Heimilisblaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 3
HEIMILISBL AÐIÐ
11
þunna hringinn. Hann hrökk sundur fyrir
löngu síðan, og mér datt ekki í hug að halda
saman brotunum.“
Jakob varð orðfall. En augu hans, sem
hvíldu á EIísu, lýstu sorg og reiði. Að fimm
mínútum liðnum hafði hann kvatt hjónin, og
hraðaði göngu sinni til járnbrautarstöðvanna, til
þess að ná lestinni til New-York.
Strax og hann var úr augsýn, nam hann
stað, og rétti úr sér, eins og hann vildi fleygja
af sér þungri byrði. Hversu mjög höfðu hon-
uni brugðist Ijúfar vonir við endurfundi hinnar
ástkæru, bláeygu Elísu. Og hversu hlaut hann
að liða fyrir harðýðgi hennar.
Jakob hélt áfram leið sinni, en mætti snögg-
lega kvenmanni við bugðu á veginum, og varð
hún auðsæilega glöð við samfundina. Það var
Nellie Lee, á leið til búgarðar Lights, til þess
að skiía af sér saumum.
„Jakob, Jakob!“ kallaði hún glöð, og rétti
honum höndina. „Hvað það gleður mig að sjá
þig . . . Fyrirgefið“, mælti hún eftir stundar-
þögn, „að eg lét gleðina hlaupa með migí gön-
ur af þO að sjá yður aftur eftir svo lengi lið-
inn tíma.“
I augum Jakobs mátti einnig lesá ánægjuna
við samfundina. Og hann hélt hönd hennar
lengi í sinni. Hún var áreiðanlega hin sama
og áður, og orð hennar voru enn þau, er greið-
asta leið finna að hjartanu. En nú var hún
vaxin, orðin fullþroska kvenmaður, fríð, ef til
vill fríðari en Elísa.
„Þakka þér viðtökuna, kæra Nellie. Hvern-
ig . . . En Guð minn góður, hvað er það sem
eg sé!“
Jakob fölnaði og slepti hönd hennar. Hann
hafði séð slöngumyndaðan gullhring á hönd
hennar.
„Hvað er þetta?“ spurði Nellie. „Þér er-
uð eins óttasleginn, eins og þér hefðuð stigið
ofan á höggorm.“
„Ekkert, eða réttara sagt ofurlítið, og skal
eg þegar skýra það fyrir yður. En eg geng út
frá því að þér séuð á leið til búgarðar Ligths
•og að þér komið bráðum aftur.
„Já, jeg kem undir eins“.
„Gott, þá ætla eg að bíða yðar hér, og
fylgi yður siðan heim, ef þjer hafið ekki neitt
á móti þvi.“
Nellie flýtti sér af stað og fylgdi Jakob
henni með augunum meðan hann mátti, svo
settist hann á vegbrúnina og varð hugsi. Hann
var að bera þær saman, Nellie og Elísu, og
þrátt fyrir auð og metorð Elísu, varð þó Nellie
ofan á í huga hans.
Það voru varla liðnar tíu mínútur, þegar
Nellie kom aftur. Jakob gekk móts við hana
og hóf þegar mál sitt:
„Það sem jeg vildi við yður segja, kæra
vinkona, er það, að eg þykist eiga hringinn, er
þér berið á fingrinum."
„Já, Jakob,“ svaraði Nellie umsvifalaust.
„Hringinn átti móðir yðar, og eg get imyndað
mér, að það sé eina endurminningin, sem þér
eigið um hana.“
„Já, svo er það. En hvernig hafið þér
orðið eigandi að hringnum. Hafið þér fundið
hann?“
Nei, Jakob, en eg keypti hann. Það eru eitt-
hvað þrír mánuðir síðan, að eg, eins og i dag,
skilaði ungfrú Light saumuðum fötum, og hitti
þar hr. Broard, sem mér var þá þegar sagt að
að væri unnusti hennar. Þau voru að pranga
ýmsum munum í Natan gamla, gyðinginn.
Einkum voru þar gamlir skartgripir, er verzlað
var með. Broard var nærri því engu minni
okrari en gyðingurinn sjálfur. Meðal skartgrip-
anna var og hringurinn; sem þér sáuð á fingri
mínum. Það gekk greiðlega að þinga um brjóst-
nálarnar og eyrnahringana, en öðru vísifórum
litla slönguhringinn. Gyðingurinn vildi að eins
gefa þrjá dollara fyrir hann, en Broard vildi fá
rneira. Jeg gaf Natan gamla merki án þess
þau yrðu vör, og bauð hann þá fyrir hann 4
dollara. Fyrir utan búgarðinn beið hann eftir
mér, og keypti eg þar hringinn fyrir ofur-
lítið hærra verð. Þannig er því þá varið, að
þessi minjagripur móður þinnar heitinnar er í
mínum fórum“.
Jakob hafði hlustað þögull á sögu hennar,
en er hún hafði lokið henni, dróg hann and-
ann þungt og mælti:
„En Iivað fanstu við hringinn, Nellie, að
þú skyldir vilja kaupa hann: