Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.04.1914, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 29 nzHEIMILISBLAÐIÐ^ kemur út 1 Iteykjavlk einusirni i m&n- uði — 12 blöð á ár — og kostar að- eins EINA KHÓNU, sem ðskast borgað við móttöku fyrsta tölnblaðs hvers árg. I VESTUKHEIMI kostar blaðið 40 cent og kr. 1,50 í Evrðpu. Uppsögn er bundin við 1. október, og sé kaupandi ]iá skuldlaus við blaðið. : Utan&skrift til blaðsins er: : : : : : : : : HEIMILISBLAÐIÐ - KEYKJAVÍK- : eg skyldi því vera laus allra mála. En komi hann ekki aftur, giftist eg aldrei.“ „Eg get sagt þér forlög þín,“ sagöi kven- veran, og beygði sig langt út úr trénu. Hún var klædd þunnum og hálfgegnsæum búningi, móbrúnum á lit, samlitum trjáberkinum. Á höfðinu bar hún blómsveig, ljósgrænan að lit, sem laufkróna trésins, og þegar hún beygði sig áfram, liðaðist hár hennar, bjart sem á gull sæi, fram yfir axlir hennar, alveg niður á Kristínu. „Nú ert þú fátæk stúlka,“ sagði hún, „en einhverntíma mun það eiga fyrir þér að liggja að stjórna stórbýlinu „Matseljudal“ hér skamt frá. Á þeim tíma mun allur þessi skógur verða höggv- inn upp, til þess að rækta jörðina, jafnvel þetta tré verður höggvið líka, en verði það felt hlýt eg að deyja. — Eg er nefnilega andi trésins, og meðan það fær að standa liður mér vel. — Nú hefi eg spáð þér mikilli hamingju, en viltu nú til endurgjalds gera það sem í þínu valdi stendur mér til góðs? Reyndu að hindra að þetta tré verði felt! “ Síðustu orðin voru sögð í bænarróm, og Kristín sem var eins og þrumu lostin, stamaði lágt „já!“. „Þakka þér fyrir, þá er eg ánægð. En niundu nú það sem eg hefi sagt þér. Máske þú verðir að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika, en loks mun hamingjan hitta þig.“ Nú hljómaði aftur sami hljóðfæraslátturinn, og skógardisin hneigði sig fyrir Kristínu.--------- [Framh.] ipakmœli í ljóðum. „Matarást“ eigingjörn er: elskar ef hags þar af nýtur. Kærleikur krefst ekki hags, koma vill ári þess til góðs. Mæltir þú móðgunarorð: Meinlitil hélstu þau vera. — Sögð voru sömu’ orð við þig: Sviðandi skapraun þú leiðst. Ef þér er áhugamál öðrum til hjálpar að starfa, eiginhags áhyggja þín óskaðleg verður og létt. kuggsjá. Þeir, sem minnast ennþá hins nafnkunna Dreyfusmáls, sem uppi var á Frakklandi nú fyrir 15 árum siðan, munu hafa hugfest sér jiar nöfn tveggja manna sérstaklega, vinanna Pi- quarts og Pressensé. sem með sérstakri einurð og eldlegum áhuga vörðu binn ofsótta mann og héldu uppi málstað hans. Þeir hlutu að launum háð og spé andstæðinga Dreyfusar, er voru margirogvoru þeiralment fyrirlitnir. En þeg- ar Dreyfus fékk fulla uppreisn æru sinnar, náðu þeir einnig sínu fyrra áliti og fullkomlega það- Piquart varð hermálaráðherra, en Pressensé, er aðallega var vísindamaður, varð félagi frönsku fulltrúamálsstofunnar. Þessir tveir trúföstu vin- ir eru nú nýdánir og varð skamt á milli þeirra- Fylgdust þeir báðir að til hinnar hinstu hvílu og var jarðarför þeirra afarfjölmenn og ein hin allra fjölmennasta, sem farið hefir fram í Par- ísarborg. Einn kemur öðrum meiri. Franski ílug- maðurinn Pegond fær nú ekki lengur að hafa ánægjuna af að njóta aðdáunar og undrunar umheimsins, sem hinn fremsti og djarfasti flug- garpur heimsins. Nýr flugmaður er kominn fram á völlinn, sem dregur frá honum athyglina

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.