Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Side 8

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Side 8
40 HEIMILISBLAÐIÐ því við, að þegar jólin væru liðin, mundi hann koma aftur ásamt bróður sínum, til þess að skoða skip það, er ferðast hafði svo langa leið. Georgius svaraði, að það væri þeim velkom- ið, en gæti hann bráðlega gert við stýrið, ætl- aði hann að sigla til Lundúna meðan veður væri gott því bar ætlaði hann að selja farm- inn. Hann bætti því við, að hann hefði ætlað sér að vera þar um jólin, en vegna þess aðstýrið hefði bilað í ofviðri, hefði þá rekið fram hjá Themsár-ósum, og hefðu þeir svo ekki komist inn í Grouch-fljótið myndu þeir hafa farist. Hann kvaddi þá síðan, eftir að hafa beðið um og fengið blessun ábótans. Svo snéru þeir John ábóti og Wulf heim- leiðis, vel ánægðir með verzlun sina og kaup- manninn sem þeim fanst vera mjög þægilegur maður. Ábótinn stansaði á Steaple og borð- aði þar kvöldverð og sögðu þeir svo í samein- ingu frá ferð sinni. Sir Andrew hló að sögu þeirra, sérstaklega því að þeir létu austurlanda búann narra sig til að kaupa miklu meira vin en þeir þurftu, svo það var hann en ekki þeir sem hafði ábatann. Síðan hélt hann áfram að segja sögur frá' hinni auðugu Kýpurey, sem hann hafði lent við fyrir nokkrum árum og dvalið um hríð; um hina skrautlegu hirð keis- arans og íbúa landsins. Hann taldi þá snið- ugustu verzlunarmenn i heimi, svo séða að jafn- vel Gyðingar hefðu ekki við þeim. Þeir væru duglegir sjómenn enda hefðu þeir lært af Fön- ikum, sem ósamt Grikkjum væru forfeður þeirra. Hann bætti því við, að það sem þeir segðu um þenna kaupmann, stæði vel heima við lyndis- einkunn þjóðarinnar. Af þessum ástæðum grunuðu menn ekkert Georgios né skip hans sem ekki var neitt undar- legt, þegar maður íhugar hvað vel saga hans stemdi við veruleikann, og hvað ástæður fyrir nærveru hans og sölu á víni og silki voru trú- legar. VI. KAP. Jólaveislan á Steaple. Fjórða dag eftir för Wulfs til Southminster var aðfangadagur jóla, en vegna þess að veður var ekki sem bezt, fór hvorki Sir Andrew né heimilisfólk hans lil Stangate, heldur hlustuðu á messu í Steaple-kirkju. Eins og venja var tib útbýtti Sir Andrew þenna dag jólagjöfum meðab þjóna sinna og starfsmanna og áminti þá um að drekka sig ekki fulla um hátíðina, eins og oft vildi eiga sér stað. „Það iítur helst út fyrir að við fáum ekki' tækifæri til þess“, sagði Wulf er þeir gengu aftur til hallarinnar, „þar sem kaupmaðurinn' hefir ekki enn þá fært okkur vínið, sem ég vonaðist eftir að geta fengið mér glas af í< kvöld“. „Máske hann hafi selt það öðrum hærra verði, það væri sannarlega eftir Kýpurbúum", svaraði Andrew brosandi. Þeir gerigu siðan inn í höllina og bræðurnir gáfu Rósamundu sameiginlega jólagjafir, þær er Wulf hafði keypt. Hún þakkaði þeim innilega, hrósaði hinu vandaða verki og hló hjartanlega er þeir sögðu henni að það væri óborgað. Hún ákvað að bera bæði serkinn og slæðuna í veizlu þeirri er ætti að halda um kvöldið. Hér um bil klukkan tvö síðdegis kom þjónn inn í höllina með þá fregn að vagn með tveim hestum fyrir, ásamt tveim mönnum, kæmi á veg- inum frá þorpinu. — „Kaupmaðurinn okkar, og það á réttum tíma“, sagði Wulf og gekk ásamt fleirum út að taka á móti honum. Það var Georgios sveipaður inn í stóra sauð- skinnskópu, sem Kýpurbúar bera oft á vetrum. Hann sat á einni tunnunni. „Fyrirgefið hr. riddari", sagði hann í því hann stökk niður af vagninum. „Vegirnir í þessu landi eru svo slæmir, að þó að eg skildi helminginn eftir, af því sem á vagninum var, í Stangate, hef eg verið fjóra tíma þaðan og það lengst af í forarpittum, og eru hestarnir því upp- gefnir og hjólin á vagninum, sem var hálf lítil- fjörlegur, eyðilögð, en loks erum við þó komnir göfugi herra“, bætti hannj við er hann hnegði sig fyrir Sir Andrew, „hér er líka vínið sem sonur yðar keypti af mér“. „Bróðursonur minn“, greip Sir Andrew framm i. „Eg bið yður að fyrirgefa; eftir því hvað- hann er líkur yður, hált ég að hann væri son- ur yðar“.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.