Heimilisblaðið - 01.09.1915, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
69
„Eg þekki ekkert til þess sáttmála“ svaraði
Rósamunda alvarleg en þó færðist bros á varir
hennar, „en eg veit að eg leyfi þér ekki að
hræra hönd mína“.
„Þá kyssi eg kjólinn þinn“, sagði Wulf og
þrýsti kápulafi hennar að vörum sínum.
„Þú ert sterkur Wulf en eg er kraftalítil og
get ekki náð af þér fötunum, en það segi eg
þér, að þetta er ekki nein ívilnun frá minni
hálfu“.
Hann slepti kápunni.
„Eg bið þig fyrirgefningar. Eg hefði átt að
minnast þess, að Godvin mundi aldrei hafa
gleyrnt sér þannig“.
„Godvin,“ sagði hún og stappaði fætinum í
gólfið. „Hefði hann lofað einhverju mundi hann
hafa haldið það jafnt í anda sem í verki“.
„Eg býst við því, þannig er það fyrir ófull-
kominn mann að eiga dýrling að bróður og
meðbiðil. Nei, Rósamunda, fyrirgefðu mér þó
að eg geti ekki gengið braut dýrlingsins“.
„Það held eg Wulf, en það er að minsta
kosti óþarfi að spotta þann, sem getur það“.
„Eg spotta liann ekki. Eg elska hann eins
og þig“. Hann leit framan i hana en varð
engrar geðshræringar var, því Rósamunda var
gædd þeim styrk og list austurlandabúa að geta
brugðið þeirri blæju yfir augu og andlitsdrætti
er ekki verður séð í gégn um.
„Það gleður mig að þú elskar hann, Wulf,
og gættu þess að gleyma aldrei kærleika þín-
um ná skyldum".
„Nei, aldrei, nei, jafnvel þó þú fækir hann
fram yfir mig“.
„Þetta er göfugmannlega mælt, eins og eg
hafði búist við af þér“, svaraði hún með lágri
rödd. Og nú kæri Wulf, vertu sæll, því eg er
svo þreytt“.
„A morgun“ greip hann frarn í.
„Já, á morgun" svaraði hún hátt, „þá skal
eg tala en þú hlusta á.“
Sólin var ennþá einu sinni sigin til viðar
því klukkan var um fjögur síðari hluta dags.
Rræðurnir stóðu við eldinn í höllinni og horfðu
efablandnir hvor á annan. Þeir höfðu vak-
að alla nóttina án þess þeim kæmi dúr á
auga.
„Tíminn er kominn“, sagði Wulf, og hneigði
Godvin sig til samþykkis.
I þessum svifum kom kona ofan af loftinu
og vissu þeir vel hvert erindi hennar var.
„Hvers óskið þér?“ spurði Wulf, en God-
vin hristi höfuðið.
„Sir Andrevv bað mig að skila að hann ósk-
aði að tala við ykkur báða“, sagði hún og fór
svo leiðar sinnar.
„Satt að segja skil eg ekkert í þessu“ sagði
Wulf.
„Það hlýtur að vera þessu viðvíkjandi“, sagði
Godvin, „og máske er það okkur öllum best“..
„Það held eg ekki“, svaraði Wulfiþvíhann
fylgdist með honum upp stigann.
Þeir gengu inn ganginn og inn úr dyrunum.
Sir Andrevv sat í hægindastól sínum fyrir framan
arninn, en Rósamunda stóð við hlið hans og
studdi höndinni á öxl hans. Þeir urðu þess
varir að hún hafði búist sínu besta skarti, og
flaug þeim þá í hug að máske hefði hún gert
það til þess að sýna þeim hve fögur sú kona
væri, sem þeir ættu báðir að missa. Þegar þeir
komu inn hneigðu þeir sig fyrst fyrir henni og
síðan fyrir frænda sínum, en hún heilsaði þeim
brosandi.
„Talaðu Rósamunda,“ sagði faðir hennar,
„til að lina efa og þrautir þessara riddara“.
„Nú kemur rothöggið", tautaði Wulf.
„Erændur mínir“, byrjaði Rósamunda með
lágri, rólegri röddu. Eg hefi nú ráðfært mig
við föður minn og mitt eigið hjarta, viðvikjandi
málefni því er þið báruð upp fyrir mér í gær-
kveldi. Þið hafið báðir gert mér mikinn heið-
ur er þið hafið beðið mín fyrir konu, þið hraustu
riddarar, sem eg hefi alist upp með, og frá
blautu barnsbeini elskað sem bræður rnína. Eg
ætla að verða fáorð. Eg get því miður hvor-
ugum gefið það svar er þið óskið eftir“.
„Verulegt rothögg" tautaði Wulf, en Godvin
bliknaði ofurlítið en þagði. Loks rauf hann
þögnina og mælti.
„Við þökkum þér fyrir frænka. Komdu nú
Wulf, við höfum fengið svarið og skulum því
fara“.
„Ekki strax“, greip Rósamunda fram í. „Ef
þið viljið“ sagði hún „er eg fús til að vinna