Heimilisblaðið - 01.06.1914, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ
45
Eg er að fara, jafnan þó oss gleðjum,
því Jesú skipar sœtum, í sins föður Jiöll —
Nú gleytni jeg Ijóðum, Jcvœðum og Jtveðjum,—
JcœrleiJcans Lrotni eg fel yJcJcur öll.
Brynjúlfur Jónsson.
JarSarförin fór fram 26. maí að fjölda manns viðstöddum og var liann jarðaður
í Eyrarbakkakirkjugarði. Séra Kjartan Helgason i Hruna flutti húskveðjuna, en séra Gísli
Skúlason á Stóra-Hrauni líkræðuna. Tvenn erfiljóð voru prentuð og sungin við jarðarför-
ina, voru önnur þeirra ort af vígslubiskupi Vald. Briem, en hin af Guðm. Guðmundssyni,
bókhaldara á Eyrarbakka.
Þegar eg nú í hinsta sinn kveð þenna góða vin minn og velgerðamann, Jiann,
sem sendi svo oft ylgeisla frá sínu kærleiksríka hjarta inn i sálu rnína, þá dettur mér í hug
mjög fallegur draumur, er hann dreymdi eitt sinn og sagði mér í fyrravetur, er eg sat hjá
honum á litla þakherberginu hans kvöldstund eina.
Eins og getið er um hér að framan, var Br. J. mjög veikur um þrítugsaldur. — „Þá
var það eitt sinn“, mælti hann, „að eg var mjög þreyttur á líkanm og sál. Eg örvænti mér
bata og þráði helzt að deyja. Eg festi þá væran blund, og þótti mér þá maður
koma til min, undurfagur yfirlitum, og vissi eg strax að það var frelsari minn, Jesús Kristur.
Eg þóttist spyrja hann, hvort eg mundi deyja úr þessum veikindum. Mér þótti hann svara:
.„Nei, þú deyrð eJcJci núna, en þegar þú deyrð, þá Jcemur þú til min —“. Þessi draum-
ur varð mér til mikillar huggunar í veikindum mínum — og við hann hefi eg hvílt hugann
oft síðan á lífsleiðinni“, bætti Brynjúlfur við.
Og nú er Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi fluttur heim til frelsara síns. — Það
er hjart yfir minningu þess manns.
Praumur.
(Merka konu og trúaða dreymdi eftirfarandi
draum, sem birtist i Morgunhlaðinu í vetur 9.
fehr. og hér er orðrétt tekinn eftir því.)
Eg sat að verki í dagstofu minni, er drepið
var að dyrum, og inn gekk maður í mórauðum
vaðmálsfötum. Þóttist eg þegar bera kensl á
manninn, og var þar kominn Hallgrímur Péturs-
son, sálmaskáldið okkar góðfræga.
Mintist eg þess óðara, að hann var dáinn
fyrir langa löngu, en varð þó alls eigi bilt við.
Virti eg hann rækilega fyrir mér, og har hann
mjög svip af mynd þeirri, sem allir kannast við
og er prentuð framan við ljóðabók hans og
víðar, eiida þótt andlitsdrættir hans og útlit
l væri töluvert á annan veg, fríðari og svipurinn
I skarplegri.
Hann heilsaði mér alúðlega.
„Þekkirðu nn'g?“ spurði hann svo.
„Já, eg þekki þig vel," svaraði eg þegar.
„Þú ert Hallgrímur Pétursson, okkar góða skáld.
Mér þykir gaman að sjá þig. En veizt þú það,
að nú ert þú orðinn frægur maður.“
Hann brosti góðlátlega, eins og þegar full-
orðnir menn brosa að barni, sem fer með sak-
laust, barnslegt hjal.
„Frægð er engin til í þessum heimi,“ svaraði
hann hægt.
Ekki vildi eg allskostar við það kannast.
„Þú ert orðinn frægur fyrir ljóðin þín,“ sagði
eg. „Passíusálmarnir þínir og ýms ljóð önnur
eftir þig hafa verið þýdd á erlend tungu-