Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Page 4

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Page 4
74 HEIMILISBLAÐIÐ sér hreinum?" Þetta kvað við hjá þeim fyrir 5 þúsund árum síðan; þeir fylgdu því vel fram í verkinu; þeir iðkuðu hreinlæti, voru hraustir og öfundaðir af öðrum þjóðum vegna hreystinn- ar; þeir þvoðu matarílátin, þeir þvoðu sjálfum sér, þeir lofuðu ljósi og lofti að leika um hi- býlin. Þessi voru þau ráð, er þeir beittu, til að forðast sjúkdóma, áður orsakir þeirra voru þektar. Hreinlœti og stœling líkamans eru aðal varnarráðin sem menn nota nú á tímum og nota á alment, gegn innrás sjúkdóma í líkama manna; það eru „lífsins vötn“ heilsu og hreysti, vinir mehta og framfara. Þaðan fær lífsaflið orku og aukinn þrótt. Andarnir þurfa að fara í horðið, til að sækja kraft; vér menskir menn þurfum að vera hreinlátir og stæla líkama vorn, til að öðlast hreysti og langlífi. Ohrein- lætið og vanhirðing líkamans eru, á hinn bóginn skæðustu óvinir heilsu og hreysti, trygðatröll sjúkdóma; oft er fátæktin og baslið 1 heiminum í fararbroddi þar — og svo vanþekkingin, þessi tröllaukni jötunn, sem seint mun að velli lagður og tjón gjörir öllum lýði. Þessvegna þurfa efni manna að batna, og þessvegna þarf vanþekking- in að verða hornaskella í heiniinum. Efnahagur alþýðunnar íslenzku má teljast alljafn; flestir eru bjargálnamenn, engir auð- menn, fáir öreigar, engir betlarar eða umrenn- ingar. Islendingar þurfa ekki að vera sóðar vegna fátæktar; þeir syndga oftar af vanþekk- ingu á hollustuháttum; þessvegna þarf þekking á hreinlætisaðferðum að verða almenningseign, og henni samfara athafnir í rétta átt. Eftir 100 ár munu sagnaritarar, erlendir sem innlendir Iofa íslendinga fyrir hreinlæti, hreysti og langlifi. Þvi er ekki ráð, nema í tíma sé tekið að biðja tröll að taka nokkra ósiði þá, er þessum orðstýr granda nú með þjóð vorri og gefa okkur sóðanafnið. í eftirfarandi 3 grein- arkornum mun eg drepa á óþrifnað, sem al- menningi stafar hætta af, ef yfir er þagað; hann stafar fremur öðru af vanþekkingu og skort á hreinlætistilfmningu, rótgrónum kredd- um um skaðleysi þess, sem skaðlegast er og flestum sjúkdómum veldur. í ferð um æskusiöðvar eftir 18 ár. (Kveðið á hestbaki). Fer eg nn um fornar slóðir friða, kœra bernskuliaga; endurlifna gamlar glóðir, gott er að liugsa um liðna daga. Svifur nú fyrir sjónum minum sœgur œskuminningann a, gleði með og sorgum sínum, sœlt er mér það djúp að kanna! Hér gekk eg oft um græna liaga. — Hér grét eg minum fyrstu tárum. Hér sá eg skcersta sólskinsdaga sakleysis- á bernsku árum. Enn eg gleymt hef ekki neinu átján meðan runnu vetur. — — — — Grcet eg nú og gleðst í einu, en Guð minn einn það skilið getur. — — ptáiu*. HýraYerndunarf élag í Scykjavík. Siðastliðið vor var stofnað dýraverndunarfé- lag hér í Reykjavik. Það mun gleðja alla dýra- vini um land alt, — og þá ekki siður hitt, að formaður þess er hinn þjóðkunni talsmaður munaðarleysingjanna (dýranna) fyrv. bankastjóri Tryggvi Gunnarsson. Hann hefir unnið að því mest allra Islendinga að innræta löndum sín- um mannúð og miskunnsemi gagnvart dýrun- um. — I stjórn með honum eru þeir hr. kaupm. Jóhann Ögm. Qddsson og snikkari Flosi Sig- urðsson. Dýraverndunarfélagið hefir látið prenta eftir- fylgjandi bendingar, sem Heimilisblaðið flytur nieð Ijúfu geði. Þær ættu að greypast með óaf- máanlegu letri á hjarta hvers einasta Islendings. Það er þjóðarskömm, hve illa við íslendingar förum með dýrin, þó mikið hafi í því efni breytst til batnaðar frá því sem áður var. Einhver átakanlegasta þjóðarskömmin og þjóðarskaðinn er hordauðinn. Hann verður að hverfa úr sögunni nú þegar. Heimilisblaðið ber það góða traust til lesenda sinna, að þeir hugleiði bend-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.