Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1916, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.03.1916, Qupperneq 10
42 HEIMILISBLAÐIÐ hina austurlenzku brúði sína, þar sem hún var á skemtigöngu með Ayoub föður sínum. Svo fóru þeir að tala um Kýpurey og þannig leið dagurinn þar til dimt var orðið. Loks sagði Georgios að hann yrði að leggja af stað, því hann hafði sent leiðsögumann sinn aftur til Southminster því þar ætlaði hann að halda jólin. Svo var reikningurinn borgaður. Meðan verið var að spenna fyrir vagninn, boraði hann gat á litla vínkútinn og setti tappa í, og áminti menn um að nota ^ér það um kvöldið. Eftir að hafa þakkað fyrir gestrisnina, kvaddi hann að austurlenzkum sið og gekk út ásamt Wulf. Það voru varla liðnar fimm mínútur þegar köll heyrðust úti fyrir, og Wulf kom inn aftur og sagði að hjólið hefði strax brotnað af vagn- inum þegar lagt var af stað, og nú lægi hann á hliðinni úti í garðinum. Sir Andrew gekk nú út með Wulf og sáu þeir þar Georgios, er blótaði þar ósparl á ó. kunna tungu, og bar sig að sem Austurlanda- kaupmenn einir geta gert í slíkum kringum- stæðum. „Æruverði riddari“, sagði hann „hvað á eg nú að gera? Það er rétt komið svarta myrkur, og hvernig get ég ratað veginn upp ós- inn bratta? Eg býst við að hinar dýrmætu vörur mínar verði að bíða hér í nótt, því ekki verður hægt að gera við hjólið í nótt“- „Enda er það heppilegast fyrir yður og þjón yðar“, svaraði Sir Andrew vingjarnlega. „Kom- ið nú inn og syrgið ekki. Vér erum vanir því hér í Essex að hjólgaddar brotni, og þér getið eins vel borðað jólamatinn hér á Steaple eins og í Southminster“. „Eg þakka yður hr. riddari, eg þakka yður. En hvernig get eg, sem er aðeins ómentaður kaupmaður, vogað mér i félagsskap aðalsfólks? Látið mig og þjón minn borða með þjónum yðar í hlöðunni, þar sem eg sje að þeir eru að undirbúa máltíð sína“. „Alls ekki“ svaraði Sir Andrew. „Skiljið þjón yðar eftir hjá fólki mínu, sem mun annast hann, en komið sjálfur inn í höllina, og fræðið mig um Kýpurey, þangað til maturinn er til- búinn, sem ekki mun verða langt að bíða. Þér þurfið ekki að vera hræddir um vörur yðar,þær skulu vera vel geymdar“. „Eg hlýði, svo óverðugur sem eg er“, sagði hinn hæverski Georgios. „Petros skilur þú? Þessi eðallyndi herra ætlar að hýsa oss í nótt. Þjónar hans munu vísa þér til borðs og sængur, og hjálpa þér með hestana“. Maðurinn, sem var Kýpurbúi — fiskimaður á sumrin en essreki á vetrum — hneigði sig og sagði nokkur orð við húsbónda sinn á ókunnu máli. „Þér heyrið hvað hann segir, heimskinginn sá arni?“, sagði Georgios. „Hvað? 'skiljið þér ekki grisku, aðeins arabisku ? Gott og vel, hann biður mig um peninga til þess að borga með mat og gistingu. Þér verðið að fyrirgefa hon- um, því þó hann skilji tungu yðar, er hann aðeins óbreyttur bóndi, og skilur það ekki að nokkur geti fengið gisting og mat án borgunar. Eg ætla þvi að gera honum það skiljaidegt“. Hann talaði til hans nokkrar setningar sem enginn skildi, og það með háværri, skrækróma rödd. „Eg býst ekki við að hann móðgi yður aftur á þenna bátt hr. riddari. 0— jæja! nú fer hann út, hann er nokkuð sérsinna. Já, látum hann bara fara, hann mun koma aftur til kvöldverðar þorparinn sá arni. 0, hann fæst ekki mikið um vind né veður, það fást Kýpurbúar Iítið um í loðfeldum sínum, þvi í þeim Ieggja þeir sig oft fyrir i snjónum til að sofa“. Svo héldu þeir átram inn í höllina en Ge- orgios var altaf að kvarta undan óhlýðni þjónsins. En brátt snéru þeir sér að öðru umtalsefni þar á meðal mismun trúarjátningar hinnar róm- versku og grisku kirkju, efni sem hann virtist vera vel kunnur, og ótta Kýpurbúa við það að Saladin mundi ná eynni. Loks varð klukkan fimm og Georgios var vísað til sætis við miðdags eða réttara sagt kvöldverðarborðið, sem var reitt á palli framan við uppgönguna að efri hæðinni. Það var lagt á borðið handa sex manns: Sir Andrew, bróður- sonum hans, Rósamundu, prestinum Matthew, sem þjónaði við kirkjuna og borðaði í höllinni á hátíðisdögum, og kaupmanninum Georgius. Fyrir neðan pallinn nær eldinum var annað

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.