Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Page 7

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Page 7
HEIMIL ISBLAÐIÐ 77 vefja um vísifingurinn mjúkri léreftsræmu og hreinsa eins mjúklega eins og maður getur, gæta þess að hafa altaf við hendina niður rifna rýju í skál og hafa vatnið ekki sárkalt, svo er bezt að bera glyserin með litlum hárpensli innan í munninn og á varirnar. Ráð við rauðum höndum. Áburður sem hægt er að fá tilbúinn í lyfjabúðum: Lanoiin . . . gr. 100 Parafin ... — 25 Vanilin ... — 10 Þetta berist á nýþvegnar hendurnar kvelds og morgra, og nuggist vel inn í, halda svo hönd- unum 10 minútur yfir höfuð sér. ildhúsráð. „Götusnjór11. lx/2 pd. epli eru bökuð í vel heiturn ofni, þar til þau eru meyr, því næst skal nudda þeim gegnum gatasigti, þar til ekkert er eftir nema kjarnarnir og hýðið, þá skal hræra eplamaukið vel með 35 kv. af sykri; 4 eggjahvítur eru vel þeyttar, og síðast hrærðar saman við mjög var- lega, kökumót með föstum botni er smurt með smjöri, og maukið látið i þau, bakað vel í heit- um ofni í */4 klt. — Borðist með þeyttum rjóma; hér um bil 1 peli er mátulegur. Þegar mótið er borið inn, skal binda pentudúk utan um það, en rjóminn er borinn í gler-skál með. Jjoekur. Jón Jónasson: „Leiðréttingar nokkurra mállýta.“ — Útget'andi Valg. Jensdóttir. — Reykjavík 1914. Margir finna sárt til þess, hve mjög útlend mállýti og ýmsar málleysur óprýða og brjála mál vort. Það var eitt af aðal - áhugamálum ungmennafélaganna, er þau risu upp í landinu »að hreinsa móðurmálið.11 Margir hafa kvartað yfir þvi, sérstaklega menn út um sveitir lands- ins, að einstaklingar og félög vildu gjarnan útrýma mállýtum, en þá vantaði góð íslensk orð í staðinn, því mörg af máilýtunum eru orðin laudlæg. Ur þessu er mjög mikið bætt með’ þessu kveri, sem Jón heitinn Jónasson kennari hefir samið og kona hans nú gefið út. Jón heitinn var góður islenskumaður, og unni af alhug móðurmáli sínu. Hanr, var ungmennafélagi meðlífiogsál og starfaði mikið fyrir ungmenna- félagið í Hafnarfirði, þar sem hann dvaldi og var skólastjóri. Þetta litla kver er því samið mikið með hliðsjón til ungmennafélaganna og starfsemi þeirra að hreinsun móðurmálsins.- Hann varði síðustu augnablikum æfi sinnar til þess að búa það undir prentun, meðan hann lá á hæiinu á Vífilsslöðum. Og það var innileg ósk hans, aðþað mætti verðaþeim til leiðbeiningar, sem vanda vildu mál sitt í ræðu og riti. Og kverið nær áreiðanlega þeim tilgangi höfundarins, ef landsmenn vilja nú afla sér þess, og færa sér það í nýt. Það er alveg ómissandi eign ungmennafélaga. Og ættu formenn ungmenna- félaga út um land að panta nokkur eint. fyrir félög sín beint frá úlgefendanum, frú Valgerði Jensdóttur í Hafnarfirði. Lika mun hægt að fá kverið hjá Hallgrími kennara Jónssyni, í Reykja- vík, sem annast hefir um útgáfuna. Auk þess sem Jón sál. Jónasson hafði sjálfur, eins og áður er sagt, næman smekk fyrir islenskri tungu, þá er það og trygging fyrir því að vandað sé til kversins, að islenzkukennarinn við Mentaskólann, hr. Pálmi Pálsson hefir lesið yfir handritið, og prófarkirnar hafa þeir lesið- Hallgrímur kennari Jónsson og meistari Sig- urður Guðmundsson. Kverið er í litlu broti, 46 blaðsíður að stærfr er því engum ofvaxið að eignast það sem hug hefir á þvi. En það er íslenskum alþýðumönnum ómissandi vasakver, — þeim, sem hreinsa vilja móðurmál sitt. Búast má við að kverið seljist fljótt og ættu menn því að panta það í tíma. A. : Þekkið þér síra Madsen nokkuð? B. : Já eg held nú það, eg hefi þekt hann síðan faðir hans var smábarn.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.