Heimilisblaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
5
iSteei
Niðurl.
„Bréf til þín, Anna,“ heyrði eg Jón segja,
þegai- hann kom inn.
„Bréf til mín“, svaraði Anna í önugum róm.
„Hvað ertu að ljúga?“
„Líttu þá á: Fröken Anna Jónsdóttir, Hamri.“
„Hana þá! Þar færðu bréf“, sagði Þóra þá,
„þetta skal eg ábyrgjast að er biðilsbréf, þau
eru altaf auðþekt á utanáskriftinni. Geðshrær-
ingin gerir línurnar skakkar.11
„Jæja“, sagði Anna, og var nú hýrari i
bragði, „eg fæ þá bréf eins og hitt fólkið, nú
skal eg fara upp í baðstofuna og biðja . . .“
Eg heyrði ekki meira, en flýtti mér aftur í
sætið mitt, því eg vissi, að nú átti eg að lesa
fyrir bana bréfið.
Hún kom þjótandi upp stigann, hratt hurð-
inni upp á gátt og ruddist inn með bréfið sjálft
í annari hendinni, en umslagið i hinni.
„Bréf til min, lestu nú, lestu nú, blessuð
min!“ hún klappaði mér með báðum höndum,
blóðrjóð útundir eyru og skellihlæjandi, það er
biðils-bréf, segir hún Þóra, hún er viss að
þekkja þau, æji, lestu íljótt, lestu fljólt!“ Hún
steig fram á fótinn og iðaði öll af óþreyju. Eg
tók hikandi við bréfinu, og varð ekkert um sel,
— hún var að geggjast stúlkan.
„Bíddu nú við“, sagði eg og setti mig sem
best í stellingarnar, „þetta er svo hræðilega illa
skrifað, eg get varla lesið það“.
„Æi jú, góða, reyndu að lesa það.“
Eg komst ekki hjá því að gera henni úr-
lausn, og fór að stauta bréfið:
Elskulega fröken Anna!
Viltu verða konan mín? Eg er bráðskotinn
i þér. Viltu ekki verða frú, og fá fallegan kjól
°g hring, og svo skulum við halda veizlu með
niat og kaffi, og söng og dansi. Svaraðu mér
"em fyist- Kári í Kötlugjá.“
„Þetta var bréfið. Eg hafði ætlast til þess
að það væri svo vitlaust, að jafnvel Anna sæi
það. En Anna néri saman höndunum af á-
nægju. „Það er þá biðilsbréf eins og Þóra
sagði; ansi er hún glögg. Er ekki svo? Hann
vill fá mig fyrir frú, og ætlar að gefa mér
hring — mig hefir altaf langað til að eiga
hring. Blessaður maður er þetta. Kári heitir
hann! Hver ætli hann sé? Hann sagði að eg
yrði frú, frúin hans, ha, hæ, þar er Anna litla
þá loksins orðin frú!“
Hún lét dæluna ganga. Eg vissi ekld hvað
eg átti til bragðs að laka „Heyrðu, Anna mín“,
sagði eg loksins, „ætli þetta sé ekki einhver
vitleysa, — við skulum ekki.“ —
En Önnu var ekki um neinar vífilengjur,
„ætli ekki hvað — ertu kannske að hugsa um
að spilla mér við hann? Finst þér kannske að
eg geti orðið frú á hverjum degi? Nei, eg læt
engan hræra í mér, skal eg segja þér“.
„Hverju ætlarðu þá að svara lionum?“
spurði eg.
„Hverju eg ætla að svara? Hvað held-
urðu? Heldurðu eg fari að hrygghrjóta mann-
inn, úr því hann vill mig? Eg er búinn
að fá meira en nóg af draslinu hérna, piagga-
þvottinum, skóstaglinu, forarengjunum og vatns-
burðinum. Þó eg segði nú jú! Eg skal bjóða
þér í veizluna, ef þú vilt skrifa fyrir mig.“
Anna hoppaði um gólfið. Eg var ekki al-
veg eins kát. Þetta var ljóta ldípan. Það var ó-
neitanlega skrítin sjón að sjá Önnu. Hún var
með hugann|j íullan af framtíðardraumum, —
búin að segja skilið við skarnverkin, leðurskórn-
ir voru horfnir, hrífan og vatnsföturnar, — og
rúsínan beið á botninum, — frúarstaðan —
fallegu fötin, hringurinn og kjóllinn. En mér
var þó enginn hlátur i huga.
„Það er ilt að svara bréfinu“, sagði eg með
mestu hægð. „Við höfum enga áritan til að
fara eftir,“ Það þótti Önnu kynlegt. Stóð ekki
nafnið mannsins fullum stöfum á bréfinu? Þetta
var auðvitað útlendingur eða öllu líklegra að
svo væri, hélt hún.
Eg steinþagnaði. Önnu var auðsjáanlega al-
vara, og eg þorði ekki að segja henni hið sanna
um upphaf bréfsins.
Anna var geðprýðin sjálf í 2 til 3 vikur,