Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1914, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.06.1914, Síða 4
44 H EIMIL ISBLAÐIÐ um öðrum íslenzkum kveðskap. — Sögur hans eru mætavel sagðar. Og ritgerðir hans eru allar Ijósar og skipulegar. Málið á ritum hans er yfirleitt hreint og vandað, og laust við alla tilgerð.“ — — — Brynjólfur giftist aldrei, en einn son átti hann, Dag, sem nú býr í Gerðiskoti í Sandvíkurhreppi. Hjá honum hafði Brynjúlfur athvarf sitt síðustu árin, þó hann dveldi á Eyrarbakka á vetrum. Nú siðustu árin hafa birzt í blaðinu „Suðurland11 „íslenzkir sagnaþættir“ eftir hann flestir úr Árness- og Rangárvallasýslum. Bólu-Hjálmarssögu bjó hann undir prentun fyrir Símon Dalaskáld. Hún kom út á Eyrarbakka 1911. Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu ritaði hann og kom hún út. 1912 á kostnað Sig. bóksala Kristjánssonar. Bækur þessar sættu talsverðum aðfinslum, sérstaklega þó Bólu-Hjálmarssaga. En allar voru þær aðfinslur kurteislega ritaðar og án nokkurs kala til Br. J., að einum ritdómi þó undanskyldum. Sá var eftir norðlenzkan kennimann, Hallgrím Thorlacius. Var þar ekki gætt góðs hófs í sæmilegum rithætti, svo sem skyldi, er slíkur ágætismaður átti í lilut sem Br. J. Um þær mundir, sem ritdómur sá birtist, var Br. J. á ferðalagi um Borgarfjörð og Mýrar, „að kveðja vinina þar i hinsta sinn“, eins og hann komst að orði. Þegar hann kom heim úr því ferðalagi, samdi hann smágrein, er var sameiginlegt svar til allra þeirra, sem skrifað höfðu um sögurit hans fyr og síðar. Birti eg það hér, þvi að bæði sýnir það svo vel, hvílikur hógværðar- og stillingar- maður Br. J. var, og svo vissi eg, að ho’rium þótti vænt um, að það kæmi í sem flestum blöðurn. — Þetta stutta svar hans birtist í 11. tbl. Suðurlands 1913, og er á þessa leið: „Þakka vil eg öllum þeim, sem leiðrétta missagnir, er slæðst hafa inn i söguritlinga mína. Hjá þeim er ekki unt að komast. Standa því flestar sögur til bóta. Er það þvi ósk mín, að ef til þess kemur að einn eða annar söguritling- ur minn verði prentaður í annað s'nn, þá verði allar rökstuddar leiðréttingar við hann prentaðar með í viðbæti. Um órökstuddar leiðréttingatilraunir getur verið álitamál; oft ástæða til að geta þeirra. Ritháttur leiðréltenda kemur ekki málinu við og á ekki að hafa áhrif á það. Brynjúlfur Jónsson11. „Saga hucjsunar minnar11 heitir frumsamið rit eftir Br. J. Er sú bók nýlega kom- in út á kostnað Sig. Kristjánssonar. Það er heimspekilegt rit, því að Br. J. var djúpt hugs- andi maður og dulspekingur mikill. Er það engum vafa bundið, að hann hefði orðið frægur vísindamaður heíði hann átt þeirri auðnu að fagna að ala aldur sinn meðal stórþjóðanna og fengið óhindrað að bergja af brunni hinna óþrjótandi mentunarlinda þeirra. En hér var þessum ndkla og góða manni markað starfssvið, í fásinninu og fátækt- inni, á yzta hjara veraldarinnar. Og hann var ánægður með hlutskifti sitt, því að hann vissi, að það var eilíf, kærleiksrik ráðstöfun hins algóða föður á himnum. Níu stundum fyrir andlát sitt, lét Brynjúlfur sál. skrifa upp eftir sér nokkur kveðju- orð, sem hann bað að birta í „Suðurlandi“, og eru þau hér orðrétt tekin upp eftir því: Síðasta kveðjan. Þetta eru mín síðustu orð til Dags, og svo til allra, sem eg hefi meira eða minna kynst, og loks til allra þeirra, sem eg get talið trúbræður mína, og það eru þeir, sem trúa þvi að Guð er kærleikurinn:

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.