geði og þér hlaupið yfir málið, þvi að þessi sjö ár, sem eg . . .“ „Þeir tímar eru löngu liðnir, sjö árin, — saga Jakobs og Rakels, — og svo verð jeg að álita, að þér þekkið svo hagi mina, að þér sjá- ið að eg get ekki giftst fátæklingi. Nei, ást og uppsprettuvatn er mér ekki neitt. Og eg hef nú afráðið að lofast herra Karli Broard, því að með því sé eg mér bezt borgið. Og þetta var ástæðan til þess, að eg leitaðist við að ná tali af yður einslega. Óg jeg vona, að eg hafi tal- að svo skýrt, að ekki þurfi að eyða fleiri orð- um um þetta efni.“ „Nægilega skilmerkilega, ungfrú. Og svo vildi eg þá biðja yður að skila mér aftur hringn- um mínum, sem einn tengir okkur enn þá saman“. „Hringnum yðar,“ hrópaði Elísa og varð dreyrrauð. „Já,“ hélt Jakob áfrarn. „Hann er að vísu ekki verðmikill, en hann er trúlofunarhring- ur móður minnar heitinnar, og þessvegna er hann mér hjartfólginn. „N—ú,“ svaraði Elísa hlæjandi, og reyndi að dylja vandræði sín. „Þér eigið við litla,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.