Heimilisblaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
71
vegna hins góða, sem Iiann ber á borð fyrir
lesendur sina. Hreinskilni, sannleiksást og guðs-
ótti, virðist honum meðfætt og drukkið með
móðurmjólkinni.
Hafi höf. þökk fyrir verkið.
Frágangur allur á bókinni er góður, mun
hún fást hjá bóksölum.
k.
j»jónarnir þrír.
(Lítil dæmisaga).
Eftir Bergstein Kristjánsson,
Einu sinni var konungur sem hafði þrjá
þjóna, sem ráða skyldu yfir öðrum þjónum
hans; þessir yfirþjónar eða ráðsmenn hétu, Kári,
Páll og Pétur, allir vildu þeir þóknast húsbónda
sínum, því þeir vissu að alt sem hann gerði
var rétt, og alt sem hann talaði var satt, en
til að þóknast húsbóndanum völdu þeir sína
leiðina hver.
Kári henti á lofti öll lofkvæði og lofræður, sem
hann heyrði um húsbóndann, og ílutti honum
alt aukið og endurbætt. Hann fór frá vinnu
sinni, áður en hann þvoði sér eða greiddi, fram
fyrir húsbóndann að lesa þetta yfir honum og
áminti undirmenn sína að hlusta á sig með
athygli, og gjöra hið sama. Líkama sinn hirti
hann illa, kvaðst meta meira að lofa húsbónd-
ann. Alt sem skrifað var um húsbóndann, hafði
hann i heiðri, hversu mikill böglingur sem það
var, bara ef það átti að heita Iof, og nafn hans
stóð þar nógu víða, þú hann forsmáði aðrar
bækur og blöð. Óvini húsbóndans neiddi hann
til að vera þjóna hans, eða drap þá að öðrum
kosti.
En það sem hann átti að vinna fyrir hús-
bóndann leysti hann illa af hendi, við undir-
menn sína og dýrin var hann harður og misk-
unarlaus, og gat engann séð glaðann, áleit það
bera vott um skort á virðingu fyrir húsbóndan-
um.
Páll var líkur Kára í því, að lofa húsbónd-
ann með mörgum orðum, og gagnvart óvinum
hans var hann eins. En hann vandaði alt sem
húsbóndi hans lét hann vinna, og var góður
við aðra, menn og dýr.
En Pétur var þeim báðum ólíkur, hann kost-
aði kapps um, að vanda alla breytni sína sem
mest hann mátti, var kurteis og vingjarnlegur
við alla, og nærgætinn, og kærleiksríkur við'
menn og dýr. Hann gat aldrei verið glaður
nema allir þeir, sem hann um gekzt væru það
lika. Hann kom ekki oft fram fyrir húsbónd-
ann, en þegar hann kom, talaði hann fá orð og
helst frá egin hrjósti, um húsbóndann las hann
fáar bækur, og aðeins þær sem vel voru samd-
ar, illa skrifaðar bækur um hann, þó lof ætti að
heita, fyrirleit hann og taldi þær ganga lasti
næst.
Þegar honum yfirsást, bað hann stundum
fyrirgefningar en stundum ekki. Óvini húsbónd-
ans kúgaði hann aldrei. Líkama sinn hirti
hann vel, og gætti þess að koma aldrei fram
fyrir húsbóndann, óhreinn eða illa búinn.
Einu sinni komu vinir konungsins til hans
og töluðu margt við hann, meðal annars spurðu
þeir hann hvern af ráðsmönnum sínum hann
elskaði mest.
Konungur svaraði:
„Kára fyrirlít eg, því þó hann lofi mig og
þakki mér, og vilji fjölga þegnum mínum, sýnir
hann það í breytni sinni við undirmenn sína, að
hann misskilur mig eða þá allar hans lofgerðir
eru hræsni.
Páll er að mörgu góður ráðsmaður, en Iof-
ræður hans um mig, eru orðnar eins og foss-
niður fyrir eyrum undirmanna lians.
En Pétur er mér kærastur, orðum hans er
veitt athygli, þvi þau eru ekki of mörg, og hann
sýnir það með breytni sinni, að hann vill líkjast
mér, og þó hann biðji ekki æfmlega fyrirgefn-
ingar á yfirsjónum sínum, sýnir hann iðrun
sina með því, að breyta betur aftur.
Húsflugan verpur fjórum sinnum á sumri
og minst 800,000 eggjum i hvert skifti. Þann-
ig getur ein fluga eignast 3 miljónir afkomenda
á einu sumri.