Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1914, Blaðsíða 6
HEIMILISBLAÐIÐ hún örmagnaðist af skelfingu við sýn, sem blasti við henni. Það sat kvenvera á stól við sauma- borðið hennar, og hafði augun lokuð; hárið, sem skift var fyrir miðju, féll pykt og mikið, dökkgljáandi niður um hinn íturvaxna líkania hennar, sem var hálfhulinn mjallhvítum atlask- hjúpi. „María,“ sagði veran í lágum róm. „María. ■eg kem til þín, vegna þess að eg vil fá blóm- in mín aftur. Hvers vegna tókstu þau frá mér! Hvað hafði eg unnið til þess, að þú þyrftir að ræna mig? Þau voru mér hjartfólgin, þessi blóm, þau voru hinsta ástarkveðjan frá honum, sem eg unni hugástum. Eg skeytti engum 'blómum nerna þessum — einmitt þessum blóm- um; eg ætlaði að taka þau með mér i gröfina. — Veiztu hvað það er að deyja, kveðja alt, sem rnanni er hjartfólgnast og ástkærast, kveðja heilbrigði og lífið aðeins átján ára, það lif, sem heitir einskærri ástarsælu og unaði og fegurð. Þú lifir og andar og ert heilbrigð, þú ert fögur og átt hjarta hans, átt alt, sem eg hlýt að verða án og sakna, og þó hefur þú gerst þjóf- ur og rænt mig í fátækt minni. Þú gazt ekki unt vesalings, látnu ungmeynni þeirrar hinstu gleði, að njóta þessara óbrotnu blóma, en þó hugfólgnustu eigninni —gulu rósunum minum.“ Svo huldi veran höfuðið í höndum sér, og Maríu heyrðist hún gráta. María komst aftur í rúmið með naumind- um; en hún var ísköld og stirð. Eftir langa og órólega andvöku féll hún loks i svefn. * * * Þegar María vaknaði morguninn eftir, skein ■sólinn inn um gluggann til hennar. Hún fór i fötin, en höfuðið var þungt, og hana svimaði. Hafði hana dreymt um nóttina, eða hafði sýnin verið veruleiki. Hún mátti ekki hugsa til næturinnar nema með hryllingi, og fyrsta verk hennar var að tina saman leyfarnar af líkrósunum, sem hún hafði prýtt með kjólinn sinn á dansleiknum kvöldið áður og setja þær í vatn. — Madama Lange kom inn. „Góðan dag, góða mín; en himnanna guð, ósköp eru að sjá yður! Eruð þér veik? Skemt- uð þér yður ekki við dansleikinn. í öllum bæn- um afklæðist aftur. Eg skal færa yður kaffi í rúmið!“ En María anzaði því engu, en spurði að- eins, hvort hún kynni engin ráð við því, að lífga aftur visnuð blóm. „En guð minn og skapari! hvað ætlið þér að gera með þessi fölnuðu blóm. Það sem er dáið, verður ekki lífgað aftur. En þér gætuð spurt blómasalann hérna hinumegin götunnar um það. En þér ættuð heldur að afklæðast, því að þér eruð auðsæilega fár-sjúk.“ En María gat ekki sofið. Hún klæddi sig í yfirhöfnina i sóttveikis-ákafa og þaut út til blómasalans með bliknuðu leifarnar af gulu rósunum. „En hvað ætlið þér að gera með þessar visnu rósir, ungfrú góð?“ svaraði blómasalinn henni. „Þær hafa, svei mér, komið að tilætluð- um notum. Þér skreyttuð yður með þeim á dansleik í gærkveldi. og þér þóttuð þar hin fegursta, heyri eg sagt. Þér notið aðrar rósir með nýju lifi og nýrri fegurð næst. Það nær ekki lengra.“ — María var sem i draumi við vinnuna. Sig- urför hennar í danssalnum, samfundir hennar og ásthugans gátu ekki vikið úr fyrirrúmi skelfingu siðustu nætur. Og hún kveið næstu nótt, ef veran kynni að birtast henni aftur. Hún reyndi að vinna af kappi um daginn. Hún vonaði að þreytan myndi svæfa hana. En henni leið illa, hún ýmist skalf af kulda eða hafði hitaflog. Þegar hún kom heim um kvöldið, flýtti hún sér að afklæða-t. Hún sofnaði skjótt, en ekki hafði hún sofið lengi, þegar hún hrökk upp og sá Ijósrákina aftur. Og hún varð aftur eins og ósjálfrátt að fara á fætur. Og þar sat veran á sama stað, eins og nóttina áður. En nú sat hún með augun opin, og horfði sorg- blöndnuásökunaraugnaráði á Mariu. Veran mælti: „María, hvar eru rósirnar minar? Eg hefi biðið allan daginn eftir því að þú kæmir með þær, — jafn vel þótt þær væru bliknaðar og dánar. Hvers vegna komstu ekki með þær? María — María! Hvers vegna komstu ekki með gulu rósirnar minar!?“

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.