Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Side 5

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ 37 ■og greitt, og smámsaman lærist honum að klæða sig og búa um rúmið sitt, svo að það verður hon- um auðvelt verk. En tíma þarf til þess og þolin- mæði. Þannig getur maður með tilbúnum fótum verið svo mánuðum skiftir að læra að ganga. Hann er fyrst látinn æfa sig á mjög lágum ganglimum, en smátt og smátt fær hann lengri og lengri, unz hæðin er orðin hin eðlilega. Og þá er hann orð. 'inn svo leikinn, að hann getur bæði staðið og gengið og hreyft sig eftir vild á nýju ganglimunum, sem eru með liðamótum bæði í mjöðmum og um íkné og ökla. Venjulega er það aðeins eitt starf, sem hægt er að vinna með tilbúnum höndum. Ungur hermaður, sem áður var erfiðismaður, misti vinstri handlegginn upp undir öxl, og auk þess þrjá fingur af hægri hendi. Hann fékk tilbúinn handlegg með venjulegum liðamótum og nú riðar hann tágakörfur af mestu snild. Annar hermaður, sem var smiður, misti hægri 'hendina í orustu fvrir átta mánuðum. Hann fékk tilbúna hönd, og nú vinnur hann að smíðnm eins og áður og með algengum smíðatólum. Annars verður oftast nær að búa handleysingjun- um til sérstök áhöld. Hermaður nokkur, sem einnig var smiður, Einhenli kolaniokurinn Þvær sér með tilbúnum’höndum. misti báðar hendur í byrjun ófriðarins. Hann er nú aftur tekinn til vinnu, en smíðisgrip- inn verður hann að setja í sjálfheldu meðan hann vinnur að honum, og á þjölum hans, hömrum og öðrum smiðatólum eru hólkar, eins og handstúk- ur, sem hann smeygir hand- leggs-stúfunum inn í. Hér er meðal annars mynd af kolamokara, sem gætir elds undir stórum gufukatli. Hann hefirkola- rekuna í reim um hálsinn og stjórnar henni með hægri hendi. Þótt ein- hentur sé, er hann vel hæfur kolamokari hvar sem er. Handalausi maðurinn getur líka orðið vel lið-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.