Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Qupperneq 8
78 HEIMILISBLAÐIÐ [igl^Eí3EiSljI=Jr^jT=l=T=.l=T=li=I=i=pj=T3Ei£Ei3l=I=A=i=gT=Iji aa Iprccðurnir. Eftir ias&giaai Rider Haggard. ígj=Ei'=j=i=i Æ Inngangur. Þegar höfundur þessárar sögu, var fyrir skömmu staddur á grassléttunni við Tíher — -við takmörk Galíleu, og virti fyrir sér fjallið „Hattinn", þar sem ritningin beridir til að Frels- ari vor hafi haldið fjallrœðuna, og ]mr sem Jusef Salahedin, alkunnur undir nafninu Saladín sol- ■dán, nærri tólf öldum síðar, svifti kristna menn öllum yfirráðum í Gyðingalandi, í einni hinni mannskæðustu styrjöld er sögur fara af, og varð J>á „sælufjallið“ kristnum mönnum sannkallað „blóðfjall11! Við endurminningar þessara gagnstæðu at- burða, er gerst höfðu á sama stað, vaknaði sú þrá hjá skáldinu. að tvinna saman hina ýmsu þræði sögunnar eftir bestu föngum, svo að þeir sem kynnast vilja hinum alvarlegu og dularfullu atburðum þeirra tíma, geti fengið sanna mynd — þó óskýr sé — af stríðinu milli krossins og hálfmánans, er háð var á sýrlensku sléttunni, ■og eyðimörkunum umhverfis. Af kristnum ridd- urum og konum þeirra, ást þeirra og þrautum heima og austur í löndum. Af morðvarginum mikla, er Norðurálfumenn kölluðu „fjallahöfð- ingjann gamla“. Um hinn grimma, en jafnframt drenglynda Saladín, og hina hraustu Serki hans. Af hinni stórkostlegu orustu er háð var við „IIattinn“, og lokaúrslitum styrjaldarinnar, er krossfarar töpuðu Jerúsalem fyrir fult og alt, dvo að krossmerkið var að fullu og öllu fótum troðið. Þessi þrá er því valdandi að saga þessi kemur fyrir almennings sjónir. * • * * Saladín soldán, „stjórnandi hinna trúuðu“, „drolnari austurlanda“, sat eina nótt í höll sinni í Damaskus, niðursokkinn í hugsanir sínar. Hann var að hugsa um, hvernig hann, sem fyrst var fátækur og lítilsvirtur, hefði að ráðstöfun Allah komist til vegs og valda án vilja síns. Hvern- ig það hefði orðið orsök til upphefðar hans, að hann var af Rureddin konungi í Sýrlandi knúð- ur til að fylgja Shirkub frænda sinum til Egifta- lands. Hann mintist föður síns, Ajub hins vitra, og bræðranna, er hann hafði alist upp með, sem allir voru löngu dánir. Þá dvaldi hugur hans lengst við minningu Zoheide systur hans, er kristinn riddari hafði numið á brott. Já, hann mintist æskuvinar síns, — er dvaldi um stund sem fangi hjá föður hans — Andrew d’ Arcy, sem vegna óstjórnlegrar ástar strauk brott með Zobeide, og olli þar með ættfólki hennar niikillar sorgar. Saladín mintist þess að hann hafði heitstrengt að flytja hana aftur frá Englandi, þvi þangað höfðu þau farið, en hann frétti dauða hennar áður en hann framkvæmdi þá fyrirætlun sína, en af njósnarmönnum, er hann gerði út, frétti hann að Zobeide hefði látið eftir sig eina dótt- ur, er nú hlaut að vera fullþroska, og þótt enskt blóð rynni einnig í æðum hennar, var hún þó systurdóttir hans, en lifði í fjarlægu landi, meðal vantrúaðra. Hugur hans hvarflaði nú frá þessum hálf- gleymdu viðburðum, að styrjöld þeirri er nú stóð fyrir dyrum, sem hann var að búa sig undir, og verða átti úrslitin milli falsspámanns- ins Jesú og afkomenda Múhameds. Hann varp mæðilega öudinni, því honum ofbuðu blóðsút- hellingarnar, þó hin ofstækisfullu trúarbrögð hans knýðu haun til hveriar styrjaldarinnar á fætur annari. Loks sofnaði Saladin og dreymdi hann þá mjög einkennilegan draum. Hann dreymdi, að frammi fyrir honuni stóð kona, er liann sá, er hún lyfti upp blæjunni, að var forkunnar fögur. Honum virtist hún vera sér mjög lík í andlits- falli, en miklu fegri. Hann vissi jafnframt, að þetta var dóttir Zobeide systur lians og enska riddarans, er hafði numið hana brott. í svefn- inum undraðist hann yfir hvernig á þvi stæði, að hún birtist honum þannig, og liann bað Allah, hinn volduga og alvitra Guð, að skýra það fyrir sér. Alt í einu sá hann sömu ko.nuna standa frammi fyrir sér á sýrlensku sléttunni. Þau voru á allar hliðar umkringd af Serkjum og krossriddurum. Sjálfur ætlaði hann í broddi fylkingar sinnar, með brugðnurn bogsverðum að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.