Heimilisblaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 2
66
HEIMILISBLAÐIÐ
ipakmæli í ljóðum.
„Áframt< er guðsboðorð æðst.
Önn vegna góðs er að lifa.
ógert þá dauðann ber að, «
ótal niargt gott verður samt.
Eilffðar heinikynnið á
oss minnir klukknanna hljómur
Hefjum vorn heimfarar söng:
hringir alt jarðríkið með.
Br. J.
Ósgröf heitir efsti bær í Landsveit, inn með
Þjórsá að austan. Var hann töluvert innar er
þessi saga gerðist, en hann er nú, því hann var
fluttur vegna sandságangs, suður með ósnum,
sem bærinn dregur nafn af, og er nú örstutt
frá Skarfanesi.
Vorið 1882, „harða vorið“ sem síðan hefir
verið kallað, hjuggu í Ósgröf Árni Jónsson frá
Skarði á Landi og Þórunn Guðlaugsdóttir trá
Hellum í sömu sveit. Dreng áttu þau tveggja
ára, Guðmund að nafni, og vinnukonu höfðu
þau er Sigríður hét, Teitsdóttir; voru því fjórir
menn í heimilinu. Menn voru þá enn vanir
því að setja skepnur sínar á útiganginn og þá
lika á Landi og Rangárvöllum engu minna en
í nærliggjandi sveitum. Veturinn 1881 — 1882
var seigharður, hjuggust menn því við að missa
af megurð eitthvað af skepnum sínuni, einkum
á upp Landinu, og var Árni bóndi i Ósgröf einn
af þeim sem bjóst við því, þó vorið hefði orðið
bærilegt. En þetta vor dundi yfir voða veður,
sem varð átakanlegast á Rangárvöllum og Landi
því þótt alstaðar væri afspyrnurok og gaddbilur
var þar sandbylur samfara, setti í eyði marga
bæi á Landi og Rangárvöllum. Árni var talinn
efnaður maður, en þrátt fyrir það dróg hann
þó eigi næga björg að handa heimili sínu, og þeg-
ar hann fór til sjávar um veturinn, sá hann að
matarforðinn var næsta lítill orðinn, sagði hann
þá Þórunni að hirða kjöt af fénaði þeim sem
kynni að deyja um vorið, og brúka það til heim-
ilis síns, handa fólkinu að lifa á. Eina kú höfðu
þau, mjög mjólkurlága, gerði hún ekki betur
en fæða drenginn, sem var mesla efnis barn.
Árni mun hafa farið í verið nálægt miðri Góu.
Veðurbliða kom á pálmasunnudag, og hélst húu
þar til annan í páskum. Þá var Þórunn orðin
alveg bjargarlaus; tók hún það þá til bragðs,
að senda Sigríði vinnukonu sína suður að Mörk
til efnaðra hjóna, að fá eitthvað af mat til láns,
bjóst hún við að Sigriður kæmi daginn eftir.-
En það tókst nú öðruvísi til, hún var þar heft
í sandbil í marga daga.
Nú verður varla með orðum lýst hvað dag-
ar Þórunnar voru erfiðir. Hún var alein með
barnið sitt í afskektum bæ, bjargarlaus. Hún
var og hrædd um að Sigríður hefði orðið úti.-
Hana langaði til að reyna að bjarga einhverju
af skepnunnm, en sá að litlu mundi hún fá á-
orkað að koma skepnum sínum heim á móti
þvíliku ofurefli sem veðrið var. En það voru
heíst hrossin sem hún vonaði að geta bjargað,
þó mögur væru orðin. Um sauðféð var ekki
að hugsa; ómögulegt að geta rekið það á móti
veðrinu, enda mundi það flest hrakið undan.
Hún vissi að allir mundu reyna að bjarga
skepnum sinum, og það langaði hana til að-
gera lika. En að skilja við barnið aleitt
það var þyngri þrautin. Hún vissi að drengur-
inn var frábærlega stiltur; enda vanur einveru
við og við, um þetta hugsar hún nóttina og
daginn fyrsta. Þegar hún því sér sér fært legg-
ur hún af stað alein, gengur vel frá bænum,
og „Guði fól sitt barn á hönd“, biður hann um
styrk til að geta bjargað einhverju af skepnun-
um og að hún umfram alt nái heim til barns-
ins síns að kveldi og hitti litla drenginn sinn
heilan og glaðan.
Fyrsta daginn gat hún bjargað hryssu frá-
dauða, hætti hún ekki fyrri en hún kom henni
heim, og þurfti inikið þrek til þess. Varð þá
fagnaðarfundur, þegar hún fann barnið sitt —