Heimilisblaðið - 01.12.1915, Blaðsíða 6
90
HEIMILISBL AÐIÐ
undir að endurvakna með vorinu. Veturinn er
hvildartími náttúrunnar, þá safnar hún kröftum
til þess að geta borið fullþroskaða ávexti hið
næsta sumar. Þá njótum vér og hinna tindr-
andi stjörnuljósa. sem blika á himninum, og
brosa svo vingjarnlega til vor og „benda sál til
hæða“ — benda oss að horfa hátt og æfa oss
i því, sem háleitt er og fagurt. Já, hvert sem
litið er, mæta auganu margbreytt aðdáunarefni.
I allri náttúrunni sjáum vér undrunarverðan
hagleik og vísdóm, og vér hljótum að viður-
kenna, að sá Guð er mikill að mætti og tign,
er skapað hefir alt þetta og viðheldur því og
stjórnar eftir vísdómsfullri niðurröðun.
Vetrartíminn er hentugur fyrir oss, til að efla
vorn andlega þroska og búa oss þannig undir
sumarstarfann, — enda er hann notaður til þess.
Skólar og aðrar mentastofnanir taka til starfa
með vetrarkomunni, og þeir sem hafa löngun
og ástæður til að afla sér ]>eirrar mentunar, sem
þar er á boðstólum, leita þangað, til þess að
fá að bergja á lindum þekkingarinnar. Það er
nú orðið viðurkent af flestum að „ment sé mátt-
ur“, að sá, sem hefir mentunina sé venjulega
vænlegri til að geta unnið gagnleg störf, fyrir
sig og þjóðfélagið. En skólamentunin er ekki
fullnægjandi, því þeir eru tiltölulega fáir sem
geta notið hennar, og hjá sumum firnist hún þeg-
ar frá líður. Til að bæta úr þessu eru iœkur
gefnar út, og lesnar. Sérhver hugsandi maður
kaupir bækur og blöð, og auðgar þannig auda
sinn smátt og smált, að margskonar þekkingu,
og til þess er veturinn einkum notaður.
Það er gamall og góður siður að lesa sög-
ur á kveldin á islenzkum heimilum, er þá venju-
legt að lesarinn situr í miðri baðstofunni nálægt
ljósinu og les upphátt og sitja allir þögulir og
hliða á; oftast eru það sögur og oft líka ann-
ars efnis, heimilið verður þá svolítil mentastofn-
un, lesarinn er kennarinn en allir aðrir á heim-
ilinu nemendur. Skólatíminn er vanalegast
kvöldvakan, þegar útiverkum er lokið og allir
eru seztir inn. Þessar kvöldstundir getaþannig
oft orðið mjög ánægjulegar. Menn fjörgast und-
ir lestrinum, vinnan gengur betur, og ánægju-
leg ró ríkir í baðstofunni, — og oft er kvöld-
vakan áhrifarik og ssnnmentandi.
v yc- ■ '
Það væri illa farið ef þessi gamli og góði
siður væri að Ieggjast niður, þvi „vér Islands-
börn, vér erum vart of kát“ og sérhver góður
maður ætti að gera sitt til að viðhalda öllum
góðum þjóðsiðum. Allir ættu að Ieggjast á eitt
með það að gera lieimilin sem ánægjulegust,
því að heimilin eru sá reitur þar sem allar ræt-
ur þjóðstofnsins kvíslast um. Frá hinum ein-
stöku heimilum fær þjóðarheildin sína krafta, og
sína gæfu eða ógæfu, eftir því, hvert meiri hluti
heimilanna eru gæfu- eða ógæfusöm.
Notum öll vel þennan vetrartíma sem í hönd
fer. Leggjum stund á að auðga anda vorn að
nytsamri þekkingu og göfugum hugsunarhætti,
með því að lesa góðar bækur. Minnumst þess,
að „fyrir andans framför eina, fólksins hönd er
sterk“. Gefum gaum að táknum tímanna og
rás viðburðanna, og höldum oss fast við hið
sanna og góða. Sérhver geri sér far um, að
gera heimili sitt sem ánægjulegast, og gleðja þá
sem með honum eru.
Notum ennfremur eina stund dagsins í vetur
til þess, að hafa Guðs orð um hönd á heimil-
um vorum. Fyrir fáum árum voru húslestrar
alment tíðkaðir, en nú hafa margir lagt niður
þann góða sið, og þannig svift heimili sitt margri
rósamri og án efa oft ávaxtasamri friðarstund.
Höfum hugfast, að „ótti Drottins er upphaf vizk-
unnar“, og þessvegna ættu lieimilis-guðsþjón-
ustur alls ekki að leggjast niður; miklu fremur
ætti hver og einn að gera sér far um, að hafa
Guðs orð um hönd daglega, og það ekki ein-
ungis af gömlum vana, heldur með lotningar-
fullri alvöru, og fullri virðingu fyrir hátign
Drottins.
Já, notum veturinn til nytsamra athafna sjálf-
um oss og öðrum til gagns og gleði og Guði
til dýrðar.
Guð gefi oss öllum góðan og blessunar rik-
ann vetur, og að honum loknum blílt og gróður-
sælt vor. Það veri vetrarkveðja vor.
Ritað á allra heilagra messu 1915.
Einar Signrpnnsson.