Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1914, Side 10

Heimilisblaðið - 01.10.1914, Side 10
80 HEIMILISBLAÐIÐ „Drottnii ^ ríollands“ svaraði litla stúlkan og reyndi eftir mætti a8 tala í skijiunarróm. „Drottning Hollands á að vera fyrir ulan“, svaraði ekkjudrottningin. Dálítið seinna var aftur barið að dyrum en í þetta sinn miklu minna. „Hver er þar?“ spurði ekkjudrottningin aftur. „Það er hún Wilhelmína litla“ var svarað í bænarróm. „Nú svo það er hún Wilhelmína litia, hún má gjarnan koma inn.“ Og litla drottningin skautst inn og hað nú mömmu sína fyrirgefningar með tárin í augunum. Rússakeisari heimsótti eitt sinn Danakonung, og einusinni er þeir fóru um Kaupmannahöfn henti keisarinn á háan turn og sagði: „Hefur þú svo mikið vald yfir þegnum þínum, að þú getir skipað einhverjum fátækling að klifra þangað upp og kasta sér niður?“ „Nei,“ sagði konungurinn, „en ég gæti vel farið inn i kofa einhvers fátæklings og lagst þar alveg öruggur til svefns. Gætir þú það?“ Agjarn barón gaf þjóni sínum einu sinni gamlan og slitinn hatt, sem hann var hættur að nota. Þjónninn fleygði hattgarminum, því hann var alveg bráðónýlur, og keypti sér nýj- an hatt. Nokkrn seinna sá baróninn hann með nýja hattinn. Hann varð öldungis forviða yfir því hvað hatturinn hans var orðinn breyttur, og þjónninn, sem ekki þorði að segja honum hið sanna, mælti: „Eg lét pressa hattinn, sem þér gáfuð mér, og lita, — og svo varð hann svona ljómandi fallegur, og þetta kostaði aðeins 30 aura, herra minn“. Baróninn lét á sig hattinn, og mælti eftir stundarþögn: „Eg yðrast eftir að eg gaf þér hattinn, því nú get eg haft hann lengi sjálfur. Gerðu svo vel, hérna eru 30 aurarnir, sem þú borgaðir fyrir viðgerðina, og svo hefi eg hattinn. Ferðamaðurinn: „Erum við nú ekk1 bráðum komnir að þessum mikla fossi?“ Fylgda r mað u rin n : „Já, rétt bráðum. Gndireins og konurnar hætta að tala, heyrið þér hávaðann?“ Jóhann litli: „Er þessi stóra kaka handa honum afa.?“ Móðirin: „Nei, hún er handa þér.“ Jóhann: „Þessi litla kaka handa mér?“ K e n n a r i n n: „Þú kant ekkert i dag drengur! Af hverju hefur þú ekki lært leksíuna þína?“ Pétur: „Eg hafði ekki tíma til þess.“ Kennarinn: (öskuvondur): „Strákurinn þinn! Ef ég væri ekki til, myndir þú vera mesti heimskingi í veröldinni“. Dómarinn: Skelfing gátuð þér verið for- hertur og miskunnarlaus, að myrða manninn sofandi í rúmi sinn. M o r ð i n g i n n : Ekki held eg að það hefði sýnt meiri miskunnsemi, ef eg hefði vakið hann, og sagt honum hvað eg ætlaði að gera. Pilturinn: Haldið þér að þér gætuð átt mann vegna peninga? S t ú 1 k a n : Nei, ekki ef eg gæti náð í pen- ingana án þess að eiga hann. P’rúin: Hugsaðu þér Amalía, hvað hann Bergur er ósvífinn. Hann hefir dregið upp mynd af þorski við hliðina á einni vísunni í vísnabókinni minni. Amelia: Var það mynd af stórum þorski? Frúin: Nei. Amelia: Nú, þá hefir það ekki verið mynd af þér. Barnablaðiö „Æskan“ kemur út í Reykja- vík mánaðarlega, 12 blöð á ári, og auk þess sérstakt jólablað. Árg. kostar aðeins kr. 1,20. Utg.: Aðalbjörn Stefánsson og Sigurj. Jónsson■ SKINFAXl, 16 siður á mánuði. Flytur myndir. Verð 2 krónur. Gefur skilvís- um kaupendum „Þjóðfélagsfræði", eftir Einar Arnórsson prófessor. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Jón Helgason prentari Félagsprentsmiðjan.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.