Heimilisblaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 9
HEIMILISBL AÐIÐ
31
lif mauranna.
Sá vitri maður, sem réði oss til að skoða
maurana og læra af þeim, hlýtur að hafa ver-
ið mikill náttúrufræðingur, þvi af öllum þeim
dýrum, sem vér vitum nokkur deili á, eru fá
eða engin, sem sýna af sér annað eins vit og
maurarnir, eða að jafn erfitt sé að greina sund-
ur eðlishvöt og skynsemd eins og með þeim.
Þessi dýr virðast hafa mannlegar ástríður, geta
gert fyrirætlanir og framkvæmt þær af skyn-
samlegu viti. Sá sem hefir átt kost á að sjá
herdeildir af þessum stríðsmaurum berjast, hlýt-
ur að hafa snúið frá orustuvellinum með þeirri
tilfinningu, að vér mennirnir erum að eins skor-
dýr stærri tegundar, og fullvissu um það að í
grasinu, sem vér göngum á og í trjánum, sem
teygja krónurnar hátt upp yfir höfuð oss, fer
fram margt það, sem oss hefir aldrei i hug
flogið. Þegar maurarnir fara í hernað, þá heyja
þeir stríð upp á líf og dauða — eða öllu held-
ur upp á dauða. Þeir hafa orustulið og vara-
lið, þeir taka fanga og flytja þá burt; þeir skipa
sér i fylkingar og senda hverjir öðrum hjálpar-
lið ef með þarf. Venjulegast berjast saman
tveir og tveir og vaða fram í bardagann með
svo miklu æði, að slíks finnast ekki dæmi ann-
arstaðar — og hugrekki þeirra er svo mikið;
að vér vitum ekki annað meir. Jafnvel þótt
þeir hafi mist einn eða fleiri limi i orustunni,
eða þó þeir séu helsærðir, þá snúa þeir ekki
undan óvininum. Verði orustunni ekki lokið á
einum degi, þá fara þeir í herbúðir sínar að
kveldi og hefja hildarleik að nýju daginn eftir.
En ekki liggja þeir allir í hernaði; sumir
maurar stunda rán og þrælahald. Þeir fara
herferðir móti öðrum maurum, taka unga þeirra
og láta fangana vinna sitt hvað það, sem þeir
þykjast ofgóðir til að vinna, eða hafa ekki tíma
til. Þeir ræna ávalt ungum maurum, sem þeir
geta tamið og látið hlíða sér; og þegar þeir
hafa fengið sér vinnulið, sem nægir til þess
nauðsynlegasta, þá leggjast þeir í leli og iðju-
leysi, eins og oft verður líka meðal mannanna.
Að lokum verða þeir ófærir til að hafa ofan
af fyrir sér; og ef þeir svo missa vinnukraft-
inn, falla þeir úr sögunni fyrir sult eða aðgerða-
leysi. Líkir eru þeir Indíánum í því að vera
hugrakkir í stríði, en lítið fyrir heimastörf.
Það allra merkilegasta við maurana er hjarð-
lífið. Hafa þeir bæði mjólkurkýr og þræla.
Þeir sækjast eftir blaðlúsum og taka þær til
þess að ná úr þeim sætum vökva, sem kemur
úr tveimur vörtum á mjöðmum þeirra. Enr»
fremur taka þeir þessi smáu skordýr og loka
þau inni og fóðra þau, eins og þegar vér fóðr-
um kýr í fjósi, til þess að hafa alt af nægar
byrgðir af þessari dýrmætu fæðu. Hvar í öllu
undra ríki náttúrunnar er þó nokkuð er sé að-
dáanlegra en þetta?
[Lauslega þýtt.]
ildhúsráð.
Plúmkaka.
25 kv. smjör, 35 kv. sykur, 2 egg, 2/2 tesk-
kardem., x/2 tesk. borðsalt, 5 kv. súkkat, 10'
kv. kúrennur, 1/2 tesk. kanel, 3 kv. bitrar, 5-
kv. sætar möndlur afhýðaðar og steyttar vel,.
x/2 pd. hveiti. rúm tesk. lyftid., tæpur x/2 peli.
mjólk.
Smjörið er ylað og hrært hvítt með sykri og
eggjum, þá er hveitið látið í og lyftiduftið*
blandað vel saman við, einnig er mjólkin látin-
jafnframt með hveitinu og alt hrært vel samanr
síðast er kryddið látið í og súkkatið skorið i
smábita. Kúrennurnar eru þvegnar úr volga
vatni og látnar síðast í.
Bakist í kökumóti við góðan hita þangað til.
prjónn hreinsar sig úr kökunni.
„Kjötgratin“.
15 kv. smjör, 15 kv. hveiti, l1/^ peli mjólk
eða kjötsoð, 4 egg, 40 kv. soðið fínt skorið'
kjöt, gott að nota kjötafgang, 1 lítil tesk. pipar,
3 matsk. romm, en það er ekki nauðsynlegtr
ofurlítið af sósulit. Smjör og hveiti er bakað
saman og þynt út með mjólkinni eða soðinu,
því næst er kjötið látið í og sósuliturinn, og
látið vel hitna í pottinum, þá skal deiginu bvolft