Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 6
28 HEIMILISBLAÐÍÐ Jeykitréð frúarinnar. Eftir Agnete Thyregod. I. Sóliti var hátt á lofti og varpaði brennandi geislum sínum yíir þjóðveginn, sem virtist mann- Iaus í svipinn. Það var dálítill volgur vindur er sveipaði rykskýjum merkur og engi, blöð og blóm. Fátt var um tré svo ferðamaðurinn var varnarlaus fyrir vindi og sólarbruna. En bœndunum þótti vænna um sjálfa sig og hestana sína en svo, að þeir væru á ferð í slíkum brennandi hita nema nauðsyn krefði. Vindurinn lék sér óhindrað að einu rykskýinu á fætur öðru, en stanzaði ofurlítið, á milli eins og til þess að draga andann, og byrjaði svo á nýjan leik. I einu hlénu sást til ungrar stúlku er kom fótgangandi eftir veginum. Hún var snoturt klædd. Hún var í svörtu pilsi en hvítri treyju og lágum upphlut, og sýndi þessi búningur hið ítra vaxtarlag hennar. Á höfðinu hafði hún litla flöjelshúfu og niður herðar hennar féllu tvær langar, Ijósar íléttur. I hendinni har hún lítinn böggul, vafinn innan í hvíta svuntu. Hún gekk hægt og horfði niður fyrir fætur sér, og virtist alls ekki verða vör hinna brenn- andi sólargeisla. Hún var auðsjáanlega í djúp- um hugsunum. Alt í einu leit hún upp. Hugs- anirnar höfðu svo gagntekið hana, að hún vissi varla hvað hún fór. Nú var hún komin að gatnamótum, og stanzaði því eitt augnablik, ó- viss hvern veginn hún ætti að halda, en hélt þó áfram þann veginn, er lá til vinstri handar. Ferðalag hennar virtist yfirleitt vera mjög óá- kveðið. Skömmu síðar kom hún auga á skóg er lá framundan, og hraðaði hún nú ferð sinni þangað. Ó, loksins! — — Hún dró djúft andann er hún kom inn í hinn skuggsæla og svalandi beykiskóg. En hvað var þetta? — Hvaða hljóð var þetta — eins og af bylgjum er brotna við ströndina? — Omurinn virtist koma frá stóru hæðinni fram undan. — Skyldi hún í raun og veru vera svona nálægt ströndinni ? Eftir fárra mínútna gang stóð hún uppi á hæð- inni, með hið bláa, sólglitrandi Eyrarsund fyrir fótum sér. En hvað það var hressandi að leggjast nið- ur í svalt grasið og anda að sér tærum sæ- blænum, Þarna lá hún grafkyr og horfði upp i heiðbláan himininn millum greinanna á stóru heinvöxnu bey^kitré, og hlustaði á bylgjuskvamp- ið, suðuna í skordýrunum, og blæinn er þaut í laufi trjánna. „En hvað þetta er fallegt tré,“ sagði hún eins og við sjálfa sig, „og hvað það er gott að hvílq. sig í skugga þess.“ Svo fór að síga á hana svefnmók, en hún reyndi eftir megni að halda sér vakandi. Svefninn varð þó lienni yfirsterkari því brátt var hún fallin i fastan svefn. — — — Henni virtist nú hún heyra fagran hljóðfæra- slátt. Það var samspil af djúpum, angurblíðum ómum, háum en hljómþýðum, en öðruhverju blönduðum veiku blisturshljóði, er til samans mynduðu hugðnæmt samræmi. Hún þóttist nú rísa á fætur og litast um. Alt í einu heyrði hún hljómþýða rödd rétt hjá sér er sagði: „Vertu ekki hrædd fagrn, unga stúlka, því eg vil þér aðeins vel.“ Hún horfði undrandi upp í tréð, því þaðan virtist henni röddin koma. A miðjum stofninum var stór sprunga í berkinum, og þar sá hún gægjast fram höfuð ungrar og fagrar konu, er heygði sig yfir hana. „Eg veit að þú ert góð stúlka, Kristín,“ sagði konan. „Jeg veit hvað á dagana hefir drifið fyrir þór hingað til, og eins það sem fram- tíðin geymir í skauti sínu þér lil handa. For- eldrar þínir eru nýdánir. og létu þér ekki ann- að eftir en það sem þú ber með þér í bögl- inum þínum, eða skjátlast mjer i því?“ „Það er satt“, stamaði Kristin. „Og unnusti þinn er kominn til ókunnra landa til þess að aíla sér fjár, svo hann geti komið og gifst þér. Stendur það ekki heima?“ Kristín hristi höfuðið. „Jörundur er ekki lengur unnusti minn. Þegar hann fór, kvaðst hann ekki vilja binda framtið ungrar stúlku forlögum sfnum, því gæti hann ekki aflað sér peninga að ráði, mundi hann ekki koma aftur

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.