Heimilisblaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ
7
|ullhjartað.
Saga hanHa börnura.
Einu sinni var veslings drengur einn, er
fyrir mörgum árum var búinn að missa föður
sinn, og lá nú móðir hans einnig veik og leit
ekki út fyrir að henni mundi batna bráðlega
því hún þjáðist af megnri hitasótt.
Oft runnu tárin niður kinnar hans, er hann
stóð við rekkju móður sinnar, og margsinnis
varð hann að snúa sér undan, svo hún sæi ekki
hve sorgbitinn hann væri.
Á hverjum degi er móðir hans var vöknuð
úr órólega svefnmókinu, gekk hann að rúmi
hennar og spurði:
„Ertu betri í dag elsku mamma mín?“
Hún reyndi að sýnast hressari en hún i raun-
inni var, lagði hönd sína áhöfuð hans ogsagði:
„Já elsku Fritzi minn, eg er mikið betri í
dag.“
En batinn var enginn og orðin einungis sögð
til að hughreysta hann, því með sjálfri sér fann
hún að þrótturinn þvarr með hverjum degi.
Heimilið varð bjargræðislaust, og er Fritzsáað
móðir sín varð veikari og máttfarnari með hverj-
um degi, gat hann ekki lengur afborið að horfa
á þessa eymd, svo einn dag er móðir hans blund-
aði læddist hann hljóðlega út, með þeim ásetn-
ingi að biðja góða menn hjálpar. Það er mest
hvatti hann til að fara þannig að, var að einu-
sinni hafði hann heyrt fátækralæknirinn segja:
„Já, kæra kona, umfram alt verður þú að
hafa kjarngóða fæðu, það er eina og besta með-
alið sem eg get ráðlagt þér.“
Það lagðist þungt á Fritz að vita að móðir
hans þurfti þessa með, og vera svo aumur að
geta ekki hjálpað henni neitt. Ó, hve heitt hað
hann ekki til guðs að hann mætti hitta fyrir
gott fólk, þegar hann gekk á stað með körfu
sina á handleggnum, til að biðja hjálpar, en
honum varð ekkert ágengt. Þar sem hann kom
var annað hvort ekki opnað fyrir honum, eða
þá þar sem opnað var, hurðinni skelt aftur fyrir
h'aman nefið á honum, þegar búið var að heyra
erindi hans.
Hugrekki hans þvarr við þessar undirtektir
en sárt var að fara heim með tóma körfuna,
eina tilraun enn vildi hann gera og gekk því
heim að bóndabýli einu, bóndinn var efnaður
og Fritz trúði ekki öðru en hann mundi gefa
eitthvað til styrktar sjúkri og fátækri ekkju.
Fritz barði að dyrum, og bónda, er sat að
kvöldverði, gramdist ónæðið og gekk nöldrandi
til dyra og spurði hvað hann vildi, en er hann
heyrði erindið varð hann yfrið reiður og sagði:
„Eg vil ekki hafa neinar betlikindur; þeir
sem ekki nenna að vinna, eiga ekki heldur mat
að fá. Yfir hverjum þremlinum stendur þú
þarna glápandi slæpingurinn þinn? Ef þú snaut-
ar ekki strax burtu letingi, siga eg hundunum
á þig.“
Frits stóð öldungis orðlaus og hlustaði á reiði-
orð bóndans, en er hann loks skildi meininguna
þaut hann drauðhræddur í burtu eins hratt og
fæturnar gátu borið hann, því altaf hélt hann
að hundarir væru á eftir sér.
Ó, hvað skyldi nú verða um veslings veiku
móðir hans?
Lengra og lengra hljóp hann undan hundurn
bóndans og seinast kom hann inn í þéttan skóg,
þar sem enginn mannavegur var.
Jók það eigi lítið hræðslu hans, að inni á
milli trjánna alt i kring um sig sá hann fjölda
smádverga, er hrópuðu : „Grípum hann.“ Yoru
dvergarnir í gráum hjúpum, með mikið skegg,
er í liðum féll ofan á brjóst þeirra, og í hönd-
unum héldu þeir á loðhúfum og kræklóttum staf-
prikum, er þeir slógu með til hans, og leit helst
út fyrir að þeir væru afarreiðir við hann.
Hvað vildu þeir honum? Skyldu þeir ætla
að drepa hann ef þeir næðu honum?
Fritz hljóp sem hann gat, en þó nálguðust
dvergarnir hann, loksins varð fyrir honum trjá-
stofn, er hann datt um, og réðust þá dvergarnir
á hann.
Einn dverganna hafði sjóðandi heitar tangir
í böndum sér, er hann ógnandi veifaði og kast-
aði sér síðan yfir veslings drenginn, setti tang-
irnar síðan í brjóst hans og reif hjartað út.
Þegar hinir dvergarnir sáu þetta hrópuðu
þeir hátt og glaðir íbragði: „Eitt mannshjartal
hvað við skulum pína það og kvelja.“ Þeir voru