Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 4
20 HEIMILISBLAÐIÐ Mig langar til að minnast á nllrci algeng- ustu syndirnar, er menn að jafnaði drýgja gegn likama sínum og hreysti. Eg get ekki talið allar upp. Þær eru svo óttalega margar. Nefni aðeins fáeinar og að mestu af handa- hófi. Flestar þeirra má telja til ofmenningar, eða þá rangt stefnandi menningar. Sumar eru heimatilbúnar. Aðrar aðfluttar. Fvi, JHkrósir. Eftir d’Etangs. Hún stóð við litla borðið í fátæklegu stof- unni sinni og var að búa sig. Litli spegillinn, sem hún skoðaði sig í, rúmaði aðeins lítinn hluta fegurðar hennar. Tvö kertaljós lýstu upji fátæklega heimilið hennar. Hvílik fegurð! Hvílik smekkvisi i búningi! Svartur silkikjóll féll að beinvaxna líkamanum; háls og handleggir naktir, mjallhvitir. Svarta hárið var undið í hnút í hnakkanum, og augun tindruðu af fjöri og heilbrigði. Kinnarnar heit- ar og rjóðar, og um varirnar lék stöðugt bros. Þó var það eitt, sem gaf henni breyttan, ókunn- an blæ. Það voru rósir — gular rósir, skraut- miklar MaréchalI-Rial-rósir, sem hún skreytti með höfuð sitt; þær lágu eins og helgibaugur um hár hennar; hún festi þær einnig við kjólinn sinn, á brjóstið, og lét þær vefjast hverja um aðra niður siðurnar. En hvernig hafði þessi fátæka stúlka — skartbúðarkonuþernan — eign- ast þessi undurfögru blóm og alt skartið? — Dyrunum er lokið upp og madama Lange — húsráðandinn — kemur inn. „Guð minn góður, hvílíkur yndisleiki! Get eg ekki gert neitt fyrir yður? Almáttugur! hvar hafið þér fengið þessi blóm? Komið inn með mér, eg verð að sýna börnunum yður!“ Börnin bópuðust utanum hana, og létu að- dáun sína í ljós með hrópum og lófataki. En þau ætluðu tæpast að þekkja hana í fyrstu — þau vöndust henni aðeins í hversdagsklæð- unurn. Madama Lange sagði að hún gæfi ekki eftir greifadótturinni; og þau fögnuðu öll — móðirin og börnin — yfir binni Ijómandi kven- fegurð og óvanalega skarti. Skrautið vakti líka tvöföld áhrif þarna, vegna þess hve fátæklegt var umhverfis. En María— því að það var heiti hennar— bað þau að lofa sér að vera einni. „Eg vakti í nótt við kjólinn minn ; eg er þreylt.“ Það bat'ði gengið hálftregt að koma djásn- inu í þetta snið. Svarti kjóllinn var — þegar alls var gætt — gamall og lóslitinn, en iðnar og viljagóðar höndur höfðu þó komið honum í þetta horf með ýmsu skrauti og blómunum, að bann var sem nýr af nálinni. Ofurlítið af kniplingum hafði húsmóðir hennar gefið henni, og slæðuna hafði hún keypt. En rósirnar, hvaðan voru þær? Hið mikla skraut þeirra töfraði, og þær sendu Ijúfan ilm út um heibergið. — María sat hreyfingarlaus í stólnum. Henni kom móðir sín í hug. Hún hafði á:iur átt þenna kjól. Hún hafði látizt fyrir rúmu ári, og látið eftir sig þetta einkabarn, fátækt, ætt- ingja- og vinasnautt. „María, elsku barnið mitt, reyndu að verða góð stúlka,“ hafði móðir hennar oft sagt við hana. Hún hefði séð með ótta og kvíða fram á að skilja þessa kvenfegurð — einkabarnið sitt — eftir i heiminum, vinalaust og fátækt. María hafði að þessu verið góð stúlka, en hún var hégómagjörn og glysgjörn, og vissi það eitt fegurst, að vera skrautklædd. * * * Lesarinn yfirgefur um stundarsakir ber- bergið hennar Maríu. Hann verður að nema staðar við stórt og skrautlegt hús. Þenna sama dag ríkir sorg og þögli í þessu húsi —- einka- dóttir auðugra og velmetinna hjóna hefur and- ast þar í blóma lífs síns. títóri salurinn er þakinn blómum — blómum af öllum tegund- um. Auk sorgarviðsins og pálmablaðanna og aragrúa ýmislegra blóma í öllum Jitum, voru þar margar tegundir af rósum, hvítar, rósrauð- ar, dumbrauðar og gular Maréchall-Rial-rósir. Sjónarsviðið er mjög gagntakandi, fagurt

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.